Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 132 svör fundust
Er hagkvæmara að byggja borg þétt eða dreift?
Það er hagkvæmara að byggja borg þétt heldur en dreift og má skipta ástæðunum fyrir því í stórum dráttum í þrennt. 1. Kostnaður við uppbyggingu borgar Flest það sem þarf til að byggja borg eða borgarhverfi verður dýrara ef byggðin er dreifð, einfaldlega vegna þess að ýmis stofnkostnaður verður meiri, það er að...
Af hverju gefur fólk gjafir um jólin og hvenær varð sá siður almennur?
Jólahald var ekki með sama sniði um alla Evrópu á fyrri öldum. Það var breytilegt í tímans rás eftir löndum, héruðum og kirkjuskipan. Jólagjafir virðast að sumu leyti sprottnar frá hinum fornu rómversku skammdegishátíðum, en þær voru í eðli sínu alþýðlegar nýársgjafir. Áramót voru víða á miðöldum miðuð við fæð...
Hvaða fuglar eru algengastir í þéttbýli á Íslandi?
Fjölmargar fuglategundir hafa náð að aðlagast hinum miklu breytingum sem orðið hafa á umhverfinu við tilkomu þéttbýlis. Eitt best þekkta dæmið er starinn (Sturnus vulgaris) en hann hefur verið að auka við útbreiðslu sína og telst nú heimsstofninn vera yfir 300 milljón einstaklingar. Ísland er meðal nýrra svæða sem...
Hvenær er birting þessa dagana og sólarupprás?
Í dag, 22. ágúst árið 2000, var birting í Reykjavík klukkan 4:42 og sólarupprás klukkan 5:41. Báðar þessar tímasetningar færast núna um 3-4 mínútur á dag fram eftir morgninum. Sólarlag verður klukkan 21:18 og myrkur klukkan 22:16. Þær tímasetningar færast ívið hraðar núna eða yfirleitt um 4 mínútur á dag aftu...
Af hverju varð Hollywood miðstöð kvikmyndabransans í heiminum?
Þetta eru í raun tvær spurningar. Í fyrsta lagi, hvers vegna urðu Hollywood og Kalifornía miðja bandarísks kvikmyndaiðnar? Og í öðru lagi, hvers vegna varð bandarísk kvikmyndagerð ráðandi í heiminum? Fyrsta miðstöð bandaríska kvikmyndaiðnaðarins var New York auk þess sem nokkur stór framleiðslufyrirtæki áttu s...
Hvert var hægt að keyra árið 1918?
Árið 1918 var víða hægt að komast leiðar sinnar akandi á Íslandi, annaðhvort í hestvögnum eða bifreiðum. Bílaöld hófst hér árið 1913 í Hafnarfirði og Reykjavík en hestvagnar til farþegaflutninga voru eldri í hettunni. Vegagerð á Íslandi var í bernsku á þessum árum og vegir víðast hvar vondir. Það tók lungann úr tu...
Skapaði Guð mennina eða urðu þeir til af öpum?
Svar vísindanna um uppruna mannsins er skýrt og afdráttarlaust: Tegundin Homo sapiens, hinn viti borni maður, varð til með þróun eins og aðrar tegundir í lífríkinu, og menn og apar hafa þróast út frá sömu forfeðrum eða fyrirrennurum. Vísindin láta hins vegar hitt liggja milli hluta hvort eða að hvaða leyti þes...
Hvernig skilgreinir maður heimspeki? Hvað er heimspeki?
Ég legg fram tvær lögmætar skilgreiningar á heimspeki. Fyrri skilgreiningin er þessi: Heimspeki er sú iðja að glíma af heiðarleik og hugrekki við spurningar sem varða tilvist mannsins, bæði hvað er og hvað ber (verufræði og siðfræði) og spurningar sem spretta af þessum og virðist við rannsókn nauðsynlegt að svara ...
Ljóseind er sín eigin andeind, nánari skýring?
Rafeindir, róteindir, nifteindir og fleiri kunnar öreindir hafa tiltekna eiginleika sem gera það að verkum að hægt er að segja fyrir um það með hjálp afstæðiskenningarinnar að þær hljóti að eiga sér andeindir. Sú forsögn hefur síðan verið staðfest í tilraunum og athugunum. Ljóseindin og nokkrar fleiri öreindir sem...
Er heitur reitur undir Íslandi?
Réttari væri spurningin tvíþætt: „Er Ísland heitur reitur?“ og „Hvað veldur því að Ísland er heitur reitur?“ Heitir reitir nefnast staðir á jörðinni sem einkennast í fyrsta lagi af mikilli eldvirkni samanborið við svæðin í kring og í öðru lagi af því að þeir rísa hátt yfir umhverfið. Þannig verður ekki um það dei...
Hvernig var tónlist stríðsáranna?
Með stríðsárunum er yfirleitt átt við tíma seinni heimsstyrjaldarinnar, eða árin milli 1939-1945. Í Bandaríkjunum var danstónlist þessara ára mjög tengd djassi. Stórsveitir með áberandi blásturshljóðfærum voru geysivinsælar og þar voru menn eins og Duke Ellington (1899-1974), Count Basie (1904-1984) og Glenn Mille...
Hvernig myndast símasamband?
Þetta er eðlileg og mikilvæg spurning. Fyrir 20 árum eða svo hefði verið frekar einfalt að svara henni en nú er það dálítið erfiðara vegna tækniframfara á síðustu tveimur áratugum, og eins víst að hér komi sitthvað á óvart. Í símanum sem við tölum í er búnaður sem breytir hljóðinu frá okkur í rafmerki, nánar ti...
Hvers vegna er heiminum kennt að Kólumbus hafi fundið Ameríku þegar Leifur Eiríksson kom þangað fyrstur?
Nú á dögum er almennt talið að frummaðurinn sé upprunninn í Afríku fyrir um 150.000 árum. Þaðan breiddist mannkynið út í allar áttir á löngum tíma sem mælist í tugum árþúsunda. Fyrstu ummerkin um menn í Evrópu eru um 40 þúsund ára, og fyrir um það bil 15 þúsund árum fóru menn frá Asíu á landbrú til Alaska þar sem ...
Hver er þriðji stærsti skógur Íslands?
Frá fornu fari hefur verið talað um þrjá höfuðskóga Íslands: Hallormsstaðaskóg, Vaglaskóg og Bæjarstaðarskóg. Í þeim öllum eru trén óvenjuhávaxin á íslenskan mælikvarða og eru tveir þeir fyrrnefndu allstórir að flatarmáli en Bæjarstaðarskógur talsvert minni um sig. Því hefur verið haldið fram að Hallormsstaðaskóg...
Hvað var Rauðsokkahreyfingin?
Í lok apríl 1970 kom saman hópur ungra kvenna í kjallara Norræna hússins til að ræða stöðu kvenna á Íslandi og aðgerðir til að vekja almenning. Fyrr í apríl hafði danskur kvennahópur er kallaði sig Rødstrømperne þrammað eftir Strikinu í Kaupmannahöfn, skrýddur risabrjóstum, gríðarlegum höttum, gerviaugnahárum og r...