Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 703 svör fundust
Hvað gerði Ian Fleming fyrir utan að skrifa James Bond bækurnar?
Ian Fleming lifði um margt atburðaríka ævi og nýtti sér persónur og atburði úr eigin lífi í James Bond-bækurnar. Hann hét fullu nafni Ian Lancaster Fleming, fæddur 28. maí 1908 í London. Faðir hans var Valentine Fleming, majór og þingmaður Íhaldsflokksins sem lét lífið í fyrri heimsstyrjöldinni. Móðir hans hét Eve...
Hvaðan kemur pitsan (flatbakan)?
Eins og svo margir aðrir réttir kom flatbakan (pizzan/pitsan) ekki upprunalega frá landinu sem er frægt fyrir hana. Heimildir um fyrstu flatbökuna segja að hún hafi verið bökuð af Forngrikkjum sem fyrstir bökuðu stórt, kringlótt, flatt brauð og settu ofan á það ólífuolíu, krydd, kartöflur og margt annað. Flatbökuh...
Hvenær dó Beethoven?
Ludwig van Beethoven lést 26. mars 1827 í Vínarborg, Austurríki, en þar í grennd hafði hann búið og starfað mest alla sína ævi. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær Beethoven fæddist, að minnsta kosti var það í Bonn, Þýskalandi, árið 1770 en hann var skírður 17. desember það ár. Faðir Beethovens var söngvari og byrj...
Hvað eru frauðvörtur?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvað eru frauðvörtur, hvers vegna koma þær og hvernig er hægt að losna við þær? Frauðvörtur (molluscum contagiosum) eru litlar bólur eða vörtur. Þær eru oft glansandi og inni í þeim er hvítur massi. Frauðvörtur orsakast af veirunni Molluscum contagiosum virus (MCV) sem smitas...
Gáta: Hvernig getur Jón gamli mælt út mjólkina?
Jón gamli var bóndi í Árnessýslu og gamaldags í háttum. Hann rak bú sitt líkt og faðir hans hafði gert forðum og hélt fast í gamla siði. Jón hafði til dæmis aldrei komist upp á lagið með að nota mjólkurvélar, en mjólkaði þess í stað sjálfur í könnur og bar í hús. Það var svo einn fagran Hvítasunnudag að Jón gam...
Hvað er þroskasálfræði og hvað er fjallað um í greininni?
Þroskasálfræði er sú fræðigrein sem leitast við að skýra þær breytingar sem verða á huga, heila og hátterni samfara aldri. Breytingarnar eiga rætur að rekja til líffræðilegra þátta (eins og erfða), líffræðilegs þroska (bæði háður erfðum og næringu), sálfræðilegra þátta (til dæmis greindar og tilfinninga) og síðast...
Þegar við sjáum er allt á hvolfi en hvernig fer heilinn að snúa því við?
Sjónin er óneitanlega eitt mikilvægasta skynfæri mannsins og það sem við reiðum okkur mest á í daglegu lífi. Skynjun er hins vegar afar flókið og viðamikið ferli og erfitt getur reynst að útskýra alla þá þætti sem þar koma við sögu. Hér mun hins vegar reynt að setja fram á einfaldan hátt hvað það er sem gerist þeg...
Hvaða rannsóknir hefur Anh-Dao Katrín Tran stundað?
Anh-Dao Katrín Tran er aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknaverkefni Anh-Dao snúast um fjölmenningarmenntunarfræði og ungt fólk af erlendum uppruna. Hún er virk í rannsóknum bæði á Íslandi og í Evrópulöndum. Anh-Dao var þátttakandi í rannsóknarhópi Hönnu Ragnarsdóttur prófessors um Learning S...
Hvaða rannsóknir hefur Ingólfur V. Gíslason stundað?
Ingólfur V. Gíslason er dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa að stærstum hluta snúið að stöðu og möguleikum karla og kvenna með sérstakri áherslu á breytingar hjá körlum síðustu áratugi. Að auki hafa rannsóknir hans beinst að ofbeldi í nánum samböndum og samspili skynsemi og hluttekningar...
Eru glæpir fátækra afleiðing fátæktar?
Ungi betlarinn Bartolomé Esteban Murillo 1618 - 1682 Rannsóknir á orsökum ofbeldis og glæpa eru fyrirferðamiklar innan afbrota- og félagsfræði enda um athyglisvert og mikilvægt efni að ræða. Niðurstöður sýna að skýringar á afbrotum eru ekki einhlítar heldur margslungnar og taka verður fjölmargt með í reikn...
Hver er munurinn á kvíða og hræðslu?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver er munurinn á kvíða og hræðslu? Er hollt að vera hræddur eða kvíðinn almennt eða getur það breyst í taugaveiklun og þunglyndi?Kvíði er samansettur úr margs konar líffræðilegum viðbrögðum, vitrænum viðbrögðum og hegðun fremur en að hann sé eitt ákveðið viðbragð. Kvíði er...
Sýna þeir sem hafa verið misnotaðir kynferðislega í æsku einhver einkenni þess síðar í lífinu, til dæmis í kynlífi?
Rannsóknir á áhrifum kynferðisofbeldis á börn og afleiðingum þess síðar á ævinni, hafa hingað til einkum beinst að stúlkum og konum, sem beittar hafa verið slíku ofbeldi í bernsku. Ástæða þessa er væntanlega sú að stúlkubörn virðast oftar vera fórnarlömb kynferðisofbeldis en drengir. Svarið byggist því á rannsóknu...
Hver var fyrsta tölvuveiran?
Tölvuveira er forrit sem festir sig við annað forrit, en breytir aðgerðum þess, til þess að veiran geti breiðst út. Í dag er skrifaður fjöldinn allur af veirum en þær eru mjög ólíkar innbyrðis. Þær sækja til dæmis í ólík forrit, fjölga sér á ólíkan hátt og hafa mismunandi áhrif. Til þess að veiran breiðist út hrat...
Hvað tekur margar mínútur að fara til Úranusar?
Í spurningunni er ekki tekið fram hvernig ferðast skuli til Úranusar, þannig að við skulum skoða nokkra möguleika, fáránlega jafn sem hugsanlega, til þess. Til að stytta ferðalagið verður að stefna á að hitta á Úranus þegar hann er næstur jörðu, en þá er fjarlægðin um 2.721.390.000 km. Ef við ætluðum okkur...
Hvað getið þið sagt mér um persónuleika, uppeldi og meðgöngu þýskra fjárhunda?
Þýski fjárhundurinn (e. German Shepherd, Alsatian, þ. Schäferhund) er sennilega frægasta hundakyn sem komið hefur frá Þýskalandi. Þessir hundar eru annálaðir fyrir trygglyndi, greind, hugrekki og aðlögunarhæfni. Þeir henta ákaflega vel til þjálfunar og eru mikið notaðir til lögreglu- og herstarfa, sem leitar- og b...