Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 127 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er minnsta egg í heimi stórt?

Hér er gengið út frá því að spurt sé um fuglsegg en margar mjög smáar lífverur, svo sem krabbaflær og aðrir smásæir hryggleysingjar, verpa einnig eggjum. Sá fugl sem að jafnaði verpir minnstum eggjum er tegundin sólbríi (Mellisuga minima) sem er af ætt kólibrífugla (Trochilidae). Sólbríinn lifir í skóglendi, (...

category-iconVísindi almennt

Hversu stór var heili Einsteins og hvaða svæði voru óvenjulega stór?

Heili Einsteins var breiðari en heilar úr öðrum mönnum en hins vegar ívið léttari. Óvenjulegt mynstur fannst á því svæði heilans sem tengist hæfni í stærðfræði og rúmfræði. Taugafrumur á ákveðnum stöðum virtust líka liggja þéttar saman en venjulegt er. Frekari rannsóknir væru þó æskilegar til að staðfesta þetta be...

category-iconVísindi almennt

Hvað er amerískur fótbolti stór?

Ameríski fótboltinn lýtur ströngum reglum um útlit, stærð og þyngd. Boltinn er ílangur eins og myndin sýnir og saumaður saman úr fjórum brúnum leðurbútum. Hann er 27 til 29 sentimetra langur og ummál hans er 72 eða 54 sentimetrar eftir því á hvorn veginn er mælt. Boltinn vegur um 14 til 15 únsur eða 395 til 425 gr...

category-iconEfnafræði

Þar sem rúmmál leggst ekki saman þegar vökvum er blandað er þá hlutfall af rúmmáli góð mælieining fyrir styrk vína?

Þegar einum vökva er hellt út í annan getur vel farið svo að rúmmálið verði minna en samanlagt rúmmál vökvanna var áður. Þetta er það sem spyrjandi hefur réttilega í huga og dæmi um það koma fram í svarinu hér á eftir. Þar kemur einnig í ljós hvernig menn komast fram hjá þessu með því að nota ákveðna og einræða sk...

category-iconTrúarbrögð

Getur hver sem er tekið að sér að jarða fólk og stýra útför?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Mega aðstandendur sjá um undirbúning og framkvæmd útfara og þurfa líkkistur að fylgja einhverjum stöðlum? Útför er yfirheiti og er það notað um athöfnina sjálfa. Jarðarför er einnig oft notað um athöfnina og jarðsetningu ef um kistu er að ræða en bálför ef brennt er. ...

category-iconJarðvísindi

Af hverju finnst ekki gull í jörðu á Íslandi, er landið of ungt?

Ef gullgröftur á að borga sig, þarf tveimur skilyrðum að vera fullnægt: nægilega mikið rúmmál af nægilega gullríku bergi. Meðalstyrkur gulls í jarðskorpunni er um 0,005 grömm í tonni af grjóti (g/tonn) en lágmarksstyrkur vinnanlegs gulls mun vera um 1000 sinnum meiri, 5 g/tonn. Nú er talið að allar „auðunnar“ gull...

category-iconNæringarfræði

Hve mikið af omega-3-hylkjum er óhætt að taka á dag við liðagigt?

Í rannsóknum á áhrifum omega-3-fitusýra gegn þjáningum fólks með liðagigt hafa verið gefin 5-10 grömm á dag án þess að aukaverkanir hafi komið fram. Hins vegar getur þetta hækkað blóðsykur hjá þeim sem eru með fullorðinssykursýki. Lítil hætta er þó á aukaverkunum fyrr en við mjög stóra skammta af omega-3-fitusýrum...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er MSG eða þriðja kryddið virkilega skaðlegt? Hvað getið þið sagt mér um það?

MSG er skammstöfun fyrir monosodium glutamate eða mónónatrín glútamat á íslensku. Efnið er líka kallað þriðja kryddið. Glútamat er ákveðið form efnis (salt) sem nefnist glútamiksýra. Glútamiksýra er ein svonefndra amínósýra. Amínósýrur eru byggingareiningar prótína, en þar eru þær bundnar saman í langar keðjur....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er minnsta spendýr í heimi?

Minnsta þekkta núlifandi spendýrið er leðurblökutegund sem hefur verið nefnd hunangsblaka á íslensku (Craseonycteris thonglongyai á latínu en Kitti's Hog-nosed Bat og Bumblebee Bat á ensku). Massi hennar er aðeins um 2 g á þyngd; lengd frá trýni að afturenda (hún er skottlaus) er 29-33 mm en lengd framhandleggs e...

category-iconNæringarfræði

Hvernig þarf maður að bæta upp þá næringu sem maður fær ekki ef maður borðar ekki fisk?

Upphafleg spurning var:Hvað getur maður borðað eða tekið inn ef maður getur ekki borðað fisk? Og þá hversu mikið magn til að fá öll þau bætiefni sem líkaminn þarf?Í fiski er að finna mörg lífsnauðsynleg næringarefni, en flest þeirra er einnig hægt að fá í ríkum mæli úr öðrum fæðutegundum. Í raun er aðeins tvö lífs...

category-iconJarðvísindi

Hvernig verður ölkelduvatn til?

Um ölkeldur á Íslandi er fjallað í grein eftir Stefán Arnórsson (Eldur er í Norðri, Reykjavík, Sögufélag 1982, bls. 401-407). Ölkelduvatn, sem getur verið ýmist kalt eða heitt, hefur verið skilgreint þannig að samanlagður styrkur karbónats (CO2 + HCO3- + CO3--) í því sé 1 gramm eða meira per lítra vatns. Fyrir hér...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvert er stærsta hagl sem hefur lent á jörðinni?

Oft er tilkynnt um atvik þar sem högl eru á stærð við sítrónur í verstu stormunum. Stærsta haglélið sem hefur fundist var 14,2 sentímetrar í þvermál og 45 sentímetrar í ummál! Það var samansett úr 20 minni höglum sem voru frosin saman. Haglið vó 758 grömm. Það féll í Coffeyville í Kansas í Bandaríkjunum 3. septemb...

category-iconUnga fólkið svarar

Af hverju lýsa stjörnur?

Stjörnur lýsa vegna þess að þær geisla frá sér orku sem myndast við kjarnahvörf í kjörnum stjarnanna, en þessi hvörf eiga sér stað vegna þess hve mikill hiti og þrýstingur er þar til staðar. Í kjarna stjörnu er gríðarlega heitt og mikill þrýstingur, sem þýðir að efniseindirnar þar eru á mikilli hreyfingu og rek...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Sjávardýrið krill er ein helsta fæða mörgæsa. Hvert er íslenska nafn þessa sjávardýrs?

Sjávardýr það sem á ensku kallast krill (Euphausia superba) og er mikilvæg fæða sumra mörgæsategunda hefur venjulega verið kallað kríli á íslensku eða suðurhafskríli en einnig hafa líffræðingar kallað tegundina suðurhafsljósátu. Undirritaður hefur vanist seinna nafninu og mun nota það í þessu svari. Suðurhafsl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um sandlóu, til dæmis um útbreiðslu í heiminum og stofninn hér á landi?

Sandlóa (Charadrius hiaticula) er af ætt fjörufugla (Charadriidae). Hún er algeng hér á landi og finnst á gróðurlitlum svæðum á láglendi um allt land. Sandlóan er lítill og feitlaginn fugl nokkuð svipuð heiðlóu að vexti. Hún er frá 18 til 20 cm á lengd og vegur um 60 grömm. Vænghaf hennar er allt upp í 55 cm á l...

Fleiri niðurstöður