Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 218 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til villtir gullfiskar og hver eru upprunaleg heimkynni þeirra?

Svokallaðir gullfiskar eru strangt til tekið aðeins ein tegund, Carassius auratus, en sú venja hefur skapast að kalla alla gulllitaða fiska í fiskabúrum og tjörnum þessu nafni. Gullfiskar tilheyra ætt karpa (Cyprinidae) og upprunalega lifa þeir villtir í vötnum og ám í Austur-Asíu. Náttúrulegir gullfiskar eru ...

category-iconLandafræði

Hvenær var heiminum fyrst skipt upp í heimsálfur?

Elsta dæmið um skiptingu heimsins í álfur er hjá Hekataiosi frá Míletos á 6. öld f.Kr. en hjá honum voru álfurnar tvær, Evrópa og Asía.1 Á dögum Heródótosar sagnaritara var hins vegar heiminum skipt í þrennt, Evrópu, Asíu og Líbýu.2 Líklega hafði Heródótos nokkur áhrif á að þrískiptingin varð ríkjandi til að lýsa ...

category-iconSálfræði

Er gott eða slæmt að vera forvitinn?

Forvitni er tilfinning sem er náttúrulegur grundvöllur þekkingarleitar. Hún er sú þrá að vilja vita nýja hluti að baki vísindalegri uppgötvun og könnun heimsins; forvitnar manneskjur leita að ævintýrum og framandi tækifærum til að gera sér lífið áhugaverðara. Forvitni er, í sinni hreinustu mynd, mannleg tilhneigin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru mörg þorskhrogn í hverjum hrognabuxum og af hverju þurfa þau að vera svona mörg?

Fáar dýrategundir eru jafn frjósamar og atlantshafsþorskurinn (Gadus morhua). Rannsóknir hafa sýnt að fjöldi hrogna í eggjasekk þorskhrygnu er á bilinu 4-7 milljónir. Eggjasekkurinn gengur einnig undir nöfnunum hrognasekkur, hrognabuxur og hrognabrækur. Eftir hrygningu yfirgefur hrygnan eggin. Þau fljóta síðan rét...

category-iconStærðfræði

Hvar bjó Evklíð, hvenær var hann uppi og hvað er hann þekktastur fyrir?

Evklíð var uppi um 300 f.Kr. en á þeim tíma var grísk menning ríkjandi um allt austanvert Miðjarðarhaf. Evklíð var einn þeirra Grikkja sem bjó í grísku nýlendunni Alexandríu í óshólmum Nílar í Egyptalandi. Alexandría var þá mikið menningarsetur, reist af Alexander mikla keisara sem lést árið 323 f.Kr. Talið er að ...

category-iconHeimspeki

Hversu mikið er vitað um heimspekinginn Díógenes í tunnunni?

Díógenes hundingi er eflaust meðal frægari heimspekinga Grikklands hins forna. Ýmsum sögum fer af honum í fornum heimildum en heimildirnar eru ekki alltaf traustar. Í raun er vitneskja okkar um Díógenes og heimspeki hans fremur rýr. Meginheimild um Díógenes er ævisaga hans sem rituð var af Díógenesi Laertíosi (...

category-iconTrúarbrögð

Hverjir eru kirkjufeður?

Kirkjufeður eru þeir einstaklingar nefndir, um hundrað að tölu, sem voru leiðtogar og fræðarar kristninnar fyrstu tæpar átta aldirnar, það er að segja á aðalmótunarskeiði hennar. Oftast eru postularnir þó undanskildir sem og aðrir höfundar Nýja testamentisins. Sumir þessara svokölluðu kirkjufeðra rituðu til að...

category-iconStærðfræði

Hvernig barst þekking um stærðfræði á milli menningarþjóða á miðöldum og hver var þáttur Araba í því?

Saga menningar og lista er oft talin skiptast í skeið. Á blómaskeiðum verða framfarir og nýir angar spretta upp. Síðan verður stöðnun. Ekki verður komist lengra við þær aðstæður sem viðfangsefnunum eru skapaðar. Hnignun getur orðið ef ráðist er að grunnstoðum samfélagsins, Blómaskeið grískrar menningar á sviði ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna hnerrar maður?

Af hverju hnerrar maður, þegar horft er í sólina, eða annað sterkt ljós? (Tryggvi Agnarsson, Brynja Guðmundsdóttir, Axel B. Andrésson, Hjalti Pálsson, Albert Teitsson, Ingi Eggert og Ragnar Jónasson)Hvers vegna er ekki hægt að halda augunum opnum þegar maður hnerrar? (Iðunn Garðarsdóttir og Snorri Þór)Hnerri e...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvenær fréttu Íslendingar fyrst af afstæðiskenningu Einsteins?

Árið 1913 var í fyrsta sinn fjallað um takmörkuðu afstæðiskenninguna hér á landi. Það var í greininni „Ýmsar skoðanir á eðli rúmsins“ eftir Ólaf Dan Daníelsson stærðfræðing, sem birtist í tímaritinu Skírni.[1] Ólafur ræðir þar bæði um heimspekilegar undirstöður rúmfræðinnar og afstæðiskenninguna, án þess þó að mi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver var Jón Helgason og hvert var framlag hans til íslenskra fræða?

Jón Helgason (1899-1986) var bráðger á unga aldri, lauk snemma öllum æðstu lærdómsprófum og lifði svo langa ævi að starfsferillinn spannaði nærfellt sjötíu ár. Hann vann mörg og stór verk á flestum sviðum íslenskra fræða allt frá fyrsta skeiði íslenskra mennta og fram á 19. öld. Hann bjó í Kaupmannahöfn nánast all...

category-iconUnga fólkið svarar

Átti stríðið í kvikmyndinni 300 sér raunverulega stað eða er þetta allt uppspuni frá byrjun?

Í kvikmyndinni 300 fer Leonídas, konungur gríska borgríkisins Spörtu, með 300 mönnum sínum til skarðsins Þermopýlæ eða Laugaskarðs í vesturhluta Grikklands til að verja landið fyrir árás mörg þúsund Persa. Þetta stríð átti sér stað í raunveruleikanum en í myndinni hefur margt verið ýkt og sumum staðreyndum breytt....

category-iconFornleifafræði

Hvað er það merkilegasta sem fornleifafræðingar hafa fundið?

Fornleifafræðingar myndu flestir segja að allar fornleifar séu merkilegar og að ekki sé hægt að gera upp á milli þeirra – hver einasti gripur og bygging séu mikilvæg til að hjálpa okkur að skilja fortíðina. Það er rétt svo langt sem það nær en hinsvegar hafa fornleifar oft meira gildi en bara sem einingar í rökræð...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig var fjallað um Araba í íslenskum miðaldaritum?

Töluvert er fjallað um Arabíu og Araba í norrænum miðaldaheimildum en flest af því sem þar kemur fram er ættað úr latneskum fornaldarheimildum. Í ítarlegri heimslýsingu Stjórnar, biblíurits sem er frá dögum Hákons V. (1299-1319), er Arabía sögð „hafandi í sér meira reykelsilegan og jurtarlegan ilm og sætleik en fl...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er afstæðiskenning Alberts Einstein?

Afstæðiskenningin er vísindakenning sem Albert Einstein setti fram í tvennu lagi, annars vegar sem takmörkuðu afstæðiskenninguna árið 1905 og hins vegar sem almennu afstæðiskenninguna árið 1916. Takmarkaða afstæðiskenningin segir meðal annars að massi hluta fari eftir hraða þeirra. Þetta er einmitt það sem fels...

Fleiri niðurstöður