Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1650 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða barði er í orðinu hjólbarði?

Orðið barði hefur fleiri en eina merkingu samkvæmt Íslenskri orðabók (2002 I:90). Það merkir í fyrsta lagi ‘skip með járnbarði; skjöldur’, í öðru lagi ‘beinhákarl, barðfiskur’, í þriðja lagi ‘illeppur með garðaprjóni og mislitum röndum’ og í fjórða lagi ‘slitgúm á hjóli farartækis’. Það er síðasta merkingin sem hé...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru lóðir undir hús virkilega nefndar eftir verkfæri til að mæla þyngd?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna eru lóðir (land undir hús) nefndar eftir, að því er virðist, verkfæri til að mæla þyngd. Hver er uppruni orðsins lóð sem land undir hús? Til gamans má nefna að spyrjandi vinnur við að afmarka jarðir, lönd og lóðir Íslands. Nafnorðið lóð er til í tveimur kynjum, ...

category-iconHeimspeki

Ef Sókrates væri uppi á okkar tímum, væri hann þá ekki bara iðjuleysingi og ónytjungur?

Vafalaust myndu einhverjir líta á heimspekinginn Sókrates (470-399 f.Kr.) sem ónytjung væri hann uppi í dag, enda gerðu það margir fyrir 2400 árum í Grikklandi. Okkur er ekki kunnugt um að hvítskeggjaður öldungur hafi sést nýlega í hvítum kyrtli og sandölum, sprangandi um Ingólfstorg, umkringdur ungum mönnum með b...

category-iconHeimspeki

Hver er saga grískrar heimspeki?

Grísk heimspeki á sér 2600 ára langa sögu frá fornöld fram á okkar daga. Eðlilegast er samt að skipta sögu grískrar heimspeki í fjögur megintímabil. Fyrsta tímabilið, heimspeki fornaldar, hefst á fyrri hluta 6. aldar f.Kr. og nær að minnsta kosti til ársins 529 e.Kr. en þá létJústiníanus I, keisari austrómverska r...

category-iconStærðfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Rögnvaldur G. Möller rannsakað?

Rögnvaldur G. Möller stundar rannsóknir í grúpufræði. Grúpufræði er ein af megingreinum nútíma algebru. Grúpa $G$ er mengi með einni reikniaðgerð sem kölluð er margföldun þannig að þegar tvö stök i grúpunni eru margfölduð saman þá er útkoman nýtt stak í grúpunni. Um reikniaðgerðina þarf að gilda að $(fg)h=f(gh)$ f...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju hafa Danir verið kallaðir Baunar?

Hér er einnig svarað spurningu Jóns Viðars Baldurssonar og Arnars Skjaldarsonar, sama efnis. Ekki er alveg ljóst hvers vegna Íslendingar völdu niðrunarorðin Bauni eða Baunverjar um Dani en helst er sú notkun tengd innflutningi á baunum til landsins frá Danmörku. Til dæmis tengir Ásgeir Blöndal Magnússon saman b...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er fóvella, sem Fóvelluvötn á Sandskeiði draga nafn sitt af?

Fóvella er gamalt orð yfir fugl sem nú til dags er kallaður hávella (Clangula hyemalis). Hávellan er af andaætt og verpir á Íslandi. Einnig eru til orðmyndirnar fóella og fóerla. Í seinni myndinni er liðurinn -erla ummótaður til samræmis við fuglsheitið erla. Heimildir: Íslensk orðabók, 3. útg., ritst...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvert er algengasta orðið í íslenskri tungu?

Samkvæmt Íslenskri orðtíðnibók eru tíu algengustu orðin í íslensku þessi:ogvera (so.)aðíáþaðhannégsemhafa Hægt er að lesa meira um tíðni orða og bókstafa í svari við spurningunni Hver er tíðni bókstafa í íslensku ritmáli? Eins eigum við svar við spurningunni Hvaða orð er oftast notað í heiminum? og svo væri gagnl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér hvað spunatala er?

Spuni (e. spin) er grundvallareiginleiki allra einda sem byggja upp kraftsvið. Hann er einnig grundvallareiginleiki öreinda sem allt efni í alheiminum er sett saman úr, en það eru eindir á borð við ljóseindir, róteindir eða atómkjarnar. Spunatala er tala sem ákvarðar stærð og stefnu viðkomandi spunaeiginleika. ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er víkjandi lán?

Víkjandi lán mæta afgangi ef fyrirtæki geta ekki greitt öllum sem eiga kröfu á þau. Þau eru því áhættusamari fyrir lánveitendur en önnur lán og að öðru jöfnu þarf að greiða hærri vexti af víkjandi lánum en öðrum. Almennt gildir um flest fyrirtæki að þau skulda mörgum aðilum. Ef allt gengur að óskum stendur tilt...

category-iconFélagsvísindi

Hvert var verðmæti eins sterlingspunds árið 1932?

Verðlag í Bretlandi er nú, í maí 2002, fjörutíu sinnum hærra en það var árið 1932 ef miðað er við hækkun vísitölu neysluverðs þar í landi. Fyrir eitt sterlingspund árið 1932 var því hægt að kaupa álíka mikið og fyrir 40 sterlingspund nú. Rétt er að hafa í huga að slíkur samanburður er af ýmsum ástæðum mjög erf...

category-iconLandafræði

Hvaðan kemur nafngiftin Bíldudalur?

Nafnið Bíldudalur er ekki til í fornritum en Bíldudalseyri er þekkt úr Grímsstaðannál um atburði árið 1579 (Annálar 1400-1800 III:463-464. Reykjavík 1933). Orðið bílda getur merkt ‘drafna í andliti’ og eins ‘ær með andlitsdröfnu’ og er til sem ærnafn en ekki er líklegt að það hafi gefið dalnum nafnið. Bíld...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru einhver finnsk tökuorð eða nöfn í íslensku?

Fá tökuorð munu komin í íslensku úr finnsku. Þekktast er orðið sána ‛gufubað’ úr finnsku sauna í sömu merkingu. Sauna er fjölþjóðlegt tökuorð og er ekki endilega tekið að láni í íslensku beint úr finnsku. Í orðabók yfir forna málið eftir Jan de Vries (bls. xxxvii) er talið að orðin peita, píka, sóta og e...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Er Jónsbók enn í gildi í íslenskum lögum?

Stutta svarið við þessari spurningu er: Rúmur tíundi hluti lögbókarinnar frá 1281, sem nefnd hefur verið Jónsbók, er enn í lagasafni Íslands. Íslendingar gengust Noregskonungi á hönd á árunum 1262-4. Þjóðveldislögin giltu þá í landinu, það er Grágás. Konungur vildi skipta þeim lögum út fyrir eigin lögbók. Hann...

category-iconJarðvísindi

Af hverju eru eyjarnar á Breiðafirði svona margar?

Breiðafjörður og Faxaflói eru hlutar af sömu lágsléttu sem er aðallega tilkomin vegna þess að landið sígur smám saman í hafið eftir því sem það fjarlægist heita reitinn — 2 cm á ári til vesturs en sama sem ekkert til austurs. Einnig á rof af völdum ísaldarjökla og öldugangs sinn þátt í myndun þessarar lágsléttu se...

Fleiri niðurstöður