Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2828 svör fundust
Hvað er talið að Gamla testamentið hafi orðið til á löngum tíma?
Elsta efni Gamla testamentisins er eldfornt og orðið til á öðru árþúsundi fyrir Krist. Meginefni þess er hins vegar til orðið eftir að konungdæmi var sett á laggirnar eða um 1000 fyrir Krist og fram á tíma útlegðarinnar í Babýlon á árunum 586 – 538 f. Kr. Esra- og Nehemíabók, Daníelsbók og Esterarbók eru yngstu ri...
Af hverju ferðast hrafnar alltaf um í pörum? Eru pörin hvort af sínu kyninu?
Rétt er það hjá spyrjandanum að algengast er að sjá hrafna saman í pörum. Hrafnar eru ákaflega tryggir maka sínum og endist hjúskapur þeirra ævilangt uns dauðinn aðskilur þá. Eftir því sem atferlisfræðingar hafa komist næst, er lítið um hjónaskilnaði hjá þessum skemmtilegu fuglum sem þó eru hataðir af mörgum hér á...
Eru hundar með nafla, og ef svo er hvar er hann?
Hundar hafa nafla rétt eins og menn og raunar öll spendýr. Ef vel er að gáð eru fuglar og önnur dýr sem klekjast úr eggjum líka með nafla. Í þeirra tilviki tengist naflastrengurinn ekki við legköku (e. placenta) líkt og hjá legkökuspendýrum eins og okkur, hundum og hestum svo dæmi séu tekin, heldur við svonefndan ...
Hver var Afródíta?
Afródíta var gyðja ástar og fegurðar hjá Grikkjum til forna en Rómverjar nefndu hana Venus. Hún var kona smíðaguðsins Hefestosar en stóð í ástarsambandi við stríðsguðinn Ares sem Rómverjar kölluðu Mars. Með honum átti hún barn sem var enginn annar en Eros eða Amor, ástarguðinn sjálfur. Sagnaritarinn Hesíódos se...
Í Eyjafirði er áin Reistará og bær kenndur við hana. Af hverju dregur áin nafn sitt?
Reistará er nafn á á og bæ í Eyjafirði og kemur fram í Landnámabók (Íslenzk fornrit I:255-256). Í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1713 er nafnið Ristará (X:118) en í sóknarlýsingu frá um 1840 er nafnið Reistará (Eyfirzk fræði II:110) og svo hefur verið í jarðabókum síðan. Merking árnafnsins er ef ...
Af hverju heitir Stokkseyri þessu nafni?
Stokkseyri er þorp í Árnessýslu. Orðið stokkur getur merkt ‘bjálki, staur, trjábolur’ en líka '(þröngur) farvegur lækjar eða ár', til dæmis Grundarstokkur í Skagafirði, þar sem Vötnin falla í einu lagi. Stokkalækur er lækur og bær á Rangárvöllum í Rangárvallasýslu (Landnámabók). Farvegur Baugstaðaár í Flóa gæti v...
Getur jörðin verið svarthvít þó við sjáum hana í litum?
Þessi spurning leynir svolítið á sér. Sjónskyn mannanna er með því besta sem gerist í náttúrunni. Þegar við sjáum hlut í litum þá hefur hann í reynd þessa liti sem við sjáum; við getum til dæmis sannfært okkur um það með mælingum á litrófi endurkastaða ljóssins sem fæst þegar hvítt ljós skín á hlutinn. Og ef við g...
Af hverju snýr tunglið alltaf sömu hlið að jörðu?
Þetta fyrirbæri nefnist bundinn snúningur og er nokkuð algengt í sólkerfinu. Í stuttu máli er skýringin sú að þyngdarkraftur frá jörð er ráðandi á tunglinu og svonefndir sjávarfallakraftar hafa teygt eilítið á tunglinu þannig að það er eilítið ílangt og annar "endinn" stefnir alltaf í átt að jörð. Þyngdarkraftu...
Hvað þýðir „gráð“ í veðurfréttunum?
Athugunarmenn á fáeinum veðurstöðvum við sjávarsíðuna meta sjólag, það er hversu mikil ölduhæð er á sjónum næst stöðinni. Sjólagið er metið í 10 stigum sem hvert um sig ber nafn. Nöfnin og ölduhæðin eru: SjólagstalaHeitiÁætluð ölduhæð (í metrum) 0Ládautt0 m (spegilsléttur sjór) - nefnist stundum líka hafblik ef...
Hvers vegna fær maður blóðnasir?
Fyrir því geta verið nokkrar ástæður. Ein er sú að blóðþrýstingur sé hár og valdi því að æðarnar í nefinu rofna. Þetta getur gerst tímabundið hjá heilbrigðu fólki, til dæmis vegna áreynslu, en einnig gerist það hjá fólki sem þjáist af of háum blóðþrýstingi sem er býsna algengt nú á dögum. Blóðþynning, t.d. vegn...
Hvernig get ég fundið út hvar fólk er jarðað?
Á vefsíðunni Garður.is er hægt að slá inn upplýsingar um látna einstaklinga og finna hvar þeir eru grafnir. Yfirleitt er bæði tiltekið í hvaða garði menn liggja og hvar í garðinum leiði þeirra er. Þeir sem vilja til dæmis finna leiði Jóns Sigurðssonar fá þær upplýsingar að hann sé grafinn í reit R-0418 í Hólavall...
Ég fann bein í jörðu, hvernig veit ég hvort það er bein úr manni eða dýri? - Myndband
Þegar maður finnur bein í jörðu eða á víðavangi á Íslandi er langalgengast að um sé að ræða bein úr kindum. Þó koma líka ýmis önnur dýr til greina og það er alls ekki útilokað að rekast á mannabein sem gætu þá til dæmis verið úr gömlum kirkjugarði eða kumli frá víkingaöld. Ef um mannabein er að ræða þarf að tilkyn...
Af hverju heitir Hestfjall í Grímsnesi þessu nafni?
Hestfjall dregur líklega nafn sitt af lögun, það er eins og liggjandi hestur til að sjá. Efst á því heita Hesteyru. Hitt er svo annað mál að Hestfjall var notað til hrossabeitar frá Skálholtsstað áður fyrr en það kemur nafngiftinni sennilega ekki við. Hestur og Hestfjall í Grímsneshreppi í baksýn. Nokkur önnur ...
Af hverju ganga bílar ekki fyrir vatni?
Spurningin er væntanlega sú, hvort vatn gæti komið í stað bensíns eða dísilolíu sem orkugjafi fyrir bíla? Svarið við því er einfaldlega nei. Eldsneyti sem notað er á bíla eru aðallega kolvetni (e. hydrocarbons). Þegar slíku eldsneyti er brennt, en bruni er hvarf við súrefni, endar allt kolefnið sem var í eldsn...
Hvaðan kemur orðalagið að vera stikk eða stikkfrí?
Stikk er sérstakur leikur sem vinsæll var þegar í upphafi 20. aldar. Hann fór þannig fram að hnappar, tölur eða annað þess háttar var lagt á jörðina í ákveðinni fjarlægð frá þeim sem voru að spila. Þeir höfðu í hendinni lítinn, flatan stein eða litla málmplötu, sem nefndist stikki, og köstuðu í átt að hnöppunum ei...