Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2469 svör fundust
Eru fuglaber eitruð?
Þegar spyrjandinn talar um fuglaber á hann væntanlega við ber reyniviðarins eða reyniber. Berin eru afar áberandi á haustinn þegar laufin taka að falla og þau laða að sér fjölda skógarþrasta (Turdus illiacus). Reyniberin eru lítið nýtt af okkur mannfólkinu, nema þá til skrauts. Þau hafa eitthvað verið soðin ni...
Af hverju þurfum við að anda að okkur súrefni til að lifa?
Mikilvægum áfanga í sögu lífsins á jörðinni var náð þegar til urðu lífverur sem gátu hreyft sig af eigin rammleik og leitað þannig uppi fæðuna. Einnig gátu þær þá leitað sér skjóls og svo framvegis. En til þess að geta þetta þarf orku og þá orku fengu þessar lífverur með því að "brenna" efnum úr fæðunni eins og þa...
Hvaða vítamín eða steinefni vantar í líkamann ef maður fær mjög oft sinadrátt?
Sinadráttur getur fylgt ýmiss konar aðstæðum. Einna algengast er að fá sinadrátt við eða eftir óvenjulega og mikla áreynslu eins og fylgt getur íþróttaiðkun, erfiðri göngu eða áreynslu í starfi. Margir þekkja það að fá sinadrátt að kvöld- eða næturlagi, til dæmis í kálfa, án sérstakrar ástæðu. Sumur konur fá sinad...
Hversu kalt er í tómarúmi geimsins og hver er meðalhitinn í geimnum?
Meðalhitastigið í tómarúmi geimsins er um 2,7 kelvín (K) sem jafngildir um -270,5 °C, en minnsta mögulega hitastig er 0 K eða -273,15 °C og það kallast alkul. Þar sem fjarlægðir milli stjarna og vetrarbrauta í geiminum eru gríðarlegar þá taka stjörnur og reikistjörnur aðeins mjög lítinn hluta af rúmmáli geimsin...
Til hvers þurfum við tær?
Í hvorum fæti eru 26 bein og 33 liðamót. Um 20 vöðvar hreyfa þessi bein og sinar toga líkt og teygjur í beinin þegar vöðvarnir dragast saman. Í hvorum fæti eru 100 liðbönd sem tengja bein við bein og brjósk við bein og halda öllum hlutum fótarins saman. Stóratá tekur þátt í að halda jafnvægi og hinar tærnar vir...
Getur Alþingi sem nú situr lögfest nýju stjórnarskrána?
Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega nei. Alþingi sem nú situr getur ekki lögfest „nýju stjórnarskrána“. Alþingi getur hins vegar samþykkt frumvarp Stjórnlagaráðs eins og hvert annað frumvarp, sé meirihluti fyrir því á Alþingi. Ef til þess kæmi þyrfti síðan að rjúfa þing og boða til kosninga. Ef frumv...
Væri hægt að nota stærðfræði sem tungumál í samskiptum við geimverur?
Það mundi kosta talsverðan tíma og þolinmæði að koma á góðum samskiptum við geimverur. Búast má við að reynsluheimur þeirra sé allur annar en okkar, til dæmis hafi líf á reikistjörnum utan sólkerfisins þróast allt öðru vísi en hér á jörðinni. En í eðli sínu væru samskiptin engu að síður hliðstæð því þegar við læru...
Hvers vegna heita páskar Gyðinga og páskar kristinna manna það sama þó að verið sé að fagna svo ólíkum atburðum?
Eins og alþjóð veit heldur kirkjan páska til að fagna upprisu Jesú Krists frá dauðum. Þess vegna eru páskarnir gleði- og sigurhátíð í hugum kristinna manna og eru þeir raunar elsta hátíð kristninnar. Af þeim sökum kölluðu kirkjufeðurnir páskana Festum festorum eða hátíð hátíðanna. Sérhver sunnudagur er, frá sjónar...
Hvers vegna er nafni barns haldið leyndu fram að skírn?
Skírn er ekki nafngjöf, heldur kristin trúarathöfn. Orðið skírn þýðir þvottur, hreinsun og að skilningi flestra kristinna manna er skírn athöfn þar sem Jesús Kristur tekur okkur að sér sem sín börn, hreinsar okkur og gerir okkur að þegnum í ríki sínu. Ríki Krists er sýnilegt í kirkjunni og þess vegna er skírnin lí...
Er það satt að Ítalir verði áfram jafnsvangir ef þeir borða bæði pasta og antipasta?
Spyrjandi veit sem er að ekkert efni verður eftir þegar efni (matter) og andefni (antimatter) koma saman í jafnstórum skömmtum. Spurningin er því fullkomlega eðlileg og má búast við að hún hafi valdið spyrjanda miklum áhyggjum og kannski minnkandi matarlyst. Honum hefur þó líklega ekki dottið í hug að gera einfald...
Hvers vegna hafa Bandaríkin stutt Ísrael eins og raun ber vitni, meðan mörg önnur ríki fordæma brot Ísraels á alþjóðasamþykktum?
Stuðning Bandaríkjanna við Ísrael má skýra að miklu leyti með hinum miklu áhrifum, sem fólk af Gyðingaættum hefur í Bandaríkjunum, ekki síst í fjölmiðlum og stjórnmálum. Bandarískum Gyðingum hefur vegnað þar mjög vel. Það virðist vera svo erfitt að öðlast stjórnmálaframa í Bandaríkjunum í óþökk Gyðinga, að enginn ...
Hvert er upphaf kristni?
Upphaf kristinnar trúar er að rekja til lífs og starfs Jesú frá Nazaret. Er hann var um þrítugsaldur hóf hann að boða nálægð Guðs ríkis. Að sögn guðspjallanna staðfesti hann boðskap sinn með undrum og kraftaverkum er sannfærðu ýmsa tilheyrendur hans um að Guð væri í verki með honum. Einn þáttur í boðskap hans var ...
Hvernig er kaldur/heitur samruni og er hægt að framkalla hann?
Með samruna er hér átt við kjarnasamruna. Hann felst í því að léttir atómkjarnar renna saman og mynda aðra þyngri, og orka losnar um leið. Kjarnasamruni er einhver helsta orkulind alheimsins í heild því að sólstjörnur fá orku sína frá honum. Hægt er að framkalla heitan samruna hér á jörðinni, til dæmis í vetnisspr...
Hvers vegna kemur reykurinn af eldinum?
Í eldi eru efnin í eldsneytinu að brenna, það er að segja að taka upp súrefni eða ildi úr andrúmsloftinu. Við það losnar mikil orka sem veldur örri hreyfingu á sameindum efnisins og birtist okkur sem hiti og varmi eða varmaorka. Þessi hreyfing er yfirleitt svo mikil að efnin skipta um ham sem kallað er og verða að...
Ef maður fer eftir beinni línu frá jörðu út í geiminn nógu lengi, endar maður þá aftur á jörðinni?
Þessi spurning kann að virðast ankannaleg en í raun er hún alls ekki út í hött. Vísindamenn veltu því fyrir sér sem möguleika á fyrri hluta 20. aldar og fram yfir miðja öldina að heimurinn kynni að vera þannig í laginu að ferðalög gætu orðið eins og spyrjandi lýsir. Þau mundu þá að vísu taka firnalangan tíma því a...