Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1004 svör fundust
Hvers konar veður er yfirleitt á sumardaginn fyrsta?
Dagarnir frá 20. apríl eða svo, til um það bil 10. maí, eru sá hluti ársins þegar norðaustanátt er hvað tíðust á landinu og loftþrýstingur hæstur. Slíku veðri fylgir gjarnan þurr næðingur syðra, oft með sólskini, en dauft veður með smáéljahraglanda nyrðra. Mjög bregður þó út af í einstökum árum. Hæsti hiti sem ...
Hvað eru margir kosningabærir Íslendingar í dag?
Allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og eiga lögheimili hér á landi eiga rétt á að kjósa í kosningum til Alþingis og í forsetakosningum. Íslenskir ríkisborgarar sem flutt hafa til útlanda halda þessum rétti í átta ár frá því að þeir flytja lögheimili af landinu og lengur ef sótt er um ...
Hvað er steppa?
Þurrlendi jarðar er skipt í svæði eftir því hvaða gróður er þar mest áberandi. Svæðin kallast gróðurbelti. Steppa sem einnig kallast gresja er eitt af gróðurbeltum jarðar. Gresjur eru mjög stór, tiltölulega flatlend svæði, slétta, þar sem gras er ríkjandi gróður en nær engin tré. Í Rússlandi og ríkjum Mið-Asíu...
Hver eru einkenni eistnakrabbameins og hvernig er hægt að ganga úr skugga um að um eistnakrabba sé að ræða?
Eistnakrabbamein er algengasta illkynja mein í ungum karlmönnum. Um 7.400 ný tilfelli voru greind í Bandaríkjunum árið 2000. Tíðni þessa krabbameins hefur farið vaxandi undanfarna áratugi en ástæður þessarar aukningar eru óþekktar. Karlmenn geta fengið krabbamein í eistu á hvaða aldri sem er. Hinsvegar er al...
Er það satt að árásum hvíthákarla og annarra hákarla sé að fjölga við strendur Ástralíu?
Já, árásum hákarla á menn við strendur Ástralíu hefur fjölgað marktækt hin seinni ár. Á tímabilinu 1991 til 2000 voru að meðaltali 4,7 hákarlaárásir á ári við Ástralíu en á árunum 2001 til 2008 var meðaltalið komið upp í 8,9 árásir á ári. Samhliða hefur dauðsföllum af völdum hákarla fjölgað, en þó ekki í sama hlut...
Er hægt að losna við möl eða egg flugunnar með því að frysta flíkina?
Til eru nokkrar tegundir fiðrilda sem í daglegu tali eru kallaðar mölflugur. Sumar lifa á matvælum en aðrar frekar á ullar- og skinnavöru. Mölur er ekki eins algengt vandamál og áður fyrr, aðallega vegna þess að fatnaður nú til dags er yfirleitt úr öðrum efnum en mölurinn þrífst á. Fatamölur eða guli fatamölurinn...
Við félagarnir ætlum að ganga umhverfis landið. Hvað verðum við lengi á leiðinni ef við göngum 7 klukkustundir á dag?
Það er vel gerlegt að ganga hringinn í kringum Ísland og hefur það verið gert. Árið 1985 gekk Reynir Pétur Ingvarsson, íbúi á Sólheimum í Grímsnesi, kringum landið og var gangan farin til þess að safna áheitum til byggingar íþróttaleikhúss á Sólheimum. Reynir Pétur lagið af stað frá Selfossi þann 25. maí og lauk h...
Hver var Elísabeta Hevelius og hvert var hennar framlag til stjörnufræðinnar?
Elisabeth Catherina Koopmann Hevelius (1647-1693) var þýsk-pólskur stjörnufræðingur og önnur eiginkona stjörnufræðingsins fræga Jóhannesar Heveliusar (1611-1687). Hún hefur stundum verið kölluð fyrsti kvenkyns stjörnufræðingurinn en hvort sem svo er eða ekki þá birtist hún að minnsta kosti fyrst kvenna á mynd við ...
Við hvaða Bárð er Bárðarbunga kennd?
Bárðarbunga er hæsta fjall á Íslandi utan Öræfajökuls. Hæð þess hefur löngum verið talin um 2000 metrar yfir sjávarmáli en í bókinni Jöklar á Íslandi eftir Helga Björnsson frá 2009 kemur fram að hæðin er 2009 metrar. Bungan rís hátt í 1000 metra yfir umhverfi sitt. Undir bungunni er mikil askja með allt að 800 met...
Hvað hefur vísindamaðurinn Jóhanna Einarsdóttir rannsakað?
Jóhanna Einarsdóttir er prófessor í menntunarfræðum ungra barna og forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Jóhanna er brautryðjandi í rannsóknum á menntunarfræðum ungra barna á Íslandi. Rannsóknir hennar hafa meðal annars beinst að samfellu í námi barna, gildum í leikskólastarfi og sjónarmiðum barna. Ranns...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ágúst Valfells rannsakað?
Ágúst Valfells er prófessor við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann leggur aðallega stund á rannsóknir í rafeðlisfræði, en einnig á sviði orkumála. Rannsóknir Ágústar í rafeðlisfræði hafa einkum snúið að hegðun rafeindageisla og að ákveðinni gerð ómandi afhleðslu (e. multipactor) í örbylgjurás...
Hvaða rannsóknir hefur Gunnþórunn Guðmundsdóttir stundað?
Gunnþórunn Guðmundsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknarsvið hennar er einkum samtímabókmenntir frá ýmsum löndum og hefur hún rannsakað og kennt námskeið um sjálfsævisöguleg skrif af ýmsum toga; allt frá bernskuminningum rithöfunda til sjálfstjáningar á samfélagsmiðlum. Minn...
Hvað hefur vísindamaðurinn Hrafn Loftsson rannsakað?
Hrafn Loftsson er dósent í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík (HR) og meðlimur í Gervigreindarsetri og Mál- og raddtæknistofu HR. Rannsóknir Hrafns eru á sviði máltækni sem er rannsóknar- og þróunarsvið hvers markmið er að þróa búnað sem getur unnið með og skilið náttúruleg tungumál og stuðlað að notkun þeirr...
Hvaða rannsóknir hefur Börkur Hansen stundað?
Börkur Hansen er prófessor við Deild kennslu- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni hans í kennslu og rannsóknum eru þættir sem tengjast skólastjórnun, svo sem hlutverkum stjórnenda, stefnumörkun, forystu, stjórnskipulagi, breytingum og þróun, starfsháttum, stofnanamati og flei...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Gunnarsdóttir rannsakað?
Rannsóknarsvið Sigrúnar Gunnarsdóttur snýr að velferð starfsfólks með áherslu á starfsumhverfi, samskipti, stjórnun og forystu. Sigrún er hjúkrunarfræðingur og starfaði fyrst í heilsugæslu og síðar hjá heilbrigðisráðuneyti og landlæknisembætti sem verkefnisstjóri heilsueflingar. Í framhaldi af starfi á vettvangi h...