Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 261 svör fundust
Hvert er ljótasta dýr í heimi?
Þar sem hugtök eins og ljótur og fallegur eru afstæð er ómögulegt að benda á eitt tiltekið dýr sem hið allra ljótasta. Eftir því sem best er vitað hefur ekki verið gerð víðtæk vísindaleg könnun meðal almennings á því hver sé ljótasta skepnan. Margar ófrýnilegar skepnur er að finna í náttúrunni og til gamans birt...
Hvaða ráðherraembættum gegndi Sir Winston Churchill?
Winston Churchill (1874-1965) gegndi ýmsum ráðherraembættum á langri og viðburðaríkri ævi. Hann var ungur kjörinn á breska þingið og ekki leið á löngu þar til að honum voru falin ábyrgðarstörf. Hér að neðan er listi yfir ráðherrastörf Churchills, ekki eru alltaf til íslensk hugtök yfir embættin en reynt að nálgast...
Hvað er persónuleikaröskun?
Til þess að skýra hvað átt er við með persónuleikaröskun skulum við taka dæmi. Jón Jónsson er stöðugt að skipta um vini og vinkonur. Hann er í fyrstu afar hrifinn af þeim sem hann kynnist en ekki líður á löngu þar til hann óskar þeim út í hafsauga og skilur ekki hvernig hann gat nokkru sinni laðast að slíku fólki....
„Því meira sem ég læri því betur geri ég mér grein fyrir því hve lítið ég veit.“ Hvaða heimspekingur sagði eitthvað á þessa leið?
Ef til vill er heimspekingurinn sem um ræðir Sókrates en hann mun hafa sagt að hann vissi það eitt að hann vissi ekkert. Þess ber að geta í upphafi að sumir fræðimenn vilja fara varlega í sakirnar þegar rætt er um hinn sögulega Sókrates enda skildi Sókrates ekki eftir sig nein rit og við þekkjum hann best sem pers...
Getur jafnarma þríhyrningur haft allar hliðar jafnlangar?
Spurningin stafar væntanlega af óvissu spyrjanda um merkingu hugtaksins „jafnarma þríhyrningur“. Óformleg könnun höfundar þessa svars hefur leitt í ljós að tvær ólíkar skilgreiningar á hugtakinu koma fyrir í innlendri sem og erlendri umfjöllun um stærðfræði: Jafnarma þríhyrningur er þríhyrningur sem hefur nákvæ...
Hvaða sérsvið eru til innan eðlisfræðinnar, efnafræðinnar og stjörnufræðinnar?
Sérsvið innan fræðigreina eru yfirleitt ekki sérlega vel skilgreind, til dæmis í samanburði við sjálf hugtök vísindanna. Því verður að hafa sérstaka fyrirvara um þetta svar. Þau svið sem mest eru rannsökuð í eðlisfræði nú á dögum eru líklega öreindafræði, þéttefnisfræði, ljósfræði og kjarneðlisfræði. Auk þeirra...
Hver er lögfræðilega skilgreiningin á líkamsárás?
Misjafnt getur verið hvað hin ýmsu hugtök þýða bæði almennt séð og lagalega séð. Lagalega skilgreiningin á orðinu þjófnaður er til dæmis allt önnur en gengur og gerist í daglegu tali. Það sem daglega er kallað þjófnaður er hinsvegar skilgreint sem gripdeild í lagalegri merkingu og felst grundvallarmunurinn í því h...
Eigið þið uppskrift að góðri drápu eða vísu?
Með drápu er átt við kvæði af sérstakri tegund. Megineinkenni drápunnar eru stefin, sem geta verið eitt eða fleiri, og eru endurtekin með jöfnu millibili. Að formi til er drápunni skipt í þrennt. Fyrsti hluti er án stefja og er eins konar inngangur á undan fyrsta stefi. Þá taka við stefjabálkar eða stefjamál og er...
Hvernig búum við til ný orð?
Hér er jafnframt svarað spurningum sama efnis frá Elsu Hlín Einarsdóttur og Önnu K. Jónasdóttur. Ný orð eru sífellt að bætast í málið. Mestur hluti þeirra er af innlendum rótum runninn, en sum eru tökuorð, fengin að láni úr öðrum málum og löguð að íslensku málkerfi. Sum orðanna eru búin til meðvitað og í ákveðnum...
Hvað er samlífi, gistilífi, samhjálp og sníkjulíf dýra?
Nauðsynlegt er að fjalla fyrst um hugtakið samlífi (symbiosis) sem komið er af gríska orðinu symbioun 'að lifa saman'. Undir það heyra síðan nokkur önnur hugtök sem lýsa nánar eðli samlífisins. Þau hugtök eru gistilífi (commensalism), samhjálp (mutualism) og sníkjulífi (parasitism). Samlífi þar sem önnur lífver...
Hvað eru dróttkvæði?
Dróttkvæði er fornnorrænn skáldskapur sem flokkast ekki sem eddukvæði. Saman mynda dróttkvæði og eddukvæði tvær höfuðgreinar fornorræns skáldskapar. Kveðskapur af ýmsu tagi hefur verið spyrtur saman undir hugtakinu dróttkvæði og í fyrsta bindi Íslenskrar bókmenntasögu er að finna ágæta flokkun Vésteins Ólasonar á ...
Hvernig er stöðuorku breytt í hreyfiorku?
Orka hlutar er í stuttu máli geta hans eða hæfileiki til að framkvæma vinnu, en þessi hugtök eru útskýrð nánar hér á eftir. Stöðuorka og hreyfiorka eru afar nátengd hugtök sem urðu til nokkurn veginn samhliða. Þegar hefðbundin aflfræði (classical mechanics) er kennd nú á dögum er stöðuorka venjulega kynnt fyrst...
Hvað er sannleikur?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað er sannleikur? Er hann það sem gerðist, hvernig atburðurinn er túlkaður eða hvernig við munum hann?Þessa spurningu má orða á ofurlítið annan hátt en hér er gert: Er sönn lýsing á atburði sú lýsing sem lýsir atburðinum, túlkar hann, eða gerir grein fyrir því hvernig muna...
Hvaða rannsóknir hefur Ármann Jakobsson stundað?
Ármann Jakobsson er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Meðal helstu rannsóknarefna hans eru hugmyndir og hugtök Íslendinga um yfirnáttúruna á miðöldum, viðhorf Íslendinga til konungsvalds, fagurfræði konungasaga, rannsóknasaga miðaldabókmennta og sögupersónur á jaðrinum í íslenskum mi...
Ber ekki að ávarpa þingforseta og ráðherra á sama hátt á Alþingi?
Upphafleg spurning í heild er sem hér segir:Á vef Alþingis, www.althingi.is, í kaflanum "Upplýsingar-Ýmis hugtök...- Umræður," er greint frá hvernig þingmönnum ber að haga ræðu sinni. Þar eru meðal annars sýnd þessi tvö dæmi um ávörp: "hæstvirti forseti" og "hæstvirtur forsætisráðherra". Af hverju er þetta haft hv...