Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver gerði "broskarlinn"?

EDS

Eftir því sem við komumst næst á broskarlinn eins og við þekkjum hann, svört augu og bros á gulum hringlaga bakgrunni, uppruna sinn hjá Bandaríkjamanninum Harvey R. Ball (1921-2001) frá Worcester, Massachusetts.

Fyrirtækið The State Mutual Life Assurance Company fékk Ball til þess að hanna fyrir sig brosandi andlit sem hægt væri að nota á barmmerki og fleira árið 1963. Var þetta liður í því að bæta vinnuandann í fyrirtækinu sem þá hafði nýlega verið sameinað öðru og þótti andinn á vinnustaðnum ekki nógu góður.

Á myndinni hér til hliðar má sjá Ball umkringdan ýmsum broskarlavarningi.

Þótt broskarlinn sé þekktur út um allan heim hagnaðist Ball ekki á hönnun sinni, fyrir utan þá 45 dollara sem fyrirtækið greiddi honum fyrir unnið verk, enda sótti ekki um að skrá karlinn sem vörumerki eða skrá höfundarétt sinn.

Þeir sem fyrstir eru taldir hafa hagnast á broskarlinum eru bræðurnir Bernard og Murray Spain. Í byrjun 8. áratugarins settur þeir broskarlinn, ásamt slagorðunum 'Hafðu það gott í dag' (Have a happy day), á barmmerki, kort, drykkjarkönnur, boli, límmiða, lyklakippur og fleira og varð þetta gula brosandi andlit að nokkurskonar tískufaraldri.

Margir hafa notað broskarlinn síðan þá. Til dæmis hefur bandaríska verslunarkeðjan Wall Mart notað broskarlinn í auglýsingum og merkingum og gerði meira að segja tilraun til þess að fá hann sem skráð sem vörumerki.

Frá því að Ball hannaði broskarlinn árið 1963 hafa komið fram ýmsar útfærslur eða tilbrigði við hann, til dæmis útgáfur þar búið er að setja lit í augu og/eða munn hans, munnurinn látinn vísa niður á við í skeifu eða karlar sem geifla munninn á ýmsa vegu, broskarl með lokuð augun, annar að ulla, og svo framvegis.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

22.1.2009

Spyrjandi

Steinar Örn Sólmundsson
Ólafur Baldvin

Tilvísun

EDS. „Hver gerði "broskarlinn"?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2009, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50563.

EDS. (2009, 22. janúar). Hver gerði "broskarlinn"? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50563

EDS. „Hver gerði "broskarlinn"?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2009. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50563>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver gerði "broskarlinn"?
Eftir því sem við komumst næst á broskarlinn eins og við þekkjum hann, svört augu og bros á gulum hringlaga bakgrunni, uppruna sinn hjá Bandaríkjamanninum Harvey R. Ball (1921-2001) frá Worcester, Massachusetts.

Fyrirtækið The State Mutual Life Assurance Company fékk Ball til þess að hanna fyrir sig brosandi andlit sem hægt væri að nota á barmmerki og fleira árið 1963. Var þetta liður í því að bæta vinnuandann í fyrirtækinu sem þá hafði nýlega verið sameinað öðru og þótti andinn á vinnustaðnum ekki nógu góður.

Á myndinni hér til hliðar má sjá Ball umkringdan ýmsum broskarlavarningi.

Þótt broskarlinn sé þekktur út um allan heim hagnaðist Ball ekki á hönnun sinni, fyrir utan þá 45 dollara sem fyrirtækið greiddi honum fyrir unnið verk, enda sótti ekki um að skrá karlinn sem vörumerki eða skrá höfundarétt sinn.

Þeir sem fyrstir eru taldir hafa hagnast á broskarlinum eru bræðurnir Bernard og Murray Spain. Í byrjun 8. áratugarins settur þeir broskarlinn, ásamt slagorðunum 'Hafðu það gott í dag' (Have a happy day), á barmmerki, kort, drykkjarkönnur, boli, límmiða, lyklakippur og fleira og varð þetta gula brosandi andlit að nokkurskonar tískufaraldri.

Margir hafa notað broskarlinn síðan þá. Til dæmis hefur bandaríska verslunarkeðjan Wall Mart notað broskarlinn í auglýsingum og merkingum og gerði meira að segja tilraun til þess að fá hann sem skráð sem vörumerki.

Frá því að Ball hannaði broskarlinn árið 1963 hafa komið fram ýmsar útfærslur eða tilbrigði við hann, til dæmis útgáfur þar búið er að setja lit í augu og/eða munn hans, munnurinn látinn vísa niður á við í skeifu eða karlar sem geifla munninn á ýmsa vegu, broskarl með lokuð augun, annar að ulla, og svo framvegis.

Heimildir og mynd:

...