Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 518 svör fundust

category-iconFornfræði

Hvaða hlutverki gegndu Vestumeyjar í Róm til forna?

Hinar rómversku Vestumeyjar voru sex talsins. Þeirra meginhlutverk var að gæta þess að eldurinn slokknaði aldrei í opinberu eldstæði ríkisins sem kennt var við gyðjuna Vestu, en grískt heiti hennar er Hestía. Hún var hjarta Rómar og heiti hennar var nafnhvörf fyrir borgina sjálfa hjá rómverskum skáldum. Embætti Ve...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvaða þekkta reikistjarna líkist jörðinni mest?

Það er ekki langt síðan fyrsta reikistjarnan fyrir utan okkar sólkerfi fannst. Síðan þá hafa fjölmargar aðrar fundist. Þessar reikistjörnur eru flestar gjörólíkar jörðinni og ekki er mögulegt að þar þrífist líf eins og við þekkjum það. Nýlega kom hins vegar fram áhugaverð kenning frá rannsóknarhópi sem skoðaði gög...

category-iconHugvísindi

Hvað er vitað um ævi skáldkonunnar Saffóar?

Í raun er afar lítið vitað með vissu um ævi Saffóar. Margt af því sem við teljum okkur vita byggir á því sem fram kemur í kvæðum hennar en deilt er um hversu áreiðanlegar sjálfsævisögulegar upplýsingar eru í fornum kveðskap. Það er að segja, þótt skáldið fullyrði eitthvað um sjálft sig eða gefi í skyn í kvæðum sín...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er til lýsing á gosinu í Eyjafjallajökli 1612?

Snemma á 17. öld kom tékkneskur ferðamaður, Daniel Vetter, til Íslands. Hann ritaði frásögn um ferð sína (sjá tilvitnun að neðan). Þar má finna ýmsan fróðleik um landið. Sumt er með nokkrum ólíkindum en annað mjög upplýsandi. Nákvæmt ártal heimsóknarinnar virðist fara eitthvað milli mála. Hér er engin afstaða t...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir stundaði Gunnar Karlsson?

Gunnar Karlsson (1939-2019) lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands árið 1970 með sögu Íslands sem kjörsvið. Árið 1978 varði hann doktorsritgerð um sagnfræðilegt efni við sömu stofnun. Hann starfaði sem háskólakennari í sagnfræði á árunum 1974 til 2009, fyrst í University College í London 1974–7...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað gerist þegar vatni er hellt úr íláti í þyngdarleysi?

Fleiri spurningar:Er hægt að hella vatni í þyngdarleysi? Og ef sú er raunin er þá hægt að lepja það úr loftinu? Hvað verður um vatn þegar að kemst út í geiminn? Flýtur það eða eitthvað annað? Hvað gerist ef þú hellir úr vatnsfötu úti í geimnum? Í geimstöðvum sem hringsóla um jörðina er nánast algjört þyngdarl...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru vinsælustu svör ársins 2016 á Vísindavefnum?

Vísindavefur HÍ birti 336 svör árið 2016. Auk þess var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað beint, bæði með tölvupósti og símtölum. Heildarfjöldi birtra svara á Vísindavefnum var 11.415 í árslok 2016. Það er rétt að taka fram að oft munar ekki ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er ósæðalokuþrengsl og hvaða nýjungar eru í meðferð?

Ósæðarlokuþrengsl eru algengasti hjartalokusjúkdómurinn á Vesturlöndum og þriðji algengasti hjarta- og æðasjúkdómurinn á eftir háþrýstingi og kransæðasjúkdómi.[1] Á Íslandi er algengi ósæðarlokuþrengsla samkvæmt hjartaómun 4,3% hjá einstaklingum yfir sjötugt en samhliða hækkandi aldri þjóðar má gera ráð fyrir að f...

category-iconHugvísindi

Hverrar ættar var Axlar-Björn og hver var kona hans?

Raðmorðinginn Axlar-Björn hét Björn Pétursson og var fæddur um miðja 16. öld og tekinn af lífi 1596. Kona hans hét Þórdís Ólafsdóttir en önnur heimild telur hana þó hafa heitið Steinunni. Um svokallaða framætt Axlar-Bjarnar, það er að segja forfeður hans og formæður, er lítið vitað annað en að faðir hans hefur ...

category-iconFélagsvísindi

Eru al-Kaeda skipulögð samtök eða bara samheiti sem er notað yfir íslamska hryðjuverkamenn?

Al-Kaeda eru svo sannarlega skipulögð alþjóðleg hryðjuverkasamtök undir forystu Osama bin Ladens. Hins vegar hefur borið á því að undanförnu að nafnið sé einnig notað yfir nánast öll íslömsk hryðjuverkasamtök sem starfa eftir svipaðri hugmyndafræði, jafnvel þótt þau tengist al-Kaeda ekki beint. Á þessu er sú s...

category-iconLandafræði

Hvað er Snæfellsjökull hár og hvar er hann í röðinni yfir hæstu jökla Íslands?

Snæfellsjökull nær upp í 1446 m hæð og er áttundi hæsti jökull landsins. Hæstur er vitaskuld Vatnajökull með Hvannadalshjúk, hæsta tind landsins sem rís 2110 (nákvæmlega 2110,6) metra yfir sjávarmál. Þar á eftir kemur Hofsjökull sem nær upp í 1800 metra hæð. Drangajökull er hins vegar lægstur af helstu jöklum la...

category-iconÞjóðfræði

Er karlinn í tunglinu til?

Í evrópskri þjóðtrú er oft minnst á karlinn í tunglinu. Hér á landi er til þjóðsaga um karlinn og hann sagður hafa verið bóndi nokkur sem hafi bundið hey sitt á sunnudegi. Guð ákvað að refsa honum fyrir að vinna á hvíldardaginn með því að setja hann upp í tunglið. Í Noregi ber samsvarandi karl hrís í körfu á bakin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er samfélag katta í borgum eins og til dæmis í Reykjavík?

Kettir hafa fylgt manninum í þúsundir ára og eru afar algeng húsdýr bæði í þéttbýli og dreifbýli. Skipta má borgarköttum í tvo meginflokka, annars vegar heimilisketti og hins vegar villiketti eða heimilislausa ketti. Mörkin þarna á milli eru ekki alltaf skýr þar sem heimiliskettir geta verið hálfvilltir í öllu at...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaðan er leikurinn 'Fram, fram fylking' upprunninn og hvaðan kemur textinn sem sunginn er í honum?

“Fram, fram fylking” hefur verið vinsæll leikur meðal íslenskra barna í meir en 100 ár. Vitað er að höfundur textans var Ari Jónsson (1833-1907), bóndi á Þverá í Eyjafirði. Nafn hans kemur fram í bókinni Kvæði og leikir handa börnum eftir Halldóru Bjarnadóttur (1873-1981) en sú bók kom út árið 1917 og var ein fyrs...

category-iconHugvísindi

Er búið að finna bein Ingólfs Arnarsonar?

Hvað sem fólkið hét sem fyrst byggði í Reykjavík (sjá Var Ingólfur Arnarson til í alvörunni?) er víst að bein þeirra hafa ekki fundist. Engin kuml – grafir úr heiðni – hafa fundist neinsstaðar nálægt Reykjavík. Næstu kuml eru á Suðurnesjum, á Hvalnesi og Hafurbjarnarstöðum, en annars þarf að fara upp í Borgarfjö...

Fleiri niðurstöður