Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 113 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvenær voru fyrstu rímur ortar og hvaða fyrirmyndir voru fyrir þessum kveðskap?

Ólafs ríma Haraldssonar í Flateyjarbók er elst varðveittra rímnatexta. Hún á sinn þátt í því samhljóða áliti fræðimanna að rímnagerð hafi hafist á fyrri hluta 14. aldar og jafnvel þegar um eða upp úr 1300. Með athugun á málstigi miðaldarímna hafa rannsóknir leitt i ljós að nokkrir nú varðveittir rímnaflokkar hafi ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hefur þyngdarkrafturinn verið mældur nákvæmlega á Íslandi?

Já, styrkur þyndarsviðsins hefur verið mældur mjög nákvæmlega á mörgum stöðum á Íslandi, með mælitækjum sem nefnast þyngdarmælar og eru nokkurs konar óstöðugir pendúlar. Fyrstu stóru syrpurnar af slíkum mælingum hérlendis voru gerðar upp úr 1950. Franskur vísindaleiðangur reið á vaðið en Trausti Einarsson próf...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er afstæðiskenningin?

Afstæðiskenningin er nafn á vísindakenningu sem var sett fram af Albert Einstein árið 1905. Kenningin dregur nafn sitt af afstæðislögmálinu sem svo kallast. Þetta lögmál kom fyrst fram á 16. öld og segir í grófum dráttum eftirfarandi: Ef A og B eru tveir menn sem hreyfast innbyrðis með föstum hraða þá er ó...

category-iconLögfræði

Hvaða reglur gilda um innflutning dýra til landsins?

Upphaflega spurningin var svona:Eru iguana-eðlur, snákar og skjaldbökur lögleg hér á landi?Og spyrjandi bætti svo við eftirfarandi:Er iguana-eðla sem er undan skepnu sem var hér á landi árið 1975 lögleg? Ég er einnig að spyrja þess sama um snáka og skjaldbökur. Um innflutning dýra til landsins fjalla lög nr. 88...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er frumeindaklukka?

Frumeindaklukkur (e. atomic clock) eru nákvæmustu tímamælingatæki sem smíðuð hafa verið. Slíkar klukkur meta lengd einnar sekúndu út frá náttúrulegum sveiflutíma ákveðinna frumeinda. Flestallar klukkur hafa innbyggt einhvers konar kerfi sem hefur náttúrlegan sveiflutíma. Þessi sveiflutími er síðan notaður til ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er jafnvægisskynið ef til vill sjötta skilningarvitið?

Upphaflega hljómaði spurningin svona: Oft hefur verið talað um fimm skynjanir okkar, þ.e. lykt, sjón o.s.frv. En er ekki hægt að tala um jafnvægisskynið sem sjötta skilningarvitið? Eins og spyrjandi bendir réttilega á er hefð fyrir því að tala um að menn hafi fimm skilningarvit, eða sjónskyn, heyrnarskyn, lykta...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndast rauð millilög?

Millilögin í tertíera jarðlagastaflanum eru jarðvegur sem myndast hafði á mislöngum tíma áður en næsta hraunlag rann yfir hann. Lögin eru af ýmsu tagi, rautt eða gult „laterít“ (myndað við efnaveðrun), surtarbrandur, leir, og gjóska (gosaska). Fyrir um 3 milljónum ára, þegar ísöld gekk í garð, breyttist ásýnd ...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvaða kenningu um alheiminn hélt Gíordanó Brúnó fyrstur fram?

Heimspekingurinn Gíordanó Brúnó (1548–1600) hélt fyrstur manna að því er vitað er fram þeirri stórkostlegu kenningu að önnur sólkerfi væru til en okkar eigið: stjörnurnar væru sólir sem umhverfis sveimuðu jarðhnettir eins og okkar eina jörð. Brúnó er einnig talinn merkur hugsuður fyrir kenningar sínar um óenda...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Eru sögur um að lofsteinaregn hafi myndað gígana á tunglinu úr lausu lofti gripnar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svoan: Komið hefur í ljós að gígar á tunglinu eru myndaðir í eldgosum, eru þá sögurnar af loftsteinaregni sem myndað hafi gígana úr lausu lofti gripnar? Yfirborð tunglsins er þakið gígum sem sannarlega urðu til þegar loftsteinar, smástirni og halastjörnur rákust á það í gegnum tí...

category-iconHagfræði

Hver er Joseph E. Stiglitz og hvert er framlag hans til hagfræðinnar?

Bandaríski hagfræðingurinn Joseph Stiglitz (f. 1943) er einn virtasti hagfræðingur samtímans. Hann er þekktur fyrir framlag sitt til hagfræðinnar, einkum á sviði upplýsingahagfræði, opinberrar stefnumótunar og þróunarhagfræði. Stiglitz hlaut doktorsgráðu í hagfræði frá Massachusetts Institute of Technology (MIT...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hver var Ptólemaíos frá Alexandríu og hvert var framlag hans til stjörnufræðinnar?

Heimildir um ævi Kládíosar Ptólemaíosar og persónu hans eru mjög af skornum skammti og er helst að menn geti ályktað út frá því sem hann tilgreinir um stað og tíma vegna athugana sinna. Samkvæmt því er vitað að hann gerði athuganir sínar í Alexandríu í Egyptalandi og líklegt að hann hafi verið uppi frá um 100 til ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað felst í því að skrá erfðamengi mannsins og hvað hefur það í för með sér?

Þessari spurningu um skráningu erfðamengis mannsins var svarað af Guðmundi Eggertssyni á fyrsta starfsári Vísindavefsins, árið 2000. Síðan þá hefur ýmislegt gerst á sviði erfðavísindanna og því full ástæða til að svara spurningunni á nýjan leik. Eldra svarið stendur þó enn fyrir sínu, sjá: Hvað felst í því að skr...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna er reglan sú að kirkjudyrum beri að snúa í vesturátt og af hverju er stundum brugðið út af þeirri reglu?

Hér er einnig að finna svar við eftirfarandi spurningu frá Hörpu Lind:Hvernig snýr lík í gröfinni? Ástæðan er fyrst og fremst trúar- og táknfræðileg. Sólargangurinn og höfuðáttirnar fjórar skipta miklu máli í trúarlegri táknfræði, en í þessari reglu speglast þó fyrst og fremst upprisutrú kristinna manna. Kirkjur...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er kona?

Einfalt svarið við spurningunni Hvað er kona? er: "kvenkyns einstaklingur af tegundinni Homo sapiens" eða með öðrum orðum, einstaklingur sem fæðist með XX-litninga en ekki XY, er með píku og leg en ekki tippi og fær brjóst þegar hún verður kynþroska, fær ekki skegg og fer ekki í mútur. En spurningin er margslungna...

category-iconLögfræði

Leyfa hafréttarlög sjórán utan 12 mílna landhelgi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo : Leyfa hafréttarlög sjórán utan 12 mílna landhelgi eða þarf að fara út fyrir 200 sjómílna efnahagslögsögu? Hvernig myndu íslensk og erlend stjórnvöld bregðast við slíkum "brotum"? Sjóráni eins og því er hefðbundið lýst í þjóðarétti, sbr. nú einkum í 100.-107. gr. Hafréttarsa...

Fleiri niðurstöður