Túlkunarfræði (hermeneutik) var upphaflega tengd ritskýringu Biblíunnar, en á nýöld þegar rannsóknir hefjast á öðrum fornum ritum er gerður greinarmunur á hermeneutica sacra og hermenutic profana. Friedrich Scheiermacher (1768-1834) var meðal þeirra fyrstu til þess að hafna þessum greinarmun: túlkun heilagrar ritningar er reist á sama grunni og túlkun annnarra texta; það er engin fræðilegur munur á ritskýringu Biblíunnar og klassískri textafræði eða fílológíu; (bls. 287).Hugtök af sama toga, en notuð á almennari hátt, eru túlkun (e. interpretation) og greining (e. analysis). Í stuttu máli má segja að ritskýring felist í túlkun og greiningu á guðfræðilegum texta í ljósi ákveðinnar aðferðarfræði. Hugtakið mætti hins vegar allt eins nota um greiningu á annars konar textum. Heimild:
- Jakob Benediktsson (ritstj.), Hugtök og heiti í bókmenntafræði, Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík, 1983.
- Augustine of Hippo - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 23.10.2014).