Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 493 svör fundust
Voru útrýmingarbúðir nasista í seinni heimsstyrjöldinni allar utan Þýskalands?
Í meginatriðum er svarið já, því að nasistar reistu allar afkastamestu búðir sínar á pólsku landsvæði. Nokkur útrýming fór þó fram í þrælkunar- og fangabúðum innan landamæra Þýskalands: Til dæmis voru rúmlega 31.000 manns tekin af lífi í Dachau, sem er skammt frá München, tæplega 57.000 í Buchenwald, sem er ré...
Hvað heita kertin fjögur á aðventukransinum?
Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem þýða „koma Drottins“ og hefst hún á 4. sunnudegi fyrir jóladag. Þessi árstími var löngum - og er reyndar víða enn - kallaðar jólafasta, sem helgast af því að fyrr á öldum mátti þá ekki borða hvaða mat sem var, til dæmis ekki kjöt. Aðventukransinn ...
Hvað er litblinda?
Vísindavefnum hafa borist nokkrar spurningar um litblindu. Hér er einnig svarað spurningunum:Hvernig erfist litblinda? Af hverju er sagt að litblinda sé ríkjandi eiginleiki hjá körlum en ekki konum? Er hægt að lækna litblindu? Er litblinda algeng? Hverjar eru líkurnar að einstaklingur fæðist litblindur á öðru ...
Hver eru merkustu rit Jóns lærða?
Um Jón lærða er fjallað í tveimur öðrum svörum eftir sama höfund:Hver var Jón lærði Guðmundsson?Hvernig var ævi Jóns lærða Guðmundssonar?Fremst í fyrrnefnda svarinu er sagt frá notkun heimilda og á sú athugasemd einnig við um þetta svar. Sumarið 1637 fór Jón til Austurlands og dvaldist þar til æviloka 1658, e...
Er til einhver skýring á örnefninu Sörkushólar?
Sörkushólar er sérkennilegt örnefni. Það kemur tvisvar fyrir í Austur-Skaftafellssýslu en að því er virðist hvergi annars staðar. Nafnið er torskýrt. Menn hafa í hálfkæringi giskað á að nafnið kunni að vera dregið af enska (og alþjóðlega orðinu) Circus (framburðurinn verandi Sörkus) og stafi af því að hólarnir min...
Hvernig myndast sýklalyfjaþol?
Sýklar eru meðhöndlaðir með margskonar lyfjum en stundum verða þeir þolnir. Einnig er talað um lyfjaónæma stofna baktería. Orsökin fyrir tilurð þeirra er sú að sýklalyf eru sterkur valkraftur, sem leiðir til breytinga á stofni sýklanna. Hér er að verki náttúrulegt val, sem Charles Darwin og Alfred Wallace uppgötvu...
Hvenær fóru konur að erfa til jafns við karla?
Sé litið til fornra hátta á vestrænu menningarsvæði í víðum skilningi birtast tvær leiðir við skiptingu arfs eftir kynjum. Í Gamla testamentinu er gert ráð fyrir því að synir erfi á undan dætrum, enda segir Drottinn í 4. Mósebók: En til Ísraelsmanna skalt þú mæla þessum orðum: Nú deyr maður og á ekki son, skul...
Hvenær barst metrakerfið til Íslands?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvenær barst metrakerfið til Íslands, hvernig barst það til Íslands og hvers vegna? Metrakerfið er upprunnið á dögum frönsku stjórnarbyltingarinnar og var formlega tekið í notkun í Frakklandi árið 1795. Það var andsvar við mörgum og ólíkum kerfum mælieininga sem oll...
Af hverju er talað um græna herbergið í Evróvisjón?
Löng hefð er fyrir því á Englandi og í sumum öðrum enskumælandi löndum að kalla rýmið sem leikarar sitja stundum í og spjalla saman áður en þeir fara inn á svið græna herbergið (e. green room). Á meginlandi Evrópu ganga sams konar herbergi yfirleitt undir öðrum nöfnum. Í Frakklandi kallast þau foyer des artistes, ...
Hvers vegna fellur á silfur og hvernig er best að koma í veg fyrir það?
Silfur er málmur og frumefni númer 47 í lotukerfinu. Það hefur efnatáknið Ag sem er skammstöfun á latneska heiti þess argentum. Nýfægt silfur er hvítt á lit eða einfaldlega silfurlitt. Silfur dökknar hins vegar með tíð og tíma og þá er sagt að það falli á silfrið. Ástæðan fyrir þessum litabreytingum er að silfrið ...
Hvernig var sólmyrkvi notaður til að sýna fram á kenningar Einsteins?
Þann 6. nóvember 1919 var haldinn fundur sem átti eftir að hafa mikla þýðingu fyrir Albert Einstein og viðtökurnar á kenningum hans. Að fundinum stóðu tvö félög, Konunglega breska vísindafélagið (the Royal Society) og Konunglega breska stjarnfræðifélagið (the Royal Astronomical Society). Fundarstjóri var forseti V...
Hverjar eru helstu ástæður landnáms?
Landnám köllum við það þegar fólk eða dýr setjast að þar sem þau hafa ekki verið áður. Í þessu svari verður fjallað um ástæður þess að fólk nemur land og tekin dæmi bæði af því þegar fólk nemur óbyggt land – eins og gerðist á Íslandi í lok 9. aldar – og þegar það ryður úr vegi fyrri íbúum og byggir nýtt samfélag a...
Hvernig er best að læra undir próf?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hvernig er best að læra undir próf? Það væri gott að fá að vita í bæði tungumálagreinum og bóklegum greinum (spyrjandi: Einar Þór Stefánsson, f. 1988). Hvort er betra að byrja að læra undir próf daginn fyrir og læra allt á einum degi eða að fara rólega og taka um v...
Hvers vegna hylja konur brjóstin á Vesturlöndum en ekki sums staðar í Afríku?
Mismunandi hitastig í Afríku og á Vesturlöndum hefur að sjálfsögðu áhrif á hvernig fólk klæðir sig. Hins vegar er mismunandi hitastig ekki einhlít skýring á því hvers vegna lögð er áhersla á að konur hylji brjóst sín á Vesturlöndum en ekki sums staðar í Afríku. Frekari skýringa þarf því að leita í menningu og samf...
Hvað er malbik og hvernig er það framleitt?
Efsta lag vegbyggingar nefnist slitlag en hér á landi er aðallega um tvenns konar bikbundin slitlög að ræða, malbik sem er heitblandað í malbikunarstöð og klæðingu. Óbundin slitlög nefnast malarslitlög. Malbik er blanda af steinefni, biki og stundum íaukum (trefjum, viðloðunarefnum, vaxi, sementi, kalkdufti og ...