Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 712 svör fundust

category-iconHugvísindi

Er vitað hvernig texti Íslendingasagnanna var borinn fram þegar hann var skrifaður?

Spyrjandi bætti eftirfarandi spurningu við: Ef svo er, gætirðu komið með nokkur dæmi um breytingar, og jafnvel brot úr einhverri sagnanna með hljóðfræðilegu letri?Ekki er vitað nákvæmlega hvernig íslenska var borin fram á miðöldum, en þó er ljóst að töluverðar breytingar hafa orðið á framburði Íslendinga frá landn...

category-iconLífvísindi: almennt

Getur kórónuveiran sem veldur COVID-19 stökkbreyst og orðið hættulegri?

Í huga almennings eru stökkbreytingar oft tengdar við dramatískar breytingar og ofurkrafta. Persónur og ofurhetjur eins og Prófessor Xavier, Mystiqe/Raven og Caliban úr sögum og kvikmyndum um X-mennin eru allt dæmi um einstaklinga sem öðluðust sérstaka hæfileika vegna stökkbreytinga. Í raunveruleikanum eru stök...

category-iconLögfræði

Hvaða lagaheimild mælir fyrir að stjórnarskráin sé æðri öðrum lögum?

Sú regla að stjórnarskráin sé æðri öðrum lögum kemur hvergi fram í settu lagaákvæði. Regluna má leiða af þeirri viðurkenndu stjórnskipunarvenju að dómstólar skeri úr um hvort lög standist stjórnarskrá. Styðst þessi regla við mörg fordæmi dómstóla. Hæstiréttur hefur nokkrum sinnum dæmt lög andstæð stjórnarskrá, fyr...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað gerist við kynþroska?

Vísindavefurinn hefur fengið töluvert af spurningum sem tengjast kynþroska á einn eða annan hátt. Til dæmis:Hvenær verður venjulegur karlmaður kynþroska?Hversu ungur kemst maður á kynþroskaskeið? Getur maður flýtt kynþroska? Er eitthvað sem hægt er að borða eða gera til að flýta kynþroska? Er hægt að hafa áhrif ...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju verða stökkbreytingar?

Hér er einnig svar við spurningunni: Eru stökkbreytingar hagstæðar eða óhagstæðar? Stökkbreytingar eru í víðasta skilningi allar arfgengar breytingar á erfðaefni lífvera. Þær eru gjarnan flokkaðar í tvo meginflokka. Annars vegar genabreytingar sem eru breytingar á einstökum genum og hins vegar litningabreytingar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða afleiðingar hafa pólskipti fyrir líf á jörðinni?

Áður en lengra er haldið er lesendum bent á að kynna sér svar sama höfundar við spurningunni Hvað eru pólskipti? Pólskipti hafa mjög óverulegar afleiðingar fyrir lífið á jörðinni; engar breytingar sjást til dæmis á steingervinga-samfélögum í sjávarseti við pólskipti. Tvennt hefur helst verið nefnt. Annars ...

category-iconLífvísindi: almennt

Fækkar víkjandi erfðaeiginleikum sem einkenna norrænt fólk, t.d. ljóshærðum, með auknum fólksflutningum á næstu áratugum?

Þetta fer meðal annars eftir því hvað átt er við með fækkun. Í spurningunni er einnig rætt um víkjandi erfðaeiginleika sem leiðir hugann að erfðum og æxlun. Ýmsir eiginleikar manna eins og litaraft, hárgerð, lögun tanna, hæð og fleiri eru breytilegir eftir landsvæðum. Á grundvelli slíkra eiginleika hafa ýmsir h...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er sjóðstreymi?

Afkoma fyrirtækis á ákveðnu rekstrartímabili er jöfn tekjum þess á tímabilinu að frádregnum gjöldum á sama tímabili. Tekjurnar eru þannig tekjufærðar og gjöldin gjaldfærð á tímabilinu. Innstreymi tekna í peningum getur átt sér stað á öðrum tíma en tekjufærslan. Hið sama gildir um gjöldin. Þetta leiðir til þess ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvers vegna þarf að framkvæma nákvæma leit á flugfarþegum eftir að þeir eru komnir til Íslands frá Bandaríkjunum?

Um tíma var framkvæmd svonefnd nákvæm leit á flugfarþegum sem komu frá Bandaríkjunum til Íslands en svo er ekki lengur. Ástæðan er sú að Bandaríkin komu til móts við kröfur Evrópusambandsins í þessum efnum. Farþegar frá öðrum löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, eins og Kanada, Rússlandi og Tyrklandi þurfa hins...

category-iconHugvísindi

Hvernig hljómaði forníslenska? Eru til einhver hljóðdæmi á Netinu?

Ekki er vitað nákvæmlega hvernig íslenska var borin fram á miðöldum, en þó er ljóst að töluverðar breytingar hafa orðið á framburði Íslendinga frá landnámstíð. Um þær er fjallað nánar í svari eftir sama höfund við spurningunni Er vitað hvernig texti Íslendingasagnanna var borinn fram þegar hann var skrifaður? H...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað hefur vísindamaðurinn Haraldur Bernharðsson rannsakað?

Haraldur Bernharðsson er dósent í miðaldafræði við Íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og forstöðumaður Miðaldastofu Háskóla Íslands. Haraldur er málfræðingur og fæst einkum við rannsóknir á forníslensku, íslenskri málsögu og íslenskum miðaldahandritum. Meginviðfangsefnið er þær breytingar ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er stjórnlagaþing?

Stjórnlagaþing er þjóðkjörin samkoma sem hefur það hlutverk að semja nýja stjórnarskrá fyrir viðkomandi ríki. Ýmis dæmi eru um það úr sögunni að boðað hafi verið til stjórnlagaþings og gerist það allajafna í kjölfar átaka eða umróts, til dæmis eftir að þjóð hefur lýst yfir sjálfstæði sínu, grundvallarbreytingar ha...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum krabbamein?

Illkynja frumur eru að mörgu leyti frábrugðnar eðlilegum frumum og kannski er samnefnarinn fyrir afbrigðilega hegðun þeirra að þær kunna ekki lengur að hegða sér rétt í samfélagi frumna í líkamanum og hafa misst hlutverk sitt. Illkynja frumur fjölga sér stjórnlaust. Það þarf ekki endilega að merkja að þær fjö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru til beinar eða óbeinar aðferðir til að mæla eða meta spennu sem hleðst upp í jarðlögum á undan jarðskjálftum?

Allar aðferðir til að meta spennu í jarðskorpunni eru óbeinar, en ýmsum brögðum má beita til að meta hana. Spennunni má líkja við það þegar teygt er á gúmmíteygju eða strokleðri: efnið aflagast smám saman uns það brestur loks. Þessar eru helstar þeirra aðferða sem beitt er hér á landi til að fylgjast með spennu: ...

category-iconLæknisfræði

Af hverju deyr maður út af geislavirkni?

Það er rétt að menn geta dáið vegna geislavirkni en það gerist þó ekki með verulegum líkum nema hún sé mikil eða langvarandi. Geislar frá geislavirkum efnum geta valdið margvíslegum breytingum í efni sem þeir fara um. Þeir geta meðal annars jónað frumeindir í efnunum en það þýðir að rafeindir losna frá frumein...

Fleiri niðurstöður