Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
ForsíðaFélagsvísindiHagfræðiHvað er átt við í útflutningi/innflutningi þegar sagt er "payment TT or L/C at sight"?
TT stendur hér fyrir Telegraphic Transfer og á rætur sínar að rekja til þess er símskeyti voru notuð til að færa fé á milli bankareikninga, í þessu tilfelli af bankareikningi kaupanda (innflytjanda) á reikning seljanda (útflytjanda). Rafrænar millifærslur eru nútímaútgáfa af þessu.
L/C stendur fyrir Letter of Credit en með því er átt við bankaábyrgð. Með "at sight" er átt við að bankaábyrgðin verður greidd um leið og réttum skjölum er framvísað í viðkomandi banka.
Þegar tiltekið er "payment TT or L/C at sight" sem söluskilmálar er því átt við að kaupandi verður annaðhvort að greiða vöruna fyrirfram með millifærslu á reikning seljanda eða með því að leggja fram bankaábyrgð sem seljandi getur fengið greidda án tafar.
Gylfi Magnússon. „Hvað er átt við í útflutningi/innflutningi þegar sagt er "payment TT or L/C at sight"?“ Vísindavefurinn, 10. mars 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4828.
Gylfi Magnússon. (2005, 10. mars). Hvað er átt við í útflutningi/innflutningi þegar sagt er "payment TT or L/C at sight"? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4828
Gylfi Magnússon. „Hvað er átt við í útflutningi/innflutningi þegar sagt er "payment TT or L/C at sight"?“ Vísindavefurinn. 10. mar. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4828>.