Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju heitir Stokkseyri þessu nafni?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Stokkseyri er þorp í Árnessýslu. Orðið stokkur getur merkt ‘bjálki, staur, trjábolur’ en líka '(þröngur) farvegur lækjar eða ár', til dæmis Grundarstokkur í Skagafirði, þar sem Vötnin falla í einu lagi. Stokkalækur er lækur og bær á Rangárvöllum í Rangárvallasýslu (Landnámabók). Farvegur Baugstaðaár í Flóa gæti verið stokkur sá sem Stokkseyri er kennd við.

Stokkseyri.

Í Noregi eru nöfnin Stokka, Stokke og Stokken til um ‘beint elvelaup’ eða ‘sund’ en einnig um ‘trestok’ (Norsk stadnamnleksikon (1976), bls. 299).

Nafnið Stockholm um höfuðstað Svíþjóðar er ekki fullskýrt en meðal annars er álitið að það geti bent til trjástofna, til dæmis í sambandi við veiði (fiskestockar) eða hindrun í siglingaleið (flytstockar). Aðrir telja að það geti átt við smáhólma (Svenskt ortnamnslexikon (2003), bls. 295).

Mynd:

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

16.3.2005

Síðast uppfært

5.4.2023

Spyrjandi

Tómas Shelton, f. 1992

Efnisorð

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Af hverju heitir Stokkseyri þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4839.

Svavar Sigmundsson. (2005, 16. mars). Af hverju heitir Stokkseyri þessu nafni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4839

Svavar Sigmundsson. „Af hverju heitir Stokkseyri þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4839>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju heitir Stokkseyri þessu nafni?
Stokkseyri er þorp í Árnessýslu. Orðið stokkur getur merkt ‘bjálki, staur, trjábolur’ en líka '(þröngur) farvegur lækjar eða ár', til dæmis Grundarstokkur í Skagafirði, þar sem Vötnin falla í einu lagi. Stokkalækur er lækur og bær á Rangárvöllum í Rangárvallasýslu (Landnámabók). Farvegur Baugstaðaár í Flóa gæti verið stokkur sá sem Stokkseyri er kennd við.

Stokkseyri.

Í Noregi eru nöfnin Stokka, Stokke og Stokken til um ‘beint elvelaup’ eða ‘sund’ en einnig um ‘trestok’ (Norsk stadnamnleksikon (1976), bls. 299).

Nafnið Stockholm um höfuðstað Svíþjóðar er ekki fullskýrt en meðal annars er álitið að það geti bent til trjástofna, til dæmis í sambandi við veiði (fiskestockar) eða hindrun í siglingaleið (flytstockar). Aðrir telja að það geti átt við smáhólma (Svenskt ortnamnslexikon (2003), bls. 295).

Mynd:...