Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 252 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Francis Crick og hvert var framlag hans til erfðafræðinnar?

Francis Harry Compton Crick var fæddur í Northampton í Englandi árið 1916. Hann lauk B.Sc.-prófi í eðlisfræði frá University College í London árið 1937 og hóf doktorsnám í eðlisfræði við sama skóla. Þegar síðari heimsstyrjöldin hófst árið 1939 varð hann að hætta námi. Á stríðsárunum starfaði hann hjá breska flotam...

category-iconLæknisfræði

Hver var forngríski læknirinn Galenos og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?

Galenos frá Pergamon var forngrískur læknir og rithöfundur sem bar höfuð og herðar yfir aðra forna lækna. Líklega er einungis Hippókrates, sem nefndur er faðir læknisfræðinnar, frægari en Galenos meðal lækna fornaldar en þó hefur Galenos ef til vill reynst Hippókratesi áhrifameiri. Galenos fæddist árið 129 e.Kr...

category-iconHugvísindi

Hver var Nobunaga Oda og hvaða hlutverki gegndi hann við sameiningu Japans?

Nobunaga Oda (1534-1582) var einn af valdamestu lénsherrum (daimyo) í Japan á sextándu öld. Það tímabil hefur verið nefnt sengoku-öldin (戦国時代) í japanskri sögu. Hugtakið daimyo hefur gjarnan verið þýtt sem barón á íslensku en hér verður notast við orðið lénsherra sem er meira lýsandi. ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Rosalind Franklin og hvernig tengist hún rannsóknum á DNA?

Rosalind Elsie Franklin var fædd í London árið 1920. Hún var af gyðingaættum. Hún lauk jafngildi B.Sc.-prófs í eðlisfræði frá Cambridge árið 1941 og hlaut doktorsgráðu í eðlisefnafræði frá sama skóla árið 1945. Rannsóknir hennar til doktorsprófs snerust um vissa eiginleika kola. Frá 1947 til 1950 starfaði hún í Pa...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segjum við hjúkket eða hjúkk þegar okkur er létt?

Hjúkk eða hjúkket er algeng upphrópun á vefmiðlum þótt ekki sé hana að finna í íslenskum orðabókum. Ég hef víða spurst fyrir um upprunann og virðist hann vefjast fyrir mönnum. Ég spurði meðal annars enska og norræna málfræðinga á málþingi nýlega og enginn kannaðist við þetta úr sínu máli. Ein tillaga sem ég fékk v...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Charles Darwin?

Charles Robert Darwin fæddist 12. febrúar 1809 í Shrewsbury, Englandi. Hann er ætíð kenndur við náttúrufræði, en þekktastur er hann fyrir kenningu um þróun lífs á jörðu, sem á Íslandi er ávallt kölluð þróunarkenningin, en einnig tíðkast að kalla hana Darwinisma. Kjarnann í kenningunni setti hann fram í bókinni...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver er Stephen Hawking og hvert er hans framlag til vísindanna?

Stephen William Hawking fæddist 8. janúar 1942 í Oxford á Englandi, en ólst upp í London og bænum St. Albans sem er skammt fyrir norðan höfuðborgina. Það fer ekki mörgum sögum af bernsku hans og æsku. Hann var elstur fjögurra barna. Foreldrar hans voru háskólafólk og höfðu báðir stundað nám við Oxfordháskóla. Faði...

category-iconHugvísindi

Hver var Alexander mikli og fyrir hvað er hann þekktur?

Alexandros III af Makedóníu, betur þekktur sem Alexander mikli, var sonur Filipposar II, konungs í Makedóníu. Hann er af mörgum talinn einn snjallasti herforingi allra tíma og er þekktur fyrir að hafa lagt undir sig eitt mesta stórveldi fornaldar. Alexander fæddist 20. júlí árið 356 f.Kr. Sem unglingur nam han...

category-iconHugvísindi

Hvernig var fimmta öldin í Kína?

Fimmta öldin eftir Krist hefur lengi verið þyrnir í augum margra kínverskra sagnfræðinga. Ein helsta ástæða þess er sú að á fimmtu öld líktist Kína mjög Evrópu með öllum sínum landamærum og þjóðum. Einna helst hefur farið fyrir brjóstið á mönnum að á þessum tíma var erlend stjórn í Norður-Kína. Slíkir umbrotatímar...

category-iconHeimspeki

Hvaða áhrif hafði Aristóteles á miðöldum og fyrir hvað var hann þekktur?

Aristóteles var þekktastur og áhrifamestur heimspekinga á miðöldum og með nokkrum rétti mætti kalla 12. og 13. öld aldir Aristótelesar. Þegar Tómas frá Akvínó vísar til Aristótelesar í ritum sínum lætur hann sér nægja að kalla hann “heimspekinginn” – allir vita við hvern er átt. Rit Aristótelesar voru uppgötvuð sm...

category-iconHeimspeki

Er vit í tilfinningum?

Tilfinningar okkar eru ekki allar af sama bergi brotnar. Svo mjög er þeim ólíkt farið að við gætum freistast til að spyrja hvað tannpína og heimshryggð, stolt og þorsti, gleði og ótti eigi sameiginlegt annað en að falla undir þetta hugtak. Á síðasta aldarfjórðungi hefur skapast sú hefð að skipta tilfinningum (e. f...

category-iconHeimspeki

Hvaða rannsóknir hefur Vilhjálmur Árnason stundað?

Vilhjálmur Árnason er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og formaður stjórnar Siðfræðistofnunar. Í rannsóknum sínum hefur hann einkum fengist við efni á sviði siðfræði, tilvistarheimspeki og heimspeki samfélags og stjórnmála. Vilhjálmur hefur í ritum sínum fjallað um margvísleg viðfangsefni, oft á mörku...

category-iconHeimspeki

Eru menn aðeins eftirmyndir af hinum fullkomna manni eða konu, líkt og málverk af stól er aðeins eftirmynd af einhverjum ákveðnum stól?

Hér verður einnig svarað spurningunum: Hvað sagði Platon um hugtök og hvernig tengjast hugtökin frummyndunum? (Ásta Björk, f. 1987) Hvaða þýðingu hafði frummyndakenning Platons fyrir siðfræði hans? (Páll Gunnarsson) Hver var frummyndarkenningin? (Kristján Óskar, f. 1986) Með spurningu sinni vísar spyrjandi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er minnsta egg í heimi stórt?

Hér er gengið út frá því að spurt sé um fuglsegg en margar mjög smáar lífverur, svo sem krabbaflær og aðrir smásæir hryggleysingjar, verpa einnig eggjum. Sá fugl sem að jafnaði verpir minnstum eggjum er tegundin sólbríi (Mellisuga minima) sem er af ætt kólibrífugla (Trochilidae). Sólbríinn lifir í skóglendi, (...

category-iconHeimspeki

Hvað er átt við með hugtakinu „siðferðileg heppni“?

Yfirleitt lítum við svo á að siðferðilegt réttmæti gjörða fólks sé ekki háð tilviljunum heldur því sem viðkomandi ætlar sér. Þegar við dæmum athöfn einhverrar manneskju sem rétta eða ranga leggjum við áherslu á að dæma út frá því sem viðkomandi hafði stjórn á og teljum ekki með þá hluti sem hún hafði enga stjórn á...

Fleiri niðurstöður