Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 674 svör fundust

category-iconSálfræði

Hvað er svefnsækni og hvernig er hún greind?

Svefnsækni (e. hypersomnia) er sjúkdómur sem einkennist af gífurlegri þreytu og miklum svefni. Þeir sem þjást af svefnsækni eru þreyttir svo til allan sólarhringinn, jafnvel þó þeir hafi náð fullkomnum nætursvefni eða leggi sig á daginn. Þessi mikla þreyta yfir daginn veldur vanlíðan þar sem vökutímar sjúklinga er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna heitir geirfuglinn þessu nafni?

Geirfuglinn (Pinguinus impennis) var stór og ófleygur fugl af stofni svartfugla. Hann lifði á eyjum og skerjum í norðanverðu Atlantshafi og varð aldauða með drápi síðustu tveggja fuglanna við Eldey árið 1844. Geirfugli var fyrst lýst fræðilega í 10. útgáfu ritsins Systema naturae eftir Carl von Linné, sem kom út u...

category-iconJarðvísindi

Hversu langt geta kvikugangar brotið sér leið? Gæti kvikugangur t.d. leitað undir Reykjanesbæ?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hversu langt geta kvikugangar brotið sér leið? Geta þeir farið í allar áttir í jarðskorpunni? Gæti kvikugangur t.d. leitað undir Reykjanesbæ? Kvikugangur er í raun sprunga í bergi sem er full af bergkviku. Sprungan myndast fyrir tilstilli spennu í berginu og ef vökvi er til st...

category-iconStærðfræði

Hver eru elstu handrit að Frumþáttum Evklíðs og hefur verkið varðveist í heild sinni í upprunalegri mynd?

Elstu handritin sem geyma rit Evklíðs, Frumþætti (Elementa, Σστοιχεῖα) á frummálinu, það er að segja á forngrísku, eru frá 9. og 10. öld. Það eru handritin Codex Bodleianus Doruillianus X (oft táknað með bókstafnum B) sem er frá 9. öld og síðan Codex Vaticanus Graecus ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig eru hraun flokkuð eftir efnasamsetningu?

Hefðbundið er að flokka hraun eftir efnasamsetningu í basísk, ísúr og súr hraun (sjá mynd). Hraun af basískri samsetningu eru langalgengust. Þau þekja meira en 70% af yfirborði jarðar og mynda stærsta hluta hafsbotnsins, meirihluta úthafseyja og flæðibasaltfláka meginlandanna.[1] Þó að ísúr og súr hraun séu til st...

category-iconStærðfræði

Hver var al-Khwarismi og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Menning stóð með miklum blóma í Mið-Austurlöndum á áttundu og níundu öld e.Kr. Hún nefndist íslömsk menning, kennd við trúarbrögðin sem urðu til þar á sjöundu öld, íslam. Abū Abdallāh Mohamed ibn-Mūsā al-Khwārismī var íslamskur rithöfundur sem var uppi um það bil 780–850 e.Kr. Al-Khw&...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er dýralífið í Bretlandi?

Lífríki Bretlandseyja ber mjög merki lífríkis þess sem finnst á tempruðum svæðum á meginlandi Evrópu. Dýralífið hefur tekið gríðarlegum breytingum á undanförnum 10 þúsund árum. Bæði hefur sú hlýnun sem varð á veðurfari við lok ísaldar og búseta manna haft mjög mikil áhrif á lífríki eyjanna. Á síðastliðnum öldum...

category-iconHagfræði

Fyrir hvað voru Nóbelsverðlaunin í hagfræði veitt árið 2020?

Þann 12. október 2020 tilkynnti Konunglega sænska vísindaakademían að hún hefði ákveðið að veita bandarísku hagfræðingunum Paul R. Milgrom (f. 1948) og Robert B. Wilson (f. 1937) við Stanford-háskóla, minningarverðlaun Sænska Seðlabankans um Alfred Nobel. Verðlaunin fá þeir fyrir framlag sitt til aukins skilnings ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Finnast mörg smádýr og örverur í hitabeltisregnskógum?

Í stuttu máli er svarið já, aragrúi smádýra og örvera á heimkynni í hitabeltisregnskógum. Langstærsta hluta líffræðilegar fjölbreytni er að finna í hitabeltisskógum og kallast fyrirbærið margbreytileikastigull miðbaugsins (e. latitude diversity gradient) (Willig og Presley, 2018). Kenningin er sú að líffræðile...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér nöfnin á öllum tegundum mörgæsa á íslensku?

Ágreiningur er meðal líffræðinga hvort heildartegundafjöldi mörgæsa í heiminum sé 17 til 19. Flestir líffræðingar hallast að því að tegundirnar séu bara 17 og verður miðað við það í þessu svari. Tegundir eru: Aðalsmörgæs (Pygoscelis adeliae) Þessi tegund lifir á Suðurheimskautslandinu og nokkrum aðliggjandi eyj...

category-iconHugvísindi

Get ég fengið að sjá gríska stafrófið?

Hér fyrir neðan birtum við gríska stafrófið. Á eftir stöfunum koma nöfn þeirra og innan sviga þeir stafir rómverska stafrófsins sem næstir þeim fara að íslenskum framburði: Α, α alfa (a) Ν, ν ny (n) Β, β beta (b) Ξ, ξ xí (x...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig eru loftbelgir, hvernig fljúga þeir, hvaða eldsneyti þurfa þeir og hve stórir eru þeir?

Við höfum gert grein fyrir ýmsum grundvallaratriðum loftbelgja í svari okkar við spurningunni Hvaða gas var notað í loftskip? Hyggilegt kann að vera að lesa það svar áður en lengra er haldið hér. Loftbelgir eru belgir með léttu gasi, nógu léttu til að belgurinn í heild, með umbúðum, farmi og farþegum, geti lyfs...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna eru pöndur í útrýmingarhættu?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað lifa pöndur lengi?Í hvaða löndum lifa pöndur?Hvað heita karldýr, kvendýr og afkvæmi panda? Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós að á ísaldartímabili jarðar (pleistósen), fyrir um 2,6 milljónum til 10.000 árum, lifði risapandan (Ailuropoda melanoleuca) á nokkuð víðáttumiklu ...

category-iconSálfræði

Hvað ákveður nákvæmlega tónhæð hvers tóns?

Hér er einnig svarað spurningunni: Af hverju finnst okkur tvær nótur á nótnaborði sem heita sama nafni (t.d. c' og c'') hljóma eins og þær væru sama nótan? (Ólafur Heiðar Helgason, f. 1992) Hljóðbylgjur myndast þegar eitthvað, til að mynda tónkvísl sem sveiflast, kemur ögnum í andrúmsloftinu (eða öðru efni, svo ...

category-iconSálfræði

Hvers vegna sofum við?

Aðrir spyrjendur eru: Ásgeir Ingvarsson, Heiðrún Lilja, Ragnar Sigurmundsson, Auður Arna Sigurðardóttir, f. 1996, Jón Þór, Gunnlaugur Sverrisson, Lára, Hrafn Ásgeirsson og Karvel Arnarsson. Ein leið til að kanna gagnsemi svefns er að athuga hvað gerist þegar sofið er of lítið. Svefnleysi hefur óæskileg áhrif á...

Fleiri niðurstöður