Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 856 svör fundust
Hvernig er best að hugsa röklega?
Fólki er eðlilegt að hugsa röklega og flestir beita rökhugsun án þess að hafa nokkurn tímann lært að hugsa röklega. Aftur á móti er fólki einnig tamt að hugsa stundum órökrétt og það gerist sekt um alls kyns rökvillur. Sennilega er besta leiðin til að forðast rökvillur einfaldlega sú að kynna sér þær og gefa sér t...
Maður kastar bolta í stöng. Ef 10% líkur eru á að maðurinn hitti í einu kasti, hverjar eru þá líkurnar á því að hann hitti að minnsta kosti einu sinni í 10 köstum?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hverjar eru líkurnar á því að ég fái sexu ef ég kasta sex teningum? og Kastað er þrem teningum og maður fær að velja eina tölu. Hverjar eru líkurnar á að talan manns komi upp? Allar þessar spurningar eiga það sameiginlegt að við endurtökum einhverja tilraun í ákveðinn fjölda ...
Hvað eru heilar og ræðar tölur?
Við höfum áður fjallað um náttúrlegar tölur í svari við spurningunni Hvað eru náttúrlegar tölur?. Þær eru ágætar til síns brúks en duga skammt einar og sér. Þess vegna þurfum við meðal annars á heilum og ræðum tölum að halda. Ef við ætlum til dæmis að stunda viðskipti að einhverju ráði, þá verður fljótt þægileg...
Geta afleiðingar tíðra höfuðhögga í æsku komið fram seinna á lífsleiðinni?
Stutta svarið er já, tíð höfuðhögg í æsku geta haft afleiðingar síðar á lífsleiðinni. Höfuðhögg er algengasta orsök heilahristings og alvarlegri heilaáverka. Heilahristingur, með einkennum svo sem tímabundinni ógleði og svima, er vægasta form heilaáverka. Það að rotast og muna ekki það sem gerðist eru vísbendin...
Hvað éta laxfiskar eins og urriði og bleikja á veturna?
Laxfiskar, þar með talinn urriði og bleikja, éta margvíslega fæðu og oftast það sem er ríkjandi á hverjum tíma. Enginn hefur lagt sig fram um að rannsaka fæðu urriða á vetrum, en snemma á vorin í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal éta þeir þá fæðu sem mest er af, það er bitmýi, og í öðru sæti eru vatnabobbar (sniglar...
Hver fann upp á stígvélum?
Stígvél er skófatnaðaðar sem nær að minnsta kosti upp fyrir ökkla. Stígvél geta náð upp að hné og hæstu stígvél eru klofhá. Stangveiðimenn nota til að mynda slík stígvél sem kallast yfirleitt vöðlur. Ekki er með fullu víst hvenær menn fóru að klæðast stígvélum. Sumir vilja rekja sögu þeirra aftur til ársins 100...
Hvað er smaragður?
Smaragður (e. emerald) er gimsteinn eða eðalsteinn en svo kallast skrautsteinar sem hafa næga hörku til þess að rispast ekki við daglega notkun. Hann hefur hörkuna 7,5-8 á Mohs-kvarðanum sem notaður er til að mæla hörku steina. Smaragður er eitt afbrigði af beryl en það er steind gerð úr berylálsilíkati Be3Al2...
Finnast hættuleg eiturefni í kartöflum?
Sólanín er samheiti yfir efnin alfa-sólanín og alfa-chacónín sem eru glýkóalkalóíðar. Með alkalóíðum er átt við lífræn efni sem hafa þrígilt köfnunarefni. Glýkóalkalóíðar eru náttúruleg eiturefni sem geta myndast í kartöflum og gegna hlutverki varnarefna, það er geta varið kartöfluna fyrir ákveðnum sjúkdómum og au...
Getur forsetinn rofið þing eða þarf forsætisráðherrann að gera það?
Í stjórnarskránni er á þremur stöðum kveðið á um þingrof og hvernig að því skuli standa. Í tveimur tilfellum er skylt að rjúfa þing, annars vegar skv. 4. mgr. 11. gr. stjórnarskrárinnar og hins vegar skv. 1. mgr. 79. gr. stjórnarskrárinnar. Í fyrra tilfellinu kemur fram að ef ¾ hluti þingmanna samþykki að fram...
Í hvers konar eldgosum myndast apalhraun?
Apalhraun (e. a'a lava) myndast jafnan í ísúrum gosum. Í slíkum tilvikum er myndun þess óháð framleiðni og tengist beint tiltölulega hárri upphafsseigju kvikunnar. Þegar apalhraun verða til í basaltgosum við flæði beint frá gígum, einkennist gosvirknin af hlutfallslega öflugri kvikustrókavirkni, hvort sem um er að...
Getið þið sagt mér eitthvað um plánetuna Venus?
Venus er önnur reikistjarnan frá sólu en fjarlægðin er um 108.210.000 km. Þvermál hennar er um 12.104 km sem þýðir að hún er sjötta stærsta reikistjarna sólkerfisins og aðeins minni en jörðin. Massi Venusar er 4,865*1027 g eða 81,5% af massa jarðar. Eðlismassinn er 5,20 g/cm3. Þyngdarhröðun við miðbaug reikistjörn...
Getur þú sagt mér eitthvað um broddgelti?
Ætt broddgalta (Erinaceidae) skiptist í tvær undirættir, eiginlega broddgelti (Erinaceidae) og svokallaða rottugelti (Galericinae), eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hafa allir broddgeltir brodda? Evrópski broddgölturinn (Erinaceus europeus) tilheyrir ættkvísl skógarbroddgalta (Erinaceus), sem er ...
Hver var Carl Gustav Jung?
Carl Gustav Jung (26. júlí 1875 − 6. júní 1961) var svissneskur geðlæknir og faðir svonefndrar greiningarsálfræði (þ. Analytische Psychologie) sem er meiður af sálgreiningarstefnunni. Hann hefur verið nefndur „best varðveitta leyndarmál sálfræðinnar”, „Darwin sálfræðinnar“, „dulhyggjumaður” og “hinn aríski K...
Hvernig förum við að því að þekkja andlit?
Flest getum við heyrt, snert, fundið bragð og lykt, skynjað hita, kulda og sársauka. Án efa eru þó augun eitt mikilvægasta skynfæri okkar. Augun eru þó aðeins upphafspunkturinn í flóknu ferli sem gerir okkur kleift að sjá heiminn og umhverfi okkar. Í heilanum eru ótal mörg svæði sem vinna úr sjónrænum upplýsingum ...
Hvað er talnalæsi?
Talnalæsi er glöggskyggni á tölur sem koma fyrir í hversdagslegu lífi og færni í meðferð talna. Talnalæsi er ekki háð því að hafa lært mjög mikið í stærðfræði heldur að hafa sjálfstraust til að nýta kunnáttuna vel. Talnalæsi kemur meðal annars við sögu í meðferð fjármuna, og mælingu á tíma, lengd, fjarlægð, rými o...