Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1222 svör fundust
Af hverju eru verðbréf ekki tekin með í mælingum á verðbólgu?
Spyrjandi bætti einnig eftirfarandi skýringu við spurninguna: Er hugsunin þá sú að þegar verðbréf hækka þá séu raunveruleg verðmæti á bakvið? En hvað með þegar fyrirtæki kaupa eigin bréf og þrýsta þannig eigin verðmæti upp, t.d. eins og gerðist hér hjá bönkunum fyrir hrun? Mælingar á vísitölu neysluverðs by...
Hvað gerist ef vísindin sanna að Guð er ekki til og var aldrei til?
Ólíklegt er að nokkuð muni gerast eða að einhver „sönnun" af því tagi sem spyrjandi gerir ráð fyrir muni hafa eitthvert raunverulegt gildi. Sannast sagna hafa vísindamenn og heimspekingar oft talið sig hafa lagt fram fullgild rök og jafnvel sannanir fyrir annað tveggja tilveru Guðs eða hinu að hann hafi aldrei ver...
Hvaða Danakonungur ákvað að gefa Íslendingum sjálfstæði?
Eiginlega enginn, að minnsta kosti enginn einn. Eini konungurinn sem mér vitanlega tók persónulega ákvörðun um að veita Íslendingum sjálfstæðari stöðu en þeir höfðu haft fram að þeim tíma var Kristján áttundi, sem skipaði svo fyrir árið 1840, þvert ofan í tillögur embættismanna sinna, að Íslendingum yrði gefinn ko...
Hvað er bók og til hvers skrifum við bækur?
Orðið bók barst í íslenskt tungumál með kristilegum lærdómi, líklegast úr fornensku þótt til séu lík orð í öðrum skyldum tungumálum frá sama tíma. Það er að minnsta kosti viðeigandi að ætla að fyrirbærið bók hafi fundið sér leið til Íslands með Biblíunni og öllum „bókum“ hennar, en gríska orðið biblos þýðir einmit...
Eru nanólegur til?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Eru til nanólegur, væri hægt að smíða þær og hvernig væri viðnámið í þeim miðað við venjulegar legur, til dæmis rúllulegur?Það er ekki einfalt mál að svara þessum spurningum. Í stuttu máli eru margir vísindamenn að leita ýmissa tæknilegra lausna á smáum lengdarskala, oft með...
Hver er saga nasistamerkisins eða hakakrossins?
Merkið sem nasistar tóku upp sem tákn Þriðja ríkisins nefnist ýmist hakakross eða swastika, en orðið sauvastika merkir „heillamerki“ eða „heillagripur“ í sanskrít. Uppruni og merking Hakakrossinn á sér bæði merka og langa sögu. Í fornum menningarsamfélögum var hann notaður sem tákn ýmissa fyrirbæra, en þó e...
Hvernig er best að geyma stafræn gögn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað endast tölvugögn lengst með núverandi tækni, svo sem á harðdiskum, minnislyklum og geisladiskum? Ef trúa má "Gróu á Neti" er hámarkstími um 30 ár. Varla viðunandi fyrir einstaklinga, hvað þá bóka- og skjalasöfn. En hvaða úrræði standa þá helzt til boða? Þetta er s...
Hvernig voru mælieiningar staðlaðar á Íslandi áður en metrakerfið var tekið í notkun?
Upprunalega spurningin var: Hvernig hafa Íslendingar staðlað mælieiningar í gegnum tíðina áður en metrakerfið var tekið í notkun? Danskir kaupmenn höfðu einokun á verslun á Íslandi 1602–1787. Átjánda öldin var Íslendingum á margan hátt erfið sökum drepsótta og harðindaára. Verslun dönsku kaupmannanna gekk m...
Er nauðsynlegt að við varðveitum tungumál okkar eða er þetta óþörf fornaldardýrkun?
Spurningunni, eins og hún er orðuð, hvort það sé nauðsynlegt fyrir okkur íbúa þessa lands að tala íslensku eður ei, ætti í sjálfu sér að vera auðsvarað og það neitandi. Strangt tekið er það ekki samkvæmt neinu náttúrulögmáli heldur af sögulegum ástæðum og tilviljunum að við höfum talað þetta tungumál í hartnær tól...
Hvað gerðist í bókmenntum á Íslandi árið 1918?
Freistandi væri að svara einfaldlega að fremur lítið hafi gerst í íslenskum bókmenntum árið 1918. Íslendingar höfðu um ýmislegt annað að hugsa þetta ár sem bar í skauti sér margskonar hörmungar. Þetta ár lauk fyrri heimstyrjöldinni sem hafði haft í för með sér kreppt kjör almennings svo staðan var ekki beysin þega...
A: Setning B er lygi. B: Setning A er sönn. Getur þetta nokkurn tímann gengið upp?
Flestir heimspekingar eru sammála um að þetta geti ekki gengið upp ef það að ganga upp þýðir að báðar setningar hafi ákveðið sanngildi, það er að hvor setning um sig sé annað hvort sönn eða ósönn. En skiptir svona lagað einhverju máli? Er það eitthvert vandamál að setningar eins og(A) Setning B er lygi (B) Set...
Hvaða hluti Rússlands tilheyrir Kákasus?
Rússland, eða Rússneska ríkjasambandið (e. Russian Federation) eins og landið heitir formlega, skiptist niður í 89 stjórnsýslueiningar sem hafa mismunandi mikið sjálfræði í eigin málum. Mest sjálfstæði hafa lýðveldin sem eru 21 talsins. Þau hafa eigin stjórnarskrá, þing og forseta en lúta Moskvustjórninni í utanrí...
Hvað getið þið sagt mér um ríki múslima á Spáni sem kallaðist Al-Andalus?
Árið 711 leiddi herforinginn Tariq ibn Ziyad 1200-1700 manna her Berba frá Norður-Afríku til Suður-Spánar. Herinn kom að landi við Gíbraltar en sem dregur nafn sitt af brenglaðri útgáfa af arabíska heitinu Jebal Tarik sem merkir 'fjall Tariqs'. Eftir að hafa komið her sínum á land er sagt að Tariq hafi látið brenn...
Hverju hvíslaði Óðinn í eyra Baldurs?
Vel er spurt og af miklum fróðskap. En þeim sem ætlað er að svara hlýtur að verða ónotalega við. Spurningin er ættuð frá Óðni sjálfum og boðar mönnum feigð. Henni er varpað fram í fornum ritum þegar Óðinn keppir í visku við Vafþrúðni og Heiðrek konung. Í Vafþrúðnismálum dylst Óðinn sem Gagnráður og undir nafni Ges...
Hvernig verður tungumál til?
Þótt dýr geti haft tjáskipti þá eru það aðeins menn sem tala tungumál. Aðeins mannlegt mál inniheldur málfræðireglur sem gera málhafanum kleift að búa til ný orð og setningar og ræða nýjar hugmyndir. Börn læra tungumál mjög fljótt og auðveldlega, rétt eins og þau hafi meðfædda hæfileika til að tileinka sér móðurmá...