Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2431 svör fundust

category-iconTrúarbrögð

Hvenær er dagur tónlistardýrlingsins heilagrar Sesselju?

Dagur heilagrar Sesselju er 22. nóvember, bæði samkvæmt kaþólskri trú og í rétttrúnaðarkirkjunni (e. orthodox church). Flestum heimildum ber saman um að Sesselja hafi verið uppi á þriðju öld, en sumar telja að hún hafi verið uppi á annarri öld. Sesselja er sögð hafa verið af rómverskum aðalsættum og átti að h...

category-iconJarðvísindi

Hvað standa eldgos lengi?

Sum eldgos standa aðeins yfir í nokkrar klukkustundir á meðan önnur standa yfir í ár, áratugi eða jafnvel árhundruð. Í bókinni Volcanoes of the world (Simkin, T., and Siebert, L., 1994, Volcanoes of the world: Geoscience Press, Tucson, Arizona, bls. 19) eru talin upp 3.211 eldgos. Af öllum þessum eldgosum stóð...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um flæðigos eða hawaiísk eldgos?

Flæðigos, oft einfaldlega kölluð hraungos, eru einkum af tvennu tagi. Annars vegar gos á sprungum sem eru frá nokkrum upp í tugi kílómetra á lengd, og hins vegar dyngjugos þar sem kvikan kemur að miklu leyti upp um eitt gosop. Strókar af glóandi kvikuflikkjum rísa tugi eða hundruð metra upp af gosopunum, en gosmök...

category-iconVísindi almennt

Hver fann upp tannþráðinn?

Ekki er vitað með vissu hvenær menn tóku upp á því að hreinsa á milli tanna sinna, en fornleifafræðingar hafa fundið ummerki um notkun einhvers konar þráðar á tönnum frá forsögulegum tímum. Mögulegt er að dýrahár, til dæmis hrossahár, hafi verið notuð til þess. Bandarískur tannlæknir að nafni Levi Spear Parmly ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Liggja bæði karl- og kvenfugl svartþrastarins á eggjum?

Svartþröstur (Turdus merula) er nýlegur landnemi á Íslandi en fyrsta staðfesta varp hans hér á landi var árið 1969. Til að byrja með var varpið nokkuð óreglulegt en um 1991 voru svartþrestir farnir að verpa reglulega á höfuðborgarsvæðinu. Stór hópur kom hingað vorið 2000 og eftir það tók varpstofninn að eflast og ...

category-iconLæknisfræði

Er náttúrulegt hjarðónæmi ekki eina skynsamlega leiðin út úr faraldri COVID-19?

Það er til mjög einfalt og vel rökstutt svar við þessari spurningu: nei. Nýlega hefur talsvert borið á misvísandi umræðu um hjarðónæmi og eiginleikum þess, í þeim tilgangi að hvetja til slökunar á hörðum aðgerðum til sóttvarna víða um heim. Þann 4. október 2020 skrifaði hópur heilbrigðisstarfsmanna (meðal anna...

category-iconSálfræði

Eru „skilnaðarbörn” líklegri en hin til að lenda í erfiðleikum eða skilnaði í sínu eigin sambandi?

Í félagsvísindum jafnt sem á klínískum vettvangi ber mönnum saman um að ekki sé hægt að skoða skilnaðaráfallið sem einn einstakan atburð heldur sé um langtímaferli að ræða. Því hafa skilnaðarrannsóknir í vaxandi mæli byggt á greiningu langtímaáhrifa á börnin sérstaklega og orsakavalda sem tengjast þeim. Þær hafa m...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju fær fólk fælni (fóbíur) og hvaða meðferð er hægt að beita við henni?

Aðrir spyrjendur eru: Kolbrún María, f. 1990, Ragnheiður Þórðardóttir, Eiríkur Ásmundsson, Magnús Einarsson, Andreas Færseth og Guðlaug Erla, f. 1989. Fælni eða fóbía er kvíðaröskun sem lýsir sér í mikilli og órökréttri hræðslu við tiltekið fyrirbæri. Flokkun Í DSM-IV, flokkunarkerfi fyrir geðras...

category-iconJarðvísindi

Hvenær er talið að síðasta ísöld hefjist, og hófst hún á sama tíma um allan heim?

Í stuttu máli er svarið að tímatal jarðfræðinnar telur síðustu ísöld hefjast um allan heim fyrir um það bil 2,6 milljón árum síðan. Það er svolítið lengra mál að skýra hvers vegna jarðvísindamenn velja að draga mörkin þarna. Alþjóðlegu jarðvísindasamtökin (International Union of Geological Sciences, IUGS) voru...

category-iconSálfræði

Hvað áhrif geta þunglyndislyf haft á kynlíf?

Einkenni þunglyndis geta verið mörg og eitt af þeim getur verið minni löngun í kynlíf. Ef árangur næst með inntöku þunglyndislyfja getur það eitt og sér aukið áhuga á kynlífi á nýjan leik. Þunglyndislyf eru ekki einungis notuð til þess að lækna þunglyndi heldur eru þau einnig notuð sem meðferð við kvíða, áráttu/þr...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er kal og hvers vegna skemmir það gras?

Hér er einnig að finna svör við spurningunum: Af hverju hefur ekki verið sett salt á klakann á grasinu, skemmir það grasið? (Árni Gíslason). Hvað má klaki liggja lengi á golfvelli án þess að kal myndist? (Hannes Sveinsson). Kalskemmdir eru skemmdir sem beint eða óbeint má rekja til kulda. Bein áhrif kuldan...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna eru hreindýr í útrýmingarhættu?

Hreindýr (Rangifer tarandus) eru útbreidd á heimskautasvæðum allt í kringum norðurpól. Stórir stofnar finnast í austanverði Síberíu, í Noregi, Kanada, Grænlandi, Alaska og í Asíu allt suður til 50° gráðu N-breiddar í Kína. Áður fyrr lifðu þau mun sunnar og voru útbreidd um Kanada og allt suður til Maine á vesturst...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða áhrif hefur dægurklukkan á svefn?

Í stuttu máli má segja að dægurklukkan knýi áfram og samhæfi margbreytilega virkni í líkamanum sem sveiflast yfir sólarhringinn. Gott dæmi um það er dægursveifla melatóníns. Í takti við melatónín eru dægursveiflur í líkamshita en andhverfar, það er hæsti styrkur melatóníns er þegar líkamshitinn er lægstur og öfugt...

category-iconLæknisfræði

Verða varanlegar skemmdir á lungum eftir COVID-19-veikindi?

COVID-19 er sýking vegna kórónuveirunnar SARS-CoV-2. Hafa ber í huga að þessi veira getur valdið sýkingum víða í líkamanum, meðal annars í öndunarfærum. Flestir fá aðeins væga sýkingu í efri öndunarfæri (allt ofan barkakýlis) og stundum niður í berkjur og minni berkjunga. Gögn hingað til benda til þess að bati eft...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig var sólmyrkvi notaður til að sýna fram á kenningar Einsteins?

Þann 6. nóvember 1919 var haldinn fundur sem átti eftir að hafa mikla þýðingu fyrir Albert Einstein og viðtökurnar á kenningum hans. Að fundinum stóðu tvö félög, Konunglega breska vísindafélagið (the Royal Society) og Konunglega breska stjarnfræðifélagið (the Royal Astronomical Society). Fundarstjóri var forseti V...

Fleiri niðurstöður