Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3894 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er orðið „splúnkunýr” til komið?

Uppruni forliðarins splúnku- í orðinu splúnkunýr er óljós. Orðið virðist ekki tökuorð og helst er giskað á að um blendingsmynd sé að ræða úr orðunum flunkunýr og splundurnýr. Flunkunýr á rætur að rekja til dönsku flunkende ny af sögninni flunke sem merkir 'blika, skína' og splundurnýr er einnig rakið til dönsku...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær kemur orðið unglingur inn í málið?

Samkvæmt seðlasafni Orðabókar Háskólans er unglingur 17. aldar orð og er elst dæmi í safninu úr Grobbíansrímum sem eignaðar hafa verið Guðmundi Erlingssyni en einnig öðrum höfundum. Þar stendur: En unglingur af óvananum ei vill láta lítt gegnandi boði blíðu en bitur varð af reiði og stríðu. Aðalsteinn Eyþórs...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna hafa fiskar engin augnlok?

Augnlokin á okkur viðhalda raka í augunum með því að dreifa táravökva um þau. Einnig verja þau augun fyrir ryki og ljósi. Fiskar hafa enga þörf til að bleyta augun í sér þar sem þeir lifa í vatni. Þess vegna hafa þeir engin augnlok en þær dýrategundir sem hafa numið land hafa smám saman þróað með sér augnlok. ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er samrunaorka?

Samrunaorka er orkan sem losnar úr læðingi við kjarnasamruna (e. nuclear fusion). Léttir atómkjarnar renna þá saman og mynda aðra þyngri. Massi léttu kjarnanna er samanlagt meiri en massi þyngri kjarnanna sem myndast og þessi massamunur kemur fram sem orka samkvæmt hinni frægu jöfnu EinsteinsE = m c2Mikill hluti þ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Geturðu frætt mig um orðið 'hlaupastelpa'?

Orðið 'hlaupastelpa' hefur þrenns konar merkingu. Í fyrsta lagi er það notað um léttúðuga stelpu og stelpu sem mikið er á ferðinni. Merkingin er þá vanalega heldur niðrandi. Í öðru lagi er orðið notað um ákveðinn hlut í rokk, það er stöng sem tengir saman fótafjölina og rokksveifina. Þessi stöng er einnig ne...

category-iconHugvísindi

Hvernig fara menn að því að rumpa einhverju af? Er líka sagt að rimpa?

Sögnin að rumpa er ekki gömul í málinu og er notuð um að staga í eitthvað, til dæmis flík eða sokka og þá fremur í flýti og ekki vandvirknislega. Sambandið að rumpa einhverju af er þá haft um verk sem unnið er í flýti og ef til vill ekki lögð alúð við. Engin dæmi fundust um að rimpa einhverju af þótt sögnin að...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvers vegna er skammtafræðin svona ólík klassískri eðlisfræði?

Hér er einnig svarað spurningum Birgis Haukssonar: Hvernig er kenningin í skammtafræði um að hlutur geti verið á 2 stöðum á sama tíma? Hvaða rit eru til á íslensku, á mannamáli, um skammtafræði? Skammtafræði er í grundvallaratriðum frábrugðin klassískri eðlisfræði. Það helgast af því að þessar tvær kenningar...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað getið þið sagt okkur um risasjónaukana í Atacama-eyðimörkinni í Síle?

Very Large Telescope (VLT) eru fjórir 8,2 metra breiðir stjörnusjónaukar í Paranal-stjörnustöðinni, starfræktir af ESO (European Southern Observatory, ísl. Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli). Paranal-stjörnustöðin er í 2.635 metra hæð yfir sjávarmáli í Atacama-eyðimörkinni í Síle, um 120 km suður af Antofagasta...

category-iconStærðfræði

Hvað er vedísk stærðfræði?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvað er vedísk stærðfræði/reikningur og er hún kennd hér á landi? Vedísk stærðfræði getur þýtt tvennt: Annars vegar var stærðfræði, sem iðkuð var á Indlandi á svonefndu vedísku tímabili frá því um 1500 til um 500 – 400 fyrir Krist, nefnd vedísk stærðfræði. Indversk stær...

category-iconEfnafræði

Úr hverju er sameind?

Með öflugustu smásjám sem til eru í dag, sem hafa meira en milljónfalda stækkun, má sjá að ýmis efni eru búin til úr litlum óreglulegum ögnum sem eru kallaðar sameindir (einnig stundum nefndar "mólikúl" eftir alþjóðlega heitinu, samanber "molecule" á ensku). Við nánari athugun má sjá að þessar "óreglulegu" sameind...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast stuðlaberg?

Stuðlaberg myndast vegna samdráttar í kólnandi efni. Þegar basaltbráð kólnar er hún orðin fullstorkin við um 1000°C hita. „Eftir það kólnar bergið smám saman og dregst við það saman og klofnar í stuðla sem tíðum eru sexstrendir. Stuðlar standa ávallt hornréttir á kólnunarflötinn. Þeir standa því lóðréttir í hraunl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fjölga ánamaðkar sér?

Ánamaðkar fjölga sér með tvíkynja æxlun eins og mörg dýr gera. Hitt er merkilegra að hvert dýr er tvíkynja þannig að egg og sæði myndast í sama dýrinu. Yfirleitt makast ánamaðkar niðri í moldinni þannig að mökunarferlið er sjaldnast sýnilegt mönnum. Ein algeng tegund hérlendis, stóráni, heldur sig þó við yfirborði...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er fiskeldi?

Fiskeldi, stundum kallað sjávardýraeldi er hvers kyns ræktun á sjávar og ferskvatns dýrum. Ræktun sjávardýra á borð við karpa á sér mjög langa sögu. Forn kínversk handrit sem talin hafa verið skrifuð á 5 öld f.Kr. sýna fram á að Kínverjar hafi ræktað vatnakarpa víða við austurströnd Kína. Mun eldri heimildir e...

category-iconMálvísindi: almennt

Fyrir hvað stendur gríski bókstafurinn ómega og hvaða almenna merkingu hefur hann?

Gríski bókstafurinn ómega (W eða w) stóð í forngrísku fyrir langt o-hljóð. Það var einungis lengdin sem aðgreindi hann frá stafnum ómikron (O eða o), sem var skrifaður alveg eins og O í okkar stafrófi og stóð fyrir stutt o-hljóð. Þessi aðgreining sést raunar á nöfnum stafanna því að omega þýðir bókstaflega "stóra ...

category-iconVísindi almennt

Hvað eru tundurdufl?

Tundurdufl (mine á ensku og dönsku) er nafn á sprengjum sem lagðar eru í sjóinn til þess að granda skipum og kafbátum. Herskipin sem leggja tundurduflin kallast tundurduflaleggjarar (e. minelayer). Sprengjurnar springa ef þær verða fyrir höggi vegna áreksturs, hljóðs, segulsviðs eða þrýstings. Tundurdufl eru oft l...

Fleiri niðurstöður