Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2043 svör fundust
Hvað eru mörg sandkorn í heiminum?
Sennilega getur enginn nema hjartnanna og nýrnanna skoðari svarað þessari spurningu með nákvæmni. Hins vegar getum vér dauðlegir hugleitt hvernig fara mætti að til að komast sem næst réttu svari. Fyrst þyrftum við að komast að því hvert er rúmmál sands í heiminum - langmestu sandflæmi jarðar eru reyndar Sahara- og...
Hvernig er hægt að nálgast óendanlega einhvern punkt en ná aldrei til hans? Og hvernig getur eitthvað hreinlega verið óendanlegt?
Í venjulegri rúmfræði er ekki hægt að vera óendanlega nálægt punkti, nema að vera í honum. En það má til dæmis nálgast punkt með því að færast á hverri sekúndu hálfa leiðina til hans. Þá næst aldrei til punktins en með því að taka sér nógan tíma kemst maður hversu nálægt honum sem vera skal. Þetta mætti orða þanni...
Hvort eru fleiri tegundir af fiskum með brjósk eða bein?
Mun fleiri tegundir beinfiska (Osteichthyes) en brjóskfiska (Chondrichithyes) eru þekktar í dag í ám, vötnum og heimshöfum jarðarinnar. Rúmlega 20.000 tegundum beinfiska hefur verið lýst en í kringum 800 tegundum brjóskfiska. Beinfiskar eru í raun langstærsti hópur hryggdýra, en næst koma fuglar með um 9.000 tegun...
Hvernig get ég búið til sólarrafhlöðu og hvað þarf í hana?
Ljósspennurafhlöð sem gerð voru úr hreinum kísli voru aflgjafar gerfitungla á sjötta áratug 20. aldar. Ljósspennurafhlað er í raun sólknúin rafhlaða þar sem eina eldsneytið er ljósið sem drífur hana. Ljósspennurafhlað er gert úr hálfleiðandi efni sem í hefur verið myndað pn-skeyti, sem hefur mikið flatarmál. Þetta...
Hver er fjölmennasti bærinn á Austurlandi?
Spurningin er heild sinni er svona: Hver er fjölmennasti bærinn á Austurlandi? Þá er ég ekki að tala um sveitarfélag heldur stað. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hagstofu Íslands áttu 11.755 manns lögheimili á Austurlandi þann 1. desember 2002. Af þeim voru 9.882 (84%) skráðir til heimilis í einhverjum af hinu...
Getur maður sótt mál sitt sjálfur fyrir íslenskum dómstólum, eða þarf að ráða lögfræðing til þess?
Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að gera greinarmun á opinberum málum – það er málum sem hið opinbera sækir gegn einstaklingi eða lögpersónu til refsingar samkvæmt lögum – og einkamálum sem einstaklingar eða lögaðilar sækja gegn hvor öðrum. Í spurningunni kemur fyrir sögnin „að sækja“ þannig að svarið einskorðast við ...
Meðganga er talin vera 38-42 vikur en samt er alltaf talað um 9 mánuði (sem eru 36 vikur). Hvernig gengur þetta upp?
Það er rétt hjá spyrjanda að þarna er nokkurt tölulegt ósamræmi þó að það sé ekki nákvæmlega eins og lýst er í spurningunni. Skýringin á því að það viðgengst er hins vegar fyrst og fremst sú að við erum ekki að lýsa tímalengd sem er alltaf eins heldur meðaltali sem einstök tilvik víkja talsvert frá í báðar áttir. ...
Hvernig fær maður nálgunarbann á manneskju sem hefur reynt að meiða mann?
Í lögum um meðferð opinberrar mála nr. 19/1991 eru að finna ákvæði sem kveða á um hvernig einstaklingur getur krafist nálgunarbanns á hendur tiltekinni persónu. Ákvæðin sem kveða á um nálgunarbann komu inn í lögin árið 2000 samanber lög nr. 94/2000 og hefur nálgunarbannið það markmið að veita fórnarlömbum ofbeldis...
Hvað er móbergshryggur?
Kannski má segja að móberg sé sú bergtegund sem kemst næst því að geta kallast séríslensk. Sigurður Steinþórsson lýsir myndun þess í svari við spurningunni Hvaða bergtegundir fyrirfinnast nær eingöngu á Íslandi eða hafa séríslensk einkenni? og segir þar meðal annars: Móberg myndast þannig, að 1200°C heit bráð snö...
Sólmyrkvi á morgun 1. ágúst 2008
Svo skemmtilega vill til að á morgun, þann 1. ágúst 2008, mun verða deildarmyrkvi á sólu. Við deildarmyrkva gengur tunglið á milli sólar og jörðu og hylur hluta sólarinnar. Hægt verður að fylgjast með myrkvanum frá Íslandi á milli klukkan 8:15 og til um 10:10. Eitthvað lengra verður að bíða næsta almyrkva, sem er ...
Ef maður kæmist á ljóshraða hvað væri maður lengi frá sólinni til Plútó?
Til þess að finna út úr því hversu lengi ljósið, eða maður á ljóshraða, væri að fara frá sólinni til Plútó þurfum við í fyrsta lagi að vita hversu hratt ljósið fer og í öðru lagi hversu langt er á milli sólarinnar og Plútó. Ljósið fer reyndar mishratt eftir efninu sem það fer um eins og fjallað er um í svari vi...
Hver gerði "broskarlinn"?
Eftir því sem við komumst næst á broskarlinn eins og við þekkjum hann, svört augu og bros á gulum hringlaga bakgrunni, uppruna sinn hjá Bandaríkjamanninum Harvey R. Ball (1921-2001) frá Worcester, Massachusetts. Fyrirtækið The State Mutual Life Assurance Company fékk Ball til þess að hanna fyrir sig brosandi a...
Hvernig verður hunang til og hvernig koma býflugurnar því í býflugnabúið?
Býflugur búa til hunang úr blómasykri (e. nectar). Blómasykur er aðallega vatn eða um 80% en í honum eru einnig flóknar fjölsykrur. Býflugurnar nota langa rörlaga tungu eða rana til að sjúga upp blómasykurinn og geyma hann síðan í eins konar hunangssarpi. Býflugur hafa í reynd tvo maga, annars vegar hunangssarpinn...
Er nautablóð notað til að fá rauða litinn í rauðvín?
Við framleiðslu á rauðvíni eru notuð dökk vínber. Hýði berjanna er látið gerjast, ásamt aldinkjötinu, safanum og steinunum. Ljós vínber eru hins vegar notuð til að búa til hvítvín; þá er hýðið vanalega skilið frá og það sem eftir stendur er látið gerjast. Eiginleikar ólíkra rauðvína koma úr vínberjunum og er le...
Hvað gerist ef rafhlaða á móðurborði tölvu tæmist?
Á móðurborði venjulegrar tölvu er rafhlaða sem sér um að geyma ýmsar stillingar fyrir móðurborðið. Þessum stillingum má breyta þegar tölvan er ræst með því að opna BIOS-stillingarnar áður en stýrikerfi tölvunnar ræsir sig upp. Rafhlaðan sér einnig um að keyra litla klukku ef móðurborðið missir rafmagn. Þannig getu...