Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 312 svör fundust
Hvernig myndast rauð millilög?
Millilögin í tertíera jarðlagastaflanum eru jarðvegur sem myndast hafði á mislöngum tíma áður en næsta hraunlag rann yfir hann. Lögin eru af ýmsu tagi, rautt eða gult „laterít“ (myndað við efnaveðrun), surtarbrandur, leir, og gjóska (gosaska). Fyrir um 3 milljónum ára, þegar ísöld gekk í garð, breyttist ásýnd ...
Hvaða rannsóknir hefur Sólveig Jakobsdóttir stundað?
Sólveig Jakobsdóttir er dósent í fjarkennslufræðum við Menntavísindasvið (MVS) Háskóla Íslands og hefur verið forstöðumaður Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM) frá því að stofan var stofnuð 2008. Rannsóknir hennar hafa beinst að fjarnámi og -kennslu, upplýsingatækni í menntun og skólastarfi og töl...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Bjarnadóttir rannsakað?
Kristín Bjarnadóttir er prófessor emerita í stærðfræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað sögu stærðfræðimenntunar á Íslandi. Megináhersla í rannsóknum hennar hefur verið á breytingar sem urðu á Íslandi á sjöunda áratug tuttugustu aldar í kjölfar námstefnu sem haldin var í Royaumont ...
Hvort á að skrifa fyrirfram eða fyrir fram?
Upphafleg spurning var sem hér segir: Er orðið fyrirfram/fyrir fram skrifað í einu eða tveimur orðum? Íslenskukennarar í MR og Orðabók Háskólans virðast ekki vera sammála um það. Í auglýsingu um íslenska stafsetningu, sem birt var í Stjórnartíðindum B, nr. 132/1974, stendur í 37. grein: Þegar atviksorð er til orði...
Hver fann Majorku?
Ekki er vitað hver fann eyjuna Majorku vegna þess að landnám þar hófst á forsögulegum tíma eða áður en ritaðar heimildir urðu til. Þess vegna verður aldrei hægt að ákvarða hver nákvæmlega fann Majorku Á eyjunni er þó víða að finna mannvistarleifar frá liðnum öldum. Majorka er hluti af eyjaklasa í vestanverðu Mi...
Hver var Barbara McClintock og hvert var framlag hennar til erfðafræðinnar?
Barbara McClintock var fædd árið 1902 í Hartford í Connecticut. Hún lauk doktorsprófi í grasafræði frá Cornell-háskóla árið 1927, en í rannsóknum sínum hafði hún fengist við erfðir maísplöntunnar. Hún starfaði áfram við Cornell með litlum hléum til ársins 1936 og gerði á þeim árum merkar athuganir á litningum plön...
Hversu hratt getur blettatígur (Cheetah) hlaupið?
Blettatígur (Acinonyx jubatus) er rándýr af kattarætt og sprettharðastur allra dýra. Hann getur hlaupið á allt að 90 til 112 km hraða á klukkustund en þeim hraða getur hann aðeins haldið stuttar vegalengdir. Hann nýtir sér framúrskarandi hlaupagetu við veiðar en uppáhalds fæða hans eru gaseðlur og antilópur....
Hversu margir eru dýrlingar kaþólsku kirkjunnar?
Dýrlingar kaþólsku kirkjunnar eru líklega um 10.000 talsins en nákvæm tala þeirra er ekki þekkt. Fyrstu dýrlingarnir voru píslarvottar sem voru píndir og teknir af lífi fyrir trú sína í árdaga kristninnar. Kaþólska kirkjan tekur menn í dýrlingatölu eftir ákveðna rannsókn á verðleikum manna. Rannsóknin er framk...
Hvað er mafía og er hún til á Íslandi?
Mafía er orð yfir leynileg glæpasamtök sem eiga rætur að rekja til Sikileyjar á miðöldum. Hugsanlegt er talið að mafían hafi í fyrstu verið stofnuð til að vinna gegn erlendum yfirráðum á eyjunni. Um aldamótin 1900 barst mafían til Bandaríkjanna með ítölskum innflytjendum sem voru tengdir glæpasamtökunum. Ýmsar...
Af hverju fá karlkyns ljón makka en ekki kvenkyns?
Það er vel þekkt í náttúrunni að karldýr hafi eitthvað sem hjálpar þeim til að ganga í augun á kvendýrunum. Til dæmis eru karlfuglar oft æði litskrúðugir og er tilgangurinn sá að vekja athygli kvenfuglanna. Makki ljónsins gegnir sama hlutverki og skrautlegar fjaðrir eða litir meðal ýmissa fugla, það er að gera kar...
Hvað er ritskýring?
Hugtökin ritskýring og ritskýrendur vísa yfirleitt til skýringa fræðimanna á guðfræðilegum texta. Það er fyrst og fremst hefð sem veldur því. Í ritinu Hugtök og heiti í bókmenntafræði segir þetta um túlkunarfræði: Túlkunarfræði (hermeneutik) var upphaflega tengd ritskýringu Biblíunnar, en á nýöld þegar r...
Hvers vegna heitir flóamarkaður þessu nafni?
Orðið flóamarkaður er myndað af orðunum fló ‘sníkjudýr’ og markaður. Á flóamarkaði ægir saman alls kyns varningi, mjög oft hrúgum af gömlum fötum, sem flær hafa oft komið sér fyrir í. Á ensku heitir svona markaður flea market, á þýsku Flohmarkt, á dönsku loppemarked þar sem fyrri hlutinn í öllum þremur orðunum er ...
Hvað er kósangas og hvernig brennur það?
Upphaflega spurningin var á þessa leið: Hvernig er samsetning, uppruni og eðlismassi kósangass? Hvaða gastegundir myndast við bruna þess? Eru þær léttari eða þyngri en andrúmsloftið? Kósangas er öðru nafni nefnt própangas og er ýmist unnið úr jarðolíu eða með efnabreytingu á skyldu efni sem nefnist propene. ...
Hvort tveggja má rita dygð og dyggð. Hvort er "réttara" og hvers vegna?
Okkur sýnist að þetta sé gott dæmi um þróun tungumálsins og um aukamerkingar í orðum, sem geta meðal annars tengst rithætti. Til skamms tíma var ekki endilega gerður neinn greinarmunur á dygð og dyggð í íslensku en á síðustu árum hafa íslenskir heimspekingar farið að gera greinarmun á þessum tveimur orðum og merki...
Hver er uppruni orðtaksins OK (ókei) og hvað þýðir skammstöfunin í raun?
Venjulegasta skýringin á þessu orði eða skammstöfun er sú að það tengist orðtakinu ‘all correct’ sem er sem kunnugt er borið fram þannig að það mætti allt eins skrifa ‘oll korrekt.’ Eiginleg merking þess orðtaks er ‘allt rétt’ en í íslensku er eðlilegra að segja ‘allt í lagi.’ Önnur skýring á upprunanum sjálfum ...