Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 223 svör fundust
Geta Þjóðverjar, Austurríkismenn og þýskumælandi Svisslendingar skilið hverjir aðra vandræðalaust?
Stutta svarið við spurningunni er já, Þjóðverjar, Austurríkismenn og þýskumælandi Svisslendingar eiga að geta skilið hverjir aðra án vandræða þegar þeir tala það sem nefnt er háþýska eða staðalþýska. Staðalþýska er nefnd Standarddeutsch eða Bundesdeutsches Hochdeutsch í Þýskalandi, Österreichisches Deutsch í Au...
Hver er munurinn á kalífa, kóngi og keisara?
Kalífi var upphaflega heiti andlegs leiðtoga múslima. Í dag er sá kallaður kalífi sem er veraldlegur valdsmaður sem er talinn þiggja vald sitt frá Allah en svo nefnist guð múslima. Fyrsti kalífinn nefndist Abu Bakr og var tengdafaðir Múhameðs spámanns. Á arabísku merkir orðið kalífi: sá sem kemur í stað einhve...
Hvers vegna voru hafðar galdrabrennur hér í gamla daga?
Svar þetta er skrifað með unga lesendur í hugaGaldrabrennurnar í gamla daga helguðust af því að fólk hugsaði of mikið um djöfulinn og það óttaðist að hann væri að ná tökum á mannfólkinu. Þetta sagði að minnsta kosti Brynjólfur Sveinsson, biskup í Skálholti, í bréfi sem hann skrifaði einum af prestum landsins árið ...
Geturðu sagt mér eitthvað um Andorra?
Andorra er smáríki sem liggur á milli Frakklands og Spánar. Höfuðborg þess er Andorra la Vella. Landið er aðeins 468 km2 að flatarmáli, meira en 200 sinnum minna en Ísland. Andorra er fjalllent, enda er landið í miðjum Pýreneafjöllunum. Vetur eru snjóþungir, en sumur eru yfirleitt mild. Íbúar Andorra eru um 70....
Hvað getið þið sagt mér um Jóhannes Kalvín?
Jóhannes Kalvín (Jean Calvin, 1509–1564) var samtímamaður Marteins Lúthers (1483–1546) en þó kynslóðinni yngri og siðaskiptafrömuður eins og Lúther. Kalvín var Frakki en Lúther Þjóðverji. Þá skiptir og máli að Kalvín var af borgarastétt en Lúther af bændaættum. Bakgrunnur Kalvíns skiptir miklu máli fyrir störf ...
Í hversu mörgum löndum búa kristnir menn?
Spurningin „Í hversu mörgum löndum búa kristnir menn?“ er flóknari en virðist fljótt á litið. Hvað er til dæmis átt við með lönd? Eru það sjálfstæð þjóðríki/þjóðlönd eða landssvæði sem byggð eru ákveðnum þjóðum, þjóðarbrotum eða þjóðflokkum? Þá er líka torvelt að vita hvað átt er við með sögninni að búa? Er át...
Hver var Súliman mikli?
Súliman 1. mikli (um 1494-1566) var Tyrkjasoldán frá 1520 til dauðadags. Á hans valdatíma réð Tyrkjaher yfir öflugasta flota Miðjarðarhafs. Súliman mikli var tíundi soldán Tyrkjaveldis (Ósmanska veldisins) en valdaskeið þess var frá 1299 til 1922 og blómatíminn á 16. og 17. öld. Í valdatíð Súlimans mikla lagði ...
Getið þið útskýrt fyrir mér hvernig landsþingin fjögur í Bretlandi virka?
Hið sameinaða konungsríki Stóra-Bretlands og Norður-Írlands, hér eftir nefnt Bretland, samanstendur af Englandi, Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. Breska þingið, sem staðsett er í Westminster-þinghúsinu í London, setur ríkinu lög og ákveður skatta og álögur. Þingið starfar í tveimur deildum og skiptist í neðri d...
Hvernig er hægt að kenna lýðræði í skólum? Geta skólar verið lýðræðislegir?
Stutta svarið við fyrri spurningunni gæti verið: Skólar geta kennt lýðræði með því að vera lýðræðislegir. Í skólasamhengi er ýmist litið á lýðræði sem markmið – skólinn á að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi – eða sem einkenni á starfsháttum skólans – daglegt starf á að mótast af „lýðræðislegu s...
Hvað gerir forseti Íslands og hvaða völd hefur hann?
Hver forseti mótar embættið eftir eigin höfði. Það þarf hann þó að gera innan þeirra marka sem stjórnarskrá, venjur og jafnvel tíðarandi setja honum. Starfssviði og völdum forseta má í grófum dráttum skipta í sex hluta: Formlegt hlutverk í stjórnskipun. Vald til synjunar laga. Pólitískt áhrifavald. Landkynning...
Hvað getið þið sagt mér um Fönikíumenn?
Fönikíumenn voru afkomendur Kananíta sem höfðu búið á landsvæði Kananlands frá því 3000 árum f.Kr. Fönikískar borgir byrjuðu að myndast í kringum 1500 f.Kr. og í kringum 1200 f.Kr. fengu Fönikíumenn sjálfstæði frá Egyptum. Þrátt fyrir að talað sé um Fönikíu sem land og Fönikíumenn sem þjóðflokk þá eru hvergi he...
Hver er Judith Butler og hvert er hennar framlag til fræðanna?
Judith Butler er bandarískur heimspekingur sem hefur haft mikil áhrif á fræði og kenningar innan félags- og hugvísinda. Hún er jafnan talin ein af upphafsmönnum hinsegin fræða (e. queer theory). Rit hennar Kynusli (e. Gender Trouble) markaði straumhvörf í hugmyndasögu femíniskra kenninga vegna þeirrar gagnrýni á s...
Hver var Rousseau og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Óhætt er að telja Jean-Jacques Rousseau í hópi þeirra hugsuða síðari tíma sem hafa haft mest áhrif á heim hugmyndanna og framgang sögunnar. Rousseau var margbrotinn persónuleiki, að mörgu leyti ímynd hins þjakaða snillings. Ævisaga hans er á köflum ævintýri líkust og verkin sem hann lét eftir sig bera í senn vott ...
Hver hefur mesta valdið í lýðræði?
Þetta er mjög viðamikil spurning sem best er að svara í nokkrum skrefum. Fyrst er það að segja að lýðræði er stjórnarform sem hvílir á þeirri sannfæringu að valdið til að stjórna ríkinu eigi uppruna sinn hjá almenningi. Það þýðir þó ekki að almenningur fari með stjórn landsins frá degi til dags. Þess í stað veita ...
Hver er spurningin sem tilvist okkar er svar við?
Nauðsynlegt er að byrja umræðu um þetta með því að gera sér ljóst að spurning er texti og svar við spurningu er líka texti. Eins og fram kemur í svari Erlendar Jónssonar við spurningunni Er þetta spurning? þá er spurning í rauninni beiðni um upplýsingar og svarið felst í að veita umbeðnar upplýsingar. Spurning er ...