Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 472 svör fundust
Hvað er daoismi?
Daoismi (eldri umritun: taoismi) á rætur sínar að rekja til hinna svonefndu „hundrað heimspekiskóla“ sem spruttu upp í Kína á 6.-3. öld f.Kr. sem viðbragð við upplausnarástandi og vaxandi ófriði í landinu. Þessir „hundrað“ skólar voru væntanlega ekki alveg svona margir en talan hundrað er oft notuð í kínversku til...
Hefur COVID-19 lagst harðar á karla en konur og hvað gæti skýrt það?
Fyrstu tölur um dauðsföll vegna veirunnar sem veldur COVID-19 bentu til þess að karlar væru í meiri hættu á að fá alvarlegan sjúkdóm en konur. Þetta virðist vera rétt, en ekki er vitað hvað veldur þessum mun á áhættu og hvort það er aðeins kynið sem hefur þar áhrif. Veiran sem veldur COVID-19 hefur breiðist mjö...
Í hvaða löndum eru vindmyllur?
Eins og kemur fram í svari EDS við spurningunni Hvað eru til mörg lönd í heiminum? getur verið snúið að ákveða hvað eigi að miða við þegar land er skilgreint. Oftar en ekki er þó miðað við að land sé sjálfstætt ríki og munum við gera það í þessu svari. Í áðurnefndu svari kemur fram að lönd heimsins séu 196 tals...
Hvað er sjávarskafl eða tsunami?
Hér er einnig svarað spurningunni:Er eitthvað til í því að risaflóðbylgjur sem myndast við jarðskjálfta eða skriðuföll geti náð hátt í 1000 km hraða? Ef svo er hver er þá ástæðan? Árið 1963 sammæltust vísindamenn um að nota orðið tsunami yfir langar bylgjur á yfirborði sjávar sem magnast uppi við landsteina og ve...
Hvaða dýr búa í Brasilíu og hver þeirra eru í útrýmingarhættu?
Ómögulegt er að telja upp eða fjalla um öll þau dýr sem lifa í Brasilíu í einu svari þar sem það myndi sjálfsagt fylla mörg bindi af bókum, svo mikill er fjöldinn þar. Hér verður því aðeins gerð grein fyrir fjölda tegunda í hinum ýmsu flokkum, en athyglinni síðan beint að dýrum í mikilli útrýmingarhættu. Hvergi...
Hver eru lengstu fljót í heimi?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvert er vatnsmesta fljót í heimi? Hver eru 10 lengstu fljót í heimi og hvað eru þau löng? Hvað er áin Níl löng? Aðrir spyrjendur eru: Matthías Óli, Þorbjörg Kristjánsdóttir, Ásta Rún, Gunnar Vilhjálmsson, Garðar Sveinbjörnsson, Þórunn Þrastardóttir, Sigurbjörg Helgadót...
Hvað getur þú sagt mér um Neptúnus?
Neptúnus er áttunda og ysta reikistjarnan frá sól og sú fjórða stærsta. Neptúnus er örlítið minni að þvermáli en Úranus en ögn massameiri. Þessar tvær reikistjörnur eiga margt sameiginlegt og eru oft flokkaðar sem vatnsrisarnir í sólkerfinu, á meðan Júpíter og Satúrnus eru hinir eiginlegu gasrisar. Þessu ræður fim...
Hver var Gottfried Wilhelm Leibniz og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Gottfried Wilhelm Leibniz (1646-1716) var þýskur heimspekingur og stærðfræðingur, og reyndar lögfræðingur, diplómat, sagnfræðingur og uppfinningamaður, svo eitthvað sé nefnt. Hann er þekktastur fyrir að leggja, samhliða Isaac Newton, grunninn að örsmæðareikningnum, einni hagnýtustu grein stærðfræðinnar, og gefa h...
Hversu margir væru Íslendingar ef allar þessar hamfarir hefðu ekki gengið yfir okkur frá landnámi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver væri mannfjöldi á Íslandi í dag ef ekki hefðu verið allar þessar hamfarir, fjöldaflutningur fólks til útlanda, smitsjúkdómar o.s.frv., frá landnámi? I Það er freistandi að velta vöngum yfir spurningunni um hver fólksfjöldaþróun á Íslandi hefði orðið ef engin st...
Hvað getið þið sagt mér um dýralíf í Íran?
Þeir sem eru lítt kunnugir Íran halda ef til vill að þar séu aðallega sólþurrkaðar gresjur og eyðimerkur og dýralíf því fábreytt. Þetta er ekki alls kostar rétt því í landinu er að finna nokkuð stóra og merkilega skóga sem fóstra fjölskrúðugu fánu og eins geta gróðursnauð svæði alið af sér fjölbreytt dýralíf. T...
Hvers konar tölvunarfræði er að baki rafrænu myntinni bitcoin?
Rafmyntin bitcoin og aðrar sambærilegar rafmyntir, byggja á nokkuð mörgum uppgötvunum á ýmsum sviðum tölvunarfræði og stærðfræði. Frá sjónarhóli tölvunarfræðinnar er áhugaverðast hvernig bitcoin hagnýtir sér aðferðir sem ekki hafa verið notaðar saman á viðlíka hátt áður. Einnig er athyglisvert hvernig bitcoin nýti...
Eru bleikjurnar í Þingvallavatni mismunandi tegundir eða ólíkir stofnar?
Stutta svarið er að þrjár tegundir fiska lifa í Þingvallavatni, urriði (Salmo trutta), hornsíli (Gasterosteus aculeatus) og bleikja (Salvelinus alpinus). Bleikjurnar í Þingvallavatni teljast því vera ein og sama tegundin. Hins vegar eru bleikjurnar í vatninu skilgreindar sem fjögur mismunandi afbrigði (e. morph), ...
Er rétt að loðfílar hafi verið erfðafræðilega úrkynjaðir og var útdauði þeirra óhjákvæmilegur?
Loðfílar (Mammuthus primigenius) eru eitt frægasta dæmið um útdauða tegund. Þeir eru skyldir afríkufílnum (Loxodonta africana africana) og áttu tegundirnar sameiginlegan forföður fyrir um 6,2–17,4 milljón árum*. Vísindamenn hafa náð heillegu erfðaefni úr loðfílshræjum sem varðveist hafa í sífreranum. Með nútímatæk...
Hvað er algrím og hvernig nýtist það í tölvufræði?
Algrím er forskrift eða lýsing, á einhvers konar læsilegu mannamáli, sem segir glöggum lesanda hvernig leysa megi tiltekið reiknivandamál. Reiknivandamál er þá í víðum skilningi hvert það vandamál sem felst í að vinna úr tilteknum gerðum gagna og fá önnur gögn sem niðurstöður. Al-Khowârizmî ritaði því algrím samkv...
Hvar eru mestu stríðsminjar á Íslandi?
Því er til að svara að minjar stríðs geta verið margs konar. Þær geta verið leifar bygginga, tækja og búnaðar sem tengjast herliði en þær geta líka verið leifar áhrifa hersetuliða á tungumál. Félagsleg samskipti ólíkra menningarheima, samskipti erlendra hermanna og íslensks kvenfólks sem meðal annars leiddi af sér...