Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 519 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hver er svartsýnasti heimspekingur allra tíma?

Það er getur reynst virkilega áhugavert að velta því fyrir sér hvaða heimspekingur í sögunni telst svartsýnni, eða pessimískari, en aðrir. Ein ástæða þess er að heimspekileg hugsun, eða gagnrýnin hugsun, er iðulega – að minnsta kosti á yfirborðinu – andstæð þeirri jákvæðu hugsun sem við kennum stundum við bjartsýn...

category-iconTrúarbrögð

Hvenær kemur Guð aftur til jarðar?

Það er trú kristinna manna að Jesús muni koma aftur "til að dæma lifendur og dauða" eins og segir í trúarjátningunni. Það merkir að við trúum því að Guð muni láta vilja sinn með heiminn verða að lokum, láta allar bænirnar í Faðirvorinu rætast. Jesús er sá sem uppfyllti í sínu lífi allan Guðs vilja og gerði það fyr...

category-iconTrúarbrögð

Hvernig getur guð verið pabbi Jesús ef María mey og Jósef fæddu hann?

Þegar lögð er áhersla á að Jesús sé sonur Guðs er átt við að hann hafi verið í sérstöku og nánu sambandi við Guð sem líkja má við samband barns og föður. Samkvæmt kristinni trú var samband Jesú við Guð mun nánara en annarra. Þess vegna var talað um hann sem einkason Guðs eða einfæddan son hans. María er kölluð mey...

category-iconTrúarbrögð

Hvernig varð Guð til?

Hér er einnig svarað spurningum Ásláks Ingvarssonar, Lindu Guðjónsdóttur, Stefáns Freys Stefánssonar, Lilju Guðmundsdóttur, Dags Torfasonar, Ingu Jónu Kristjánsdóttur og Jóhönnu Kristínar Gísladóttur sama efnis. Guð væri ekki Guð ef hann hefði einhvern tímann orðið til líkt og ég eða þú. Þá væri hann maður, dýr...

category-iconVísindi almennt

Í tölvuleiknum Half-Life er manni stjórnað gegnum tilraunastöð í Nýju-Mexíkó. Er hún virkilega til, þessi stöð?

Nei, hún er ekki til í venjulegum skilningi þeirra orða. Þessi stöð sem kölluð er Black Mesa (Svart borð) í PC-leiknum Half-Life, er ekki til. Í leiknum er augljóslega gefið í skyn að Black Mesa sé sams konar stöð og Area 51, en hér má finna svar Hrannars Baldurssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni E...

category-iconVísindi almennt

Af hverju er því haldið fram að allt sem vísindin eru ekki búin að sanna að sé til, sé ekki til?

Spurningin hljóðar svo í fullri lengd: Af hverju er því haldið fram að allt sem vísindin eru ekki búin að sanna að sé til, sé ekki til? Til dæmis sögðu vísindamenn einu sinni að breiðnefur væri ekki til, en svo var komið með breiðnef beint fyrir framan nefið á þeim. Til að svara þessari spurningu þurfum við ...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er heilög þrenning og við hvað er átt?

Samkvæmt kristinni trúarjátningu er Guð samfélag föður og sonar og heilags anda í einum guðdómi og þetta samband eða samfélag í Guði nefnist þrenning eða heilög þrenning. Íslenska orðið þrenning er þýðing á latnesku orði trinitas sem var mótað á 2. öld eftir Krist. Þrenningarkenningin sjálf var síðan mótuð á 4. öl...

category-iconHeimspeki

Er hægt að rökstyðja allt?

Rök eða röksemdafærslur eru ástæður sem við gefum fyrir því að fallast á tiltekna fullyrðingu, sem við getum kallað niðurstöðu röksemdafærslunnar. Í svari sínu við spurningunni Hvað eru skynsamleg rök? segir Erlendur Jónsson: Nú er gerður greinarmunur á tvenns konar röksemdafærslum, annars vegar afleiðslu, þar se...

category-iconSálfræði

Eru einhverjar sannanir um tilvist drauga og annarra slíkra anda?

Allar sögur af draugum eru atvikasögur, sögur af einstökum tilvikum. Draugasögur hafa tilhneigingu til að skreppa saman þegar menn ætla sér að beisla fyrirbærin með vísindalegri aðferð. Draugar gera ekki vart við sig reglulega í einhverju tilteknu orsakasamhengi. Engar óvéfengjanlegar vísindarannsóknir benda til t...

category-iconTrúarbrögð

Hvernig útskýra kirkjunnar menn Adam og Evu út frá þróunarkenningunni?

Vísindi og kristin trú eru án efa þær stofnanir vestrænnar menningar sem mest áhrif hafa haft á þróun hennar undanfarnar aldir. Því hefur hins vegar löngum verið haldið fram að grundvallarágreiningur hafi ríkt milli þessara stofnana síðan katólska kirkjan dæmdi Galíleó (1564-1642) í stofufangelsi fyrir að aðhyllas...

category-iconTrúarbrögð

Er það rétt í Da Vinci lyklinum að á kirkjuþingi hafi verið kosið um hvort Jesús væri dauðlegur maður eða heilagur?

Það er rétt að árið 325 var haldið kirkjuþing í bænum Níkeu í Litlu-Asíu sem kallað var saman til þess að kveða niður deilur í kirkjunni um samband Jesú og Guðs. Hins vegar er það ekki rétt sem fram kemur í bókinni um Da Vinci lykilinn að fram að þeim tíma hafi „fylgismenn Jesú litið svo á að hann væri dauðlegur s...

category-iconHeimspeki

Hver er meginmunurinn á hugtökunum verund og engu?

Hugtökin verund (e. being) og neind (e. nothingness) eru ein og sér svo almenns eðlis að þau koma fyrir með einum og öðrum hætti í vel flestum verkum heimspekisögunnar. Þá tengjast þessi andstæðu hugtök öðrum aldagömlum hugtökum eins og sýnd/reynd, satt/ósatt og rétt/rangt. Nú orðið er talað um sérstaka grein heim...

category-iconHeimspeki

Er tími í raun og veru til?

Til að sjá hvort tími er til verðum við fyrst að athuga hvað tími er. Tíma má sjá sem margt í senn. Hægt er að sjá hann sem tæki til að mæla breytingar og einnig sem framfarandi runu augnablika í þræði. Hægt er að sjá tíma sem sandkorn í stundaglasi þar sem framtíðin fellur í augu okkar en fortíðina má sjá sem hrú...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er búið að afsanna afstæðiskenninguna með hraðeindum?

Svarið er í stuttu máli tvíþætt. Í fyrsta lagi er alls ekki líklegt að hraðeindir séu til og engar vísbendingar um það þó að sumir hafi viljað bollaleggja um þær. Í öðru lagi er engan veginn sjálfgefið að tilvist þeirra mundi breyta neinu um möguleika okkar á að koma hlutum í kringum okkur upp fyrir ljóshraða. ...

category-iconHeimspeki

Hver setti fram þá tilgátu að hreyfing væri ekki til? Er hún sönn?

Þá tilgátu að ekkert geti hreyfst má rekja til Parmenídesar frá Eleu, sem var grískur heimspekingur á fimmtu öld fyrir Krist. Parmenídes setti kenningu sína um að hreyfing og raunar öll breyting væri ómöguleg fram í löngu kvæði sem enn er varðveitt að hluta. Og þótt kenningin gangi í berhögg við daglega reynslu al...

Fleiri niðurstöður