Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1595 svör fundust

category-iconEfnafræði

Hvers vegna er kolum brennt í kísilverum og hvaða efnahvörf verða þá?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna er kolum brennt í kísilverum? Hvaða efnahvörf verða? Gengur kolefnið í þeim í samband við kísilinn? Er þá einhver losun á CO2? Kísilver eru hluti þess sem við nefnum orkufrekan iðnað á Íslandi. Tvö kísilver hafa verið reist á Íslandi á undanförnum árum gagngert til ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um uppruna, aldur og merkingu orðsins „tarot” og hvernig það tengist Tarotspilum?

Uppruni tarot-spila er óviss. Þau eru ýmist rakin til Arabíuskagans, Indlands eða Kína. Til Ítalíu bárust þau á 14. öld og þaðan um Evrópu. Þau voru á ítölsku kölluð tarocco, í fleirtölu tarocchi, en frá fleirtölunni er myndin tarot runnin. Tarocco á ítölsku virðist aðeins vera nafnið á spilinu eins og hjá okkur. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju heitir Ísland ekki Grænland og Grænland þá Ísland?

Alþekkt er sögnin um Hrafna-Flóka Vilgerðarson í Landnámabók sem sat í Vatnsfirði við Barðaströnd heilan vetur en kvikfé hans féll um veturinn af heyleysi. „Var vor heldur kalt. Þá gekk Flóki norður á fjöll og sá fjörð einn fullan af hafísum; því kölluðu þeir landð Ísland.“ (Íslenzk fornrit I:38-39). Ísland stóð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Við hvað er Fahrenheit-kvarðinn miðaður, hvar er hann notaður og af hverju er hann notaður þar en ekki til dæmis Selsíus-kvarðinn?

Með þessu svari er einnig svarað spurningu Arnars Sigurðar Ellertssonar: Hvað eru -40°C mörg stig á Fahrenheit? Fahrenheit-kvarðinn er núna aðeins notaður í Bandaríkjunum, annars staðar í heiminum notast menn við Selsíus-kvarðann í daglegu lífi en Kelvin-kvarðann í vísindum, sjá lok svarsins. Erfitt er að segja...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða tölva er öflugust eins og er og hve öflug er hún?

Samkvæmt lista sem Mannheim- og Tennessee-háskólarnir gefa út er bandarísk tölva sem nefnist ASCI Red öflugasta tölva heims í júní 2000. Hún er með 9632 stykki af Pentium II Xenon 333 MHz örgjörvum, 606 GB innra minni og 12,5 TB diskpláss. Mannheim-háskóli og Tennessee-háskóli gefa út tvisvar á ári lista ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær er birting þessa dagana og sólarupprás?

Í dag, 22. ágúst árið 2000, var birting í Reykjavík klukkan 4:42 og sólarupprás klukkan 5:41. Báðar þessar tímasetningar færast núna um 3-4 mínútur á dag fram eftir morgninum. Sólarlag verður klukkan 21:18 og myrkur klukkan 22:16. Þær tímasetningar færast ívið hraðar núna eða yfirleitt um 4 mínútur á dag aftu...

category-iconFélagsvísindi

Er anarkismi pólitísk stefna? Ef svo er, hvernig þá?

Hugtakið anarkismi, eða stjórnleysisstefna, er í stjórnmálafræði notað yfir þá hugsjón að samfélagið geti, og skuli, stjórnast án miðstýrðs ríkisvalds. Stjórnleysi í þessum skilningi felur ekki í sér fullkomið skipulagsleysi eða upplausn, heldur hitt að skipulagið sé að öllu leyti sjálfsprottið. Þannig merkir grís...

category-iconStærðfræði

Voru víkingarnir með tölukerfi?

Spurning Veigars hljóðaði svona: Voru víkingarnir með tölukerfi? Ef svo er hvernig var það? Víkingaöld er tímabil í sögu Norður-Evrópu sem nær frá árinu 793 til 1066. Víkingaöldinni er oft skipt í þrjú tímaskeið. Miðskeiðið 850 – 1000 er kennt við landnám norrænna manna. Ísland var numið af víkingum á níund...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er sauðlaukur sem Sauðlauksdalur er kenndur við?

Sauðlauksdalur er fyrrum prestssetur í Rauðasandshreppi í Vestur-Barðastrandarsýslu. Í kirknatali Páls Jónssonar biskups frá því um 1200 er staðurinn aðeins nefndur Dalur: Kirkja í Dal (Ísl. fornbréfasafn XII, 13). Í Prestssögu Guðmundar góða frá fyrri hluta 13. aldar er nafnmyndin Sauðlausdalr (Sturlunga saga I, ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru sígarettur skaðlegri en vindlar, pípa eða munntóbak?

Upphaflega voru spurningarnar þrjár og hljóðuðu svo: Hvort eru sígarettur eða vindlar hættulegri?Hefur verið athugað hvort það sé skaðlegra að reykja sígarettur en pípu?Er „hollara“ að taka í vörina frekar heldur en að reykja?Þegar fjallað er um skaðsemi tóbaksnotkunar er oftast talað um reykingar og þá yfirleit...

category-iconLæknisfræði

Hvað gerir geislafræðingur?

Árið 2001 var tekið í notkun starfsheitið geislafræðingur og kom það í stað gamla starfsheitisins „röntgentæknir“. Þykir nýja starfsheitið lýsa starfinu betur þar sem notkun röntgengeisla skiptir ekki jafn miklu í starfi geislafræðinga og áður. Rannsóknaraðferðum geislafræðinga hefur fjölgað og tækni á borð við ó...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvar var Persía og af hverju er hún ekki lengur til?

Persía er annað nafn yfir það land sem nú kallast Íran. Í landinu var fylki sem hét Pars, eða Persis. Jafnvel þótt íbúar landsins hefðu ávallt notað heitið Íran fóru aðkomumenn, svo sem Grikkir, smám saman að yfirfæra nafn fylkisins yfir á landið sjálft. Á árunum 648-330 f. Kr. stækkaði veldi Persa óðfluga og ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Átti Skafti heima í Skaftafelli?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Nú er ég úr Vestur-Skaftafellssýslu og hef stundum velt fyrir mér öllum þessum heitum tengdum við "Skafta" (t.d. Skaftá) og að þetta gríðarlega landflæmi sem Vestur og Austur-Skaftafellssýsla tilheyrir. Var Skafti maður sem átti heima í Skaftafelli? Eða er átt við eitthvað landfræ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir nafnorðið „skotta”? Hvað er til í íslensku af orðum sem tengjast hári?

Orðið skotta er einkum notað sem heiti á kvendraugum og þekkist allt frá 18. öld. Þó er skotti til sem nafn á karldraug en er miklu fátíðara en skottuheitið. Í þjóðsögum kemur fram sú trú að höfuðbúnaður skottunnar hafi ráðið heitinu. Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar má til dæmis finna þessi dæmi:Draga kvenndraugar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru til sérstakar reglur um umritun íslenskra stafa yfir á önnur tungumál?

Í staðlinum Upplýsingatækni – íslenskar kröfur ÍST 130:2004:12 frá Staðlaráði Íslands stendur um þetta:Íslensku skal að jafnaði rita með íslenskum bókstöfum. Ef tiltækur búnaður leyfir það ekki má hafa þetta til viðmiðunar: Upprunalegur stafur Staðgengill á/Á a...

Fleiri niðurstöður