Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 97 svör fundust
Slær hjarta hunda tvisvar sinnum hraðar en manna?
Hjartsláttartíðni spendýra er afar breytileg milli tegunda. Grunnreglan er sú að því stærri sem dýr eru því hægari er hjartslátturinn. Sem dæmi má nefna að hjá sumum smáum spendýrum, svo sem leðurblökum (Microchiroptera) er hjartsláttartíðnin um 750 slög á mínútu (sl./mín.) en að jafnaði um 30 sl./mín. hjá fullorð...
Lifa villtir fílar í Kína?
Já, villtir asískir fílar (Elephas maximus) finnast nú á dögum í suðvesturhluta Kína, nánar tiltekið í Yunnan-héraði, aðallega á Xishuangbanna-verndarsvæðinu. Seint á síðustu öld hafði fílum í Kína fækkað verulega, meðal annars vegna þess að gengið var á búsvæði þeirra og vegna ólöglegra veiða. Stífar verndaraðge...
Hvað kostar að hafa kveikt á ljósaperu?
Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Hvað kostar að hafa kveikt á 60 W ljósaperu í einn mánuð? (Árni Björn) Hvað kostar að láta 40 W ljósaperu loga í 4 klukkustundir? Hvaða verð er ég að borga á mínu heimili? (Eva) Hversu mikið kostar að láta 40 W ljósaperu loga í einn sólarhring? (Sverrir Páll) Hjá Orku n...
Hvernig liti alheimur án þyngdarafls út?
Alheimur án þyngdarafls væri gerólíkur okkar heimi og ekki einu sinni víst að slíkur sé til. Lítum fyrst á hvað þyngdarafl er og hvernig vísindamenn lýsa því. Einfaldast er að segja það með því sé átt við kraft sem dregur hluti saman. Sérhverjir tveir hlutir - fótbolti, bíll, sólin, maður - dragast hvor að öðru...
Af hvaða dýri er kötturinn kominn?
Forfaðir heimiliskattarins, samkvæmt rannsóknum á erfðaefni, er afríski villikötturinn (Felis silvestris lybica). Við getum því útilokað evrópska villiköttinn (Felis silvestris silvestris) í þessu faðernismáli. Heimildir eru til um ketti í þorpum og borgum Palestínu fyrir sjö þúsund árum og heimiliskötturinn v...
Hvernig elta menn vísitölu?
Við rekstur vísitölusjóða er í grófum dráttum reynt að elta vísitölu, það er láta vægi bréfa í einstökum fyrirtækjum í sjóðnum vera sem líkast vægi bréfa í vísitölunni. Ef sjóður gæti endurspeglað vísitölu fullkomlega, það er vægi eigna í sjóðnum væri ætíð nákvæmlega það sama og í vísitölunni, og enginn kostnaður ...
Hvað þýðir orðið lobbíismi sem stjórnmálamenn nota?
Lobbíismi eða hagsmunagæsla er iðja sem lobbíistar eða hagsmunaverðir stunda. Finna má orðið lobbíisti í íslenskri orðabók: (niðrandi) maður sem starfar við að greiða hag fyrirtækis, samtaka o.s.frv. við stjórnvöld og stjórnmálamenn.Orðið virðist hafa fremur neikvæðan blæ í íslensku enda er opinber hagsmunagæsla ...
Hefur hár aldur og hægari líkamsstarfsemi áhrif á það hvernig við skynjum hraða tímans?
Í stuttu máli má segja að skynjun fólks á hraða tímans sé mjög breytileg, bæði eftir aldri, virkni og öðrum aðstæðum. Við vitum til dæmis að til er aldrað fólk sem er ekki síður frískt og nýtur lífsins en þeir sem yngri eru. En hjá hverjum og einum verða þó ákveðnar aldurstengdar breytingar sem hægja á hreyfingum ...
Í hvers konar eldgosum myndast apalhraun?
Apalhraun (e. a'a lava) myndast jafnan í ísúrum gosum. Í slíkum tilvikum er myndun þess óháð framleiðni og tengist beint tiltölulega hárri upphafsseigju kvikunnar. Þegar apalhraun verða til í basaltgosum við flæði beint frá gígum, einkennist gosvirknin af hlutfallslega öflugri kvikustrókavirkni, hvort sem um er að...
Hvað er afstæðiskenningin?
Afstæðiskenningin er nafn á vísindakenningu sem var sett fram af Albert Einstein árið 1905. Kenningin dregur nafn sitt af afstæðislögmálinu sem svo kallast. Þetta lögmál kom fyrst fram á 16. öld og segir í grófum dráttum eftirfarandi: Ef A og B eru tveir menn sem hreyfast innbyrðis með föstum hraða þá er ó...
Hvar er hægt að finna lesefni um Einstein og myndir af honum?
Mynd fengin af áhugaverðu vefsetri, Albert Einstein Online Handa þeim sem lesa ensku er auðvitað mýgrútur af vefsetrum með gögnum um Einstein. Auk þess eru til nokkrar nýlega ævisögur sem verða nefndar hér á eftir. Það nýjasta og besta sem er að finna á íslensku um Einstein og verk hans er í þýddri bók eft...
Hvað getið þið nefnt mér margar kattartegundir sem lifðu á ísöld?
Allar þær villtu kattartegundir sem finnast í dag voru einnig á ferli á ísöld þó útbreiðsla þeirra hafi verið önnur. Við lok ísaldar urðu miklar loftslagsbreytingar, sérstaklega á norðurhveli jarðar, og í kjölfarið dóu nokkrar kattartegundir út. Hér verður fjallað nánar um þau kattadýr sem hurfu við lok síðasta jö...
Hvers vegna kom jarðskjálfti á Haítí í janúar árið 2010?
Í svari Steinunnar S. Jakobsdóttur við spurningunni Hvað veldur jarðskjálftum? kemur fram að ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, ýtast hvor frá öðrum, eða þrýstast hver undir annan. Á öllum þessum flekasamskeytu...
Hver fann upp kúlupennann?
Kúlupennar komu til sögunnar seint á 19. öld. Amerískur sútari að nafni John J. Loud (1844-1916) fékk einkaleyfi fyrir kúlupenna árið 1888 en hann hafði gert tilraunir til að skrifa með honum á leður. Penninn virkaði á leður og annað gróft yfirborð eins og Loud hafði haft í huga. Aftur á móti virkaði hann ekki vel...
Hver er saga hlébarðans?
Hlébarðinn (Panthera pardus) er útbreiddastur stóru kattardýranna. Útbreiðsla hans er um alla Afríku, um Arabíuskaga og austur að Kyrrahafsströnd Asíu. Tegundin greinist nú í 27 deilitegundir sem hafa aðlagast fjölbreyttum búsvæðum svo sem staktrjáasléttum (savanna) og þéttum skógum í Afríku sunnan Sahara og suða...