Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 629 svör fundust
Hvar er landið Katar?
Katar (e. Qatar) er ríki á Katarskaga við suðvestanverðan Persaflóa en skagi þessi gengur norður úr austurströnd Arabíuskaga. Katarskagi er um 160 km að lengd frá norðri til suðurs og um 80 km að breidd frá austri til vesturs. Flatarmál Katar eru tæplega 11.500 ferkílómetrar eða um 1/9 af flatarmáli Íslands. Kat...
Getið þið sagt mér eitthvað um dýralíf og helstu dýrategundir á Indlandi?
Óvíða í heiminum fyrirfinnast fleiri dýrategundir en á Indlandi. Náttúrufræðingar á Indlandi hafa einnig verið duglegir við að skrásetja tegundir sem finnast innan landamæra Indlands. Til dæmis lifa um 390 spendýrategundir á indverskri grund og samsvarar það um 8% af þekktum spendýrategundum í heiminum. Fjöldi fug...
Af hvaða ættbálki, ætt, ættkvísl og tegund er sandreyðurin?
Sandreyðurin (Balaenoptera borealis, e. sei whale) er ein algengasta tegund stórhvela sem finnast hér við land. Hún finnst í öllum höfum í heiminum en heldur sig frá hafsvæðum við miðbaug og heimskautasjó. Sandreyðurin tilheyrir öðrum af tveimur undirættbálkum núlifandi hvala, skíðishvala, en honum tilheyra aðeins...
Af hverju hefur Merkúríus svona stóran járnkjarna?
Hér er einnig að finna svar við eftirfarandi spurningum:Af hverju er reikistjarnan sem er næst sólu ekki bráðnuð fyrst hún er að megninu til úr málmi? (Rán Ólafsdóttir, f. 1992)Er gull á Merkúríusi? (Axel Michelsen, f. 1992)Af hverju er svona mikill munur á hitastigi á nóttu og degi á Merkúríusi? (Margrét Lilja)Me...
Hvenær og hvers vegna hófst byggð í Grímsey?
Í Landnámabók kemur Grímsey ekki við sögu. Bókin var líklega skráð um tveimur til þremur öldum eftir lok þess tíma sem er kallaður landnámsöld og er vafalaust að talsverðu leyti reist á arfsögnum, en ekki er hægt að treysta því að hún fari alls staðar með rétt mál um landnám. En sennilegast verður að teljast að fó...
Er vitað hversu margir loftsteinar hafa fallið á jörðina?
Hér er einnig svarað eftirtöldum spurningum: Hvaða loftsteinar eru taldir þeir stærstu sem fallið hafa á jörðina og hvar féllu þeir? (Guðbjörg Bergsdóttir)Hvað hafa margir loftsteinar rekist á jörðu? (Emil Gunnarsson, f. 1990)Þegar loftsteinn skellur á jörðinni myndast gígur, en hvað verður um loftsteinin sem ger...
Getið þið sagt mér sögu Titanic?
Eitt þekktasta og mannskæðasta sjóslys allra tíma varð 15. apríl árið 1912 þegar risaskipið RMS Titanic fórst með um 1.500 manns. Titanic var á þessum tíma eitt stærsta gufuknúna farþegaskip í heimi. Skipið var 269 m langt og 28 metra breitt, eigin þyngd þess var 46.328 tonn en mögulegur heildarþungi skipsins,...
Hafa eldgos áhrif á veðrið?
Eldgos geta haft mikil áhrif á veðurfar til skemmri tíma, en til þess að svo megi verða þurfa þau að vera mjög stór eða „vel“ staðsett og helst hvoru tveggja. Langflest stór gos eru sprengigos. Þau dreifa miklu magni tiltölulega grófra gosefna í veðrahvolfið en gosefnin falla tiltölulega fljótt út og því er það lí...
Hverjar eru náttúruauðlindir Kanada?
Kanada er annað stærsta land heims, 9.984.670 km2 að flatarmáli. Landið er ríkt af náttúruauðlindum og kennir þar ýmissa grasa eins og kannski við er að búast á svona miklu landflæmi. Hér verða nefnd dæmi um helstu náttúruauðlindir en vitanlega er hægt að tína margt fleira til. Um helmingur lands í Kanada er s...
Hvað er svona merkilegt við Amasonfljótið og Amasonregnskóginn?
Amasonfljót er langstærsta fljót í heimi og vatnsmagnið sem fellur til sjávar er meira en samanlagt vatnsmagn úr Níl, Mississippi- og Yangtze-fljótum. Þótt áin Níl sé 250 km lengri en þeir 6400 km sem Amasonfljótið telur, er hún bara um 2,3% af heildarflæði (m3/s) Amasonfljótsins. Amasonfljótið er um 13 sinnum len...
Er Askja enn virk eldstöð?
Virk eldfjöll eru þau sem gosið hafa á síðustu 10.000 árum. Óvirk eldfjöll eru þau sem ekki hafa gosið undanfarin 10.000 ár og þykja ekki líkleg til þess að gjósa. Samkvæmt þessu er Askja í Dyngjufjöllum svo sannarlega virk eldstöð enda gaus þar síðast árið 1961. Askja er megineldstöð, en svo eru nefnd eldfjöll...
Af hverju er oft sagt að Rómverjar hafi unnið ýmis verkfræðiafrek?
Svarið er einfalt, það er vegna þess að mörg af mannvirkjum þeirra geta vart talist annað en verkfræðiafrek, ekki síst þegar haft er í huga að Rómverjar bjuggu ekki yfir sömu tækni og við: engir byggingarkranar, engar jarðýtur eða aðrar vinnuvélar og þar fram eftir götunum. Samt gátu þeir reist stórfengleg mannvir...
Hvert er helsta einkenni skíðishvala og hvað eru til margar tegundir af þeim?
Skíðishvalir eru meðal stærstu dýra jarðar. Steypireyðurin (Balaenoptera musculus) er skíðishvalur og er hún stærsta dýrið sem vitað er til að hafi lifað á jörðinni. Vegna stærðarinnar eru skíðishvalir betur í stakk búnir til að takast á við köld búsvæði en því stærra sem yfirborð líkamans er, því lengur er líkami...
Hvað getið þið sagt mér um sjávarfallavirkjanir?
Sjávarfallavirkjanir eru einkum tvenns konar; virkjun sem nýtir straumhraða sjávar og virkjun sem nýtir fallhæð sjávarins. Verið er að gera tilraunir með margar gerðir straumvirkjana en algengastar eru vélar sem líkjast vindmyllum. Spaðarnir eru þó miklu styttri þar sem þéttleiki sjávar er margfalt meiri en lof...
Getið þið sagt mér eitthvað um dýralíf í Færeyjum?
Líkt og á Íslandi eru fuglar mest áberandi flokkur hryggdýra í Færeyjum. Ekkert villt landspendýr lifir í Færeyjum nema þau sem hafa borist með mönnum. Spendýr Þrjár tegundir spendýra virðast þrífast ágætlega villtar í dag. Þetta eru brúnrotta (Rattus norvegicus), héri (Lepus timidus) og húsamús (Mus musculu...