Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 600 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir „að láta einhvern finna til tevatnsins“?

Orðasambandið að láta einhvern finna til tevatnsins er notað um að ná sér niðri á einhverjum. Einnig er talað um að láta einhvern fá til tevatnsins eða að láta einhvern fá tevatnið sykurlaust. Orðið tevatn er komið í málið úr dönsku, tevand, og á Orðabók Háskólans dæmi um það allt frá 18. öld. Orðasamböndin er...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er átt við í útflutningi/innflutningi þegar sagt er "payment TT or L/C at sight"?

TT stendur hér fyrir Telegraphic Transfer og á rætur sínar að rekja til þess er símskeyti voru notuð til að færa fé á milli bankareikninga, í þessu tilfelli af bankareikningi kaupanda (innflytjanda) á reikning seljanda (útflytjanda). Rafrænar millifærslur eru nútímaútgáfa af þessu. L/C stendur fyrir Letter of C...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir nafnaendingin -þrasir?

Ásgeir Blöndal Magnússon tengir í Íslenskri orðsifjabók (1989:1189–1190) –þrasir í nöfnunum Dolgþrasir, Lífþrasir og Mögþrasir sögninni að þrasa ‛þjarka, þrefa, þrátta; †æða, fara hratt; fnæsa’. Af henni er leitt nafnorðið þras ‛þræta, þjark, hávaði’. Af sama toga telur hann kvenmannsnafnið Hlífþrasa í...

category-iconLandafræði

Er örnefnið Eskifjörður komið frá enskum sjómönnum fyrr á öldum?

Spurningin öll hljóðaði svona: Það er til enskt orð sem er „Eskir“. Það er notað um fjöll sem eru flöt á toppnum eins og þau sem umkringja Eskifjörð. Ég hef á tilfinninguni að enskir sjómenn fyrr á öldum hafi því gefið firðinum nafnið Eskirfjord. Eski = Askja. Askja er gömul eldstöð í enda fjarðarins og erfitt að ...

category-iconLandafræði

Hvers vegna er New York stundum kölluð "The Big Apple"?

Orðin "The Big Apple" eða "stóra eplið" voru upphaflega notuð um veðhlaupabrautina í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum en hún var mesta veðhlaupabraut Bandaríkjanna snemma á 3. áratug aldarinnar. Jazztónlistarmenn sem áttu margir rætur að rekja til borgarinnar tóku orðin upp og létu þau vísa til Harlem-hverf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir sögnin að kalóna? Er hún íslensk eða er til annað íslenskt orð um þetta?

Sögnin að kalóna, sem einnig er til í myndinni kalúna, er notuð um að hita vambir sláturdýra í sjóðandi vatni til þess að losa slímhúð innan úr þeim. Hún hefur líklegast orðið til við dönsk áhrif en í dönsku er nafnorðið kallun notað um 'vinstur jórturdýra'. Danska orðið á rætur að rekja til miðaldalatínu calduna ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er titillinn forseti tekinn úr norrænni goðafræði? Hvenær, hvernig og hvers vegna varð þetta orð fyrir valinu?

Orðabók Háskólans á elst dæmi um orðið forseti frá lokum 18. aldar úr heimild sem tengist stofnun Hins íslenska lærdómslistafélags. Tilgangur félagsins var að fræða landsmenn, m.a. um framfarir og vísindi og bæta bókmenntasmekk þeirra. Forvígismenn félagsins vildu einnig bæta málsmekk manna og í Ritum þess íslenzk...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvort er tómatur ávöxtur eða grænmeti?

Í svari við spurningunni Hver er munurinn á ávöxtum og grænmeti? kemur skýrt fram að tómatar eru ávextir í fræðilegum skilningi. Þar segir meðal annars:Hin fræðilega skilgreining virðist vera á þann veg að til ávaxta teljist allar þær jurtaafurðir sem vaxið hafa úr egglegi (ovary) frævunnar á plöntu og umlykja fræ...

category-iconUnga fólkið svarar

Er hægt að senda veirur í gsm-síma?

Til eru svokallaðir tölvuormar sem dreifa sér á milli síma sem hafa stýrikerfi (Windows Mobile eða Symbian) og annað hvort þráðlaust net eða Blátönn (e. Bluetooth). Dæmi eru um orma sem hafa smitað fjölda síma þar sem margmenni var samankomið, svo sem á íþróttakappleikjum í Finnlandi. Einnig er vitað um orma se...

category-iconHugvísindi

Hvaðan var Leifur heppni?

Leifur heppni var sonur Eiríks rauða sem er talinn einn af landnámsmönnum Íslands. Hann bjó á Eiríksstöðum í Haukadal í Dölum en hrökklaðist þaðan og var dæmdur í þrjú ár af landinu. Hann hóf landnám á Grænlandi árið 986. Leifur er yfirleitt talinn vera íslenskur en samkvæmt Grænlendinga sögu fór hann í landale...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju og hvernig verður manni kalt?

Líkamshitinn í okkar á rætur að rekja til fæðunnar. Þegar sykur, fita og prótín eru brotin niður í efnahvörfum verður til varmaorka. Þetta gerist mest í vefjum þar sem mikil virkni er, til dæmis vöðvum og lifur. Blóðið í okkur sér svo um að dreifa varmanum um líkamann, eins og heitt vatn í ofnum. Ef líkamshitin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar eru eyrun á froskum?

Það er erfitt að koma auga á eyru á froskum þar sem þeir, líkt og fuglar og skriðdýr, hafa ekki ytri eyru. Hins vegar hafa þeir innri eyru en hljóðhimnan er staðsett við yfirborðið rétt fyrir aftan augun eins og sést á meðfylgjandi mynd. Hér má sjá framhluta (höfuð) frosks. Örin sem merkt er 1 bendir á hljóðhimn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið "skvísa" um ungar stelpur og hver er upphafleg merking þess?

Orðið skvísa um unga stúlku hefur verið notað í málinu frá því um miðja 20. öld. Það á rætur sínar að rekja annaðhvort til ensku sagnarinna squeeze ‘kreista’ eða nafnorðsins squeeze ‘faðmlag’. Mörgum finnst leikkonan Keira Knightley mikil skvísa. Orðið er rakið til stríðsáranna og áranna þar á eftir þegar fjö...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er merking og uppruni orðsins "hósanna"?

Orðið hósanna, einnig skrifað hósíanna er lofgerðarhróp guði til dýrðar. Það má til dæmis sjá í 11. kafla Markúsarguðspjalls í versi 9 og 10:Þeir sem á undan fóru og eftir fylgdu hrópuðu: „Hósanna. Blessaður sé sá sem kemur, í nafni Drottins! Blessað sé hið komandi ríki föður vors Davíðs! Hósanna í hæstum hæðum!S...

category-iconHugvísindi

Hvaðan kemur orðið tossi eiginlega?

Orðið tossi í merkingunni ‘tornæm manneskja; flón’ þekkist í málinu frá upphafi 19. aldar. Það er fengið að láni úr dönsku tosse í sömu merkingu. Í nýnorsku er einnig til myndin tosse, tusse í merkingunni ‘heimsk kona’. Tosse í dönsku er orðið til úr eldra tusse sem aftur á rætur að rekja til myndarinnar turse...

Fleiri niðurstöður