Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1026 svör fundust
Hvað er gorgeir í máltækinu að vera haldinn gorgeir?
Ekkert bendir til að gorgeir sé upprunalega mannsnafn. Að minnsta kosti hefur enginn fundist með því nafn í heimildum, fornum eða nýrri. Orðið þekkist að minnsta kosti frá 17. öld og kemur fyrir í íslensk-latneskri orðabók Guðmundar Andréssonar sem kom út í Kaupmannahöfn 1683. Guðmundur skýrði merkinuna með la...
Hvernig eltir maður einhvern á röndum?
Öll spurninginn hljóðaði svona: Hvað merkir það að elta einhvern á röndum? Er eitthvað vitað um uppruna þess? Orðasambandið að elta einhvern á röndum merkir að ‘elta einhvern hvert sem hann fer, vera sífellt á hælum einhvers’. Það þekkist frá síðari hluta 19. aldar. Rönd merkir ‘brún, jaðar; rák’ og í fornu...
Hvaðan kemur vatn jarðar?
Vatn jarðar kemur einkum úr gosgufum sem losnað hafa í eldgosum, en dæmigerðar gosgufur eru um 85% vatn. Fjallað er um uppruna vatns jarðar í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvaðan kom hafið?...
Hvað er átt við með leiðni í ám?
Með leiðni er hér átt við rafleiðni, það er að segja mælikvarða á það hversu vel efni leiðir rafstraum. Leiðni efnis má til dæmis finna með því að setja tvö rafskaut í efnið með tiltekinni fjarlægð, hafa tiltekna spennu milli þeirra og mæla strauminn. Leiðni vatns segir til um styrk uppleystra rafhlaðinna efna ...
Hver er uppruni listarinnar?
Þessari stóru spurningu er ekki auðsvarað í stuttu máli, ef reynt er að skoða málið frá fleiri en einni hlið eins og því hæfir. Frá sögulegu sjónarmiði verður upphaf listarinnar ekki tímasett eins og hver annar merkisatburður, svo sem fundur Vínlands, eða tilkoma einhverrar tækninýjungar, svo sem atómsprengjunnar...
Hver er uppruni fermingarinnar?
Fermingin er eins konar ungmennavígsla og sem slík er hún sennilega jafn gömul mannlegu samfélagi. Félagshópar, fjölskyldur og þjóðfélög aðgreina stöðu og hlutverk einstaklinga á margvíslegan hátt með siðum og venjum til þess að tryggja félagslega reglu og samhæfða verkaskiptingu. Unglingavígslan tengist kynþroska...
Hver er uppruni nashyrninga?
Nashyrningar (Rhinocerotidae) tilheyra ættbálki staktæðra hófdýra (Perissodactyla) ásamt hestum (Equidae) og tapírum (Tapiridae). Áður voru ættirnar mun fleiri og má því segja að þessi forni ættbálkur spendýra megi muna fífil sinn fegri. Steingervingasaga nashyrninga er sæmilega vel þekkt og því hafa vísindame...
Hver er uppruni jólakattarins?
Ekki er til neitt einfalt og öruggt svar við þessari spurningu en það er einmitt það sem gerir jólaköttinn svo dularfullan og áhugaverðan. Aftur á móti eru til ýmsar heimildir sem gefa okkur vísbendingar um hvaðan þessi skepna gæti verið komin. Jólakötturinn er einn af mörgum svipuðum jólavættum sem þekkst hafa...
Hver er uppruni snáka?
Steingervingasaga snáka er ákaflega illa þekkt. Bein þeirra eru mjög þunn og hafa varðveist illa í jarðlögum og því eru margar eyður í þróunarsögu snáka. Vísindamenn hafi þó lagt mikla vinnu í að reyna að átta sig á þróunarsögu þessa áberandi hóps skriðdýra. Einkum hafa þeir notast við samanburðarannsóknir á líffæ...
Hvað er yfirborðsspenna?
Taktu málningarpensil, dýfðu honum í vatn og dragðu hann síðan upp aftur. Þá sérðu að hárin á honum loða saman; nú fyrst má draga með honum fínar línur. Sams konar fyrirbæri sést þegar maður með úfið hár bleytir það þannig að það klessist niður. Oft er sagt að hárin loði saman vegna þess að þau séu blaut. Ef h...
Hvað merkir að kaga, samanber orðið Kögunarhóll?
Orðið kaga merkir 'skyggnast um, horfa yfir'. Kögunarhóll er þess vegna hóll sem gott að fara upp á til að skyggnast um. Í Íslenskri orðsifjabók er sagt að uppruni orðsins sé óljós. Hugsanlega er það skylt sögninni kóka sem merkir samkvæmt sömu bók 'gægjast, rísa og litast um, voka yfir, standa rétt upp úr vatn...
Hvernig myndast aska?
Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni: Hvað er gosaska? kemur fram að gosaska sé fínkornótt mylsna. Enn fremur segir: Askan myndast þegar glóandi bráð freyðir og sundrast við það að eldfjallagufur, einkum vatn, losna úr bráðinni og þenjast út við þrýstilétti, líkt og koltvísýringur í gosflösku þegar tap...
Hvaðan kemur vatnið sem veldur sprengingum í gígnum í Geldingadölum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Það er sagt að það sé vatn sem gerir að verkum, að hraun spýtist með sprengingum úr gígnum í Geldingadölum! Er þetta „eldgamalt vatn“, eða eru þetta efnahvörf vetnis og súrefnis á leiðinni að yfirborði? Góð spurning, en vatn myndast aldrei í bráð með þessum hætti, efna...
Af hverju er vatn vökvi við stofuhita en vetni og súrefni lofttegundir?
Vatn hefur sameindaformúluna (e. molecular formula) H2O. Bókstafurinn H stendur fyrir vetni og O fyrir súrefni. Vatn er því samsett úr einni súrefnisfrumeind og tveimur vetnisfrumeindum. Bygging vatnssameindarinnar sést hér á myndinni fyrir neðan, hvor vetnisfrumeind binst súrefnisfrumeindinni með einu efnatengi o...
Af hverju er vatn glært?
Til þess að svara þessari spurningu þurfum við fyrst að átta okkur betur á hugtökunum glær og litlaus. Hlutir sem við sjáum í gegnum köllum við glæra eða gegnsæja. Vatn, gler og margar plasttegundir eru dæmi um gegnsæja hluti. Hlutir sem hafa engan lit köllum við litlausa. Rúður, plastpokar og mörg ílát úr plasti ...