Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 183 svör fundust
Af hverju verðum við ástfangin? - Myndband
Í stuttu máli er þörfin og hæfileikinn til að verða ástfanginn manneskjunni eðlislægur. Forsendur hvers einstaklings eru þó misjafnar hvað varðar hvort tveggja. Þessar forsendur eru félagslegar, persónulegar, tilfinningalegar, kynferðislegar og taugalíffræðilegar. Hæfileikinn til að verða ástfanginn af annarri ...
Hvað vitið þið um Atla Húnakonung?
Atli Húnakonungur var síðasti og voldugasti konungur Húna, sem upphaflega komu frá Asíu. Hann fæddist líklega árið 406 og var krýndur konungur árið 434. Í fyrstu stjórnaði hann ríkinu ásamt bróður sínum, Bleda, en Atli myrti hann árið 435 og ríkti eftir það einn allt þar til hann dó sjálfur árið 453. Undir stjórn ...
Hversu sönn er sagan af því að Einar Ben hafi selt norðurljósin?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Oft heyrir maður og les að Einar Ben hafi ýmist selt eða reynt að selja norðurljósin. Hversu 'sönn' er þessi saga og hvaða heimildir eru til um þetta? Á Vísindavefnum er til fjöldi svara um norðurljós enda ljóst að margir hafa áhuga á að vita sem mest um þau. Norðurljó...
Hverjar eru hugmyndir Platons um eðli og hlutverk karla og kvenna?
Þegar haft er í huga að heimspeki vestrænnar menningar hefur verið sögð lítið annað en “neðanmálsgreinar við heimspeki Platons” (A. N. Whitehead) er ekki að undra að hugmyndir Platons um kynin hafi í ríkum mæli mótað skilning okkar á hlutverkum kynjanna. Í heimspeki Platons er að finna tvíhyggju hins karllega og h...
Hverjar eru helstu rökvillurnar og hvernig er best að forðast þær?
Allt frá því að Aristóteles samdi ritið Spekirök (Sophistici elenchi) á 4. öld f.Kr. hefur tíðkast meðal rökfræðinga að gera grein fyrir helstu rökvillum. Sennilega er besta leiðin til að forðast rökvillur einfaldlega að kynna sér þær og gefa sér tíma til að fara vandlega yfir eigin röksemdafærslur. Það eru mar...
Ef Sókrates væri uppi á okkar tímum, væri hann þá ekki bara iðjuleysingi og ónytjungur?
Vafalaust myndu einhverjir líta á heimspekinginn Sókrates (470-399 f.Kr.) sem ónytjung væri hann uppi í dag, enda gerðu það margir fyrir 2400 árum í Grikklandi. Okkur er ekki kunnugt um að hvítskeggjaður öldungur hafi sést nýlega í hvítum kyrtli og sandölum, sprangandi um Ingólfstorg, umkringdur ungum mönnum með b...
Hvað var að gerast í leikhúslífi Íslendinga um 1918?
Fullveldisárið 1918 var um margt heldur litlaust þegar horft er til leiklistar á Íslandi. Með einni undantekningu, leikritinu Landafræði og ást eftir Björnstjerne Björnson, voru uppfærslur Leikfélags Reykjavíkur á árinu allt verk sem félagið hafði sýnt áður. Fyrsta frumsýning ársins var Heimilið eftir Hermann Sude...
Hver setti fram þá tilgátu að hreyfing væri ekki til? Er hún sönn?
Þá tilgátu að ekkert geti hreyfst má rekja til Parmenídesar frá Eleu, sem var grískur heimspekingur á fimmtu öld fyrir Krist. Parmenídes setti kenningu sína um að hreyfing og raunar öll breyting væri ómöguleg fram í löngu kvæði sem enn er varðveitt að hluta. Og þótt kenningin gangi í berhögg við daglega reynslu al...
Hver var Jane Austen og hvaða bækur skrifaði hún?
Enska skáldkonan Jane Austen fæddist 16. desember 1775 í smábænum Steventon í norðurhluta Hampshire. Hún var dóttir prestsins George Austen og konu hans Cassöndru sem eignuðust 8 börn. Eina systir Jane, Cassandra, var hennar besti vinur og lífsförunautur en hvorug þeirra giftist. Austen byrjaði 11 ára gömul að skr...
Er hægt að brjóta náttúrulögmál?
Nei, það er ekki hægt að brjóta náttúrulögmál. Það er einfaldlega í eðli slíkra lögmála að þau verða ekki brotin. Til að átta okkur á þessu þurfum við að byrja á því að skilja hvað náttúrulögmál eru. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hver er munurinn á kenningu og lögmáli? eru lögmál kenningar sem lýs...
Hvers vegna er latneski texti jólaguðspjallsins stundum "sem hann hefur velþóknun á" en annars "sem hafa góðan vilja"?
Í latnesku biblíuþýðingunni Vulgata, sem er meðal elstu og frægustu biblíuþýðinga, er síðari hluti englasöngsins á jólanóttina samkvæmt Lúkasarguðspjalli (2.14) svona: et in terra pax hominibus bonae voluntatis, sem þýðir orðrétt „og friður á jörðu til handa mönnum góðs vilja.“ Latneska textann hafa menn gjarna sk...
Hvers konar þekking er öruggust?
Eins og fram kemur í svar Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni Hvað er þekking? er orðið „þekking“ margrætt og þar að auki er umdeilt meðal þekkingarfræðinga (það er heimspekinga sem fjalla um eðli og uppsprettur þekkingar) hvernig eigi að skilgreina hugtakið og hversu margar gerðir þekkingar eru. Sum...
Hvað getið þið sagt um heimspekinginn Simone Weil?
Franski heimspekingurinn og baráttukonan Simone Weil (1909-1943) var dóttir læknisins Bernards Weils og konu hans Salomea sem vann alla tíð þétt við hlið manns síns og var vel að sér í læknisfræði. Á æskuheimilinu var mikið lagt upp úr menntun og sá Salomea um nám barna sinna tveggja, Simone og André sem bæði voru...
Hvað er Plútó þungur?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hvað er einhyggja og tvíhyggja? Hvers vegna eru þær svo fyrirferðarmiklar í sögunni?
Hugtökin einhyggja og tvíhyggja hafa verið notuð til að flokka heimspekilegar kenningar. Þær sem gera ráð fyrir að veruleikinn sé tvískiptur með einhverjum afgerandi hætti, þannig að um hina tvo hluta hans gildi gerólík lögmál, eru kenndar við tvíhyggju og þær sem hafna slíkri tvískiptingu eru einhyggjukenningar. ...