Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1103 svör fundust

category-iconHugvísindi

Í hverju bjuggu víkingar?

Í húsagerð notuðu víkingar þann efnivið sem var í boði á hverjum stað. Á Íslandi voru hús byggð úr mold, torfi, grjóti og rekaviði. Sá viður sem þurfti í burðargrind húsa var innfluttur. Annars staðar þar sem skógar voru miklir, eins og í Noregi, voru húsin úr timbri en einnig voru byggð steinhús. Elstu híbýli ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er stærsta þekkta liðdýrið?

Við höfum áður skrifað um stærsta núlifandi liðdýr (Arthropoda) jarðar, en það er japanski köngulóarkrabbinn (Macrocheira kaempferi) sem finnst á grunnsævi umhverfis Japanseyjar. Á fyrri skeiðum jarðstögunnar voru hins vegar til mun stærri liðdýr en þau sem lifa í dag. Það sýnir steingervingasagan okkur. Eitt s...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru sefítar?

Sefítar eru svonefndar sveiflustjörnur sem sveiflast milli birtustiga með ákveðnum sveiflutíma. Slíkar stjörnur þekkjast á því að þær auka birtu sína fljótt og dofna síðan hægt og rólega aftur. Sefítar heita svo eftir d Cephei (delta í Sefeusi) sem var fyrsta stjarnan sem uppgötvaðist af þessari gerð, árið 1784. S...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru til margar apategundir?

Gert er ráð fyrir að spyrjandi sé að fiska eftir því hversu margar tegundir prímata (Primata) séu þekktar í heiminum en enska hugtakið „primate“ er safnheiti yfir hugtökin „apes“ (apar), „monkeys“ (apar/apakettir) og „lemurs“ (lemúrar). Alls eru þekktar 412 tegundir í þessum ættbálki spendýra. Aðeins ættbálkar leð...

category-iconNæringarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Anna Sigríður Ólafsdóttir rannsakað?

Anna Sigríður Ólafsdóttir er prófessor í næringarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir Önnu Sigríðar eru á sviði næringar, heilsu og lífshátta. Heilsuhegðun og þyngdarstjórnun eru meðal viðfangsefna þar sem horft er til heilsueflingar, forvarna og meðferðar. Rannsóknir Önnu Sigríðar hafa eink...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur maður drukkið svo mikið vatn að það verði óhollt eða skaðlegt líkamanum?

Um 60% af líkamsþyngd heilbrigðra einstaklinga er vatn. Þetta hlutfall er heldur lægra hjá konum en körlum og getur verið enn lægra hjá þeim sem eru feitir eða aldraðir. Um tveir þriðju af líkamsvatninu er inni í frumum líkamans (frumuvatn) en þriðjungur utan frumna (millifrumuvökvi). Meðalmaður hefur því rúmlega ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er POSIX?

POSIX (Portable Operating System Interface for UNIX) er staðall sem skilgreinir viðmót stýrikerfis gagnvart notendaforritum. Þessi staðall er um 15 ára gamall og var upphaflega ætlaður til þess að samræma viðmót þeirra mörgu stýrikerfa sem svipuðu til UNIX stýrikerfisins og voru í notkun á þeim tíma. Þetta voru st...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvernig er hægt að útskýra hvað fólst í Vernerslögmálinu sem málfræðingurinn Karl Adolf Verner vakti athygli á 1875?

Athugasemd ritstjórnar: Ýmis sértákn sem eiga að vera í þessu svari skila sér ekki á html-sniði. Til þess að lesa svarið með réttum táknum er hægt að skoða pdf-útgáfu svarsins. Vernerslögmálið er kennt við Danann Karl Adolf Verner (1846–1896) sem sjá má á myndinni hér til hliðar. Það er í raun framhald ...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um lágplinísk eldgos?

Þeytigos kallast lágplinísk þegar hæð gosmakkar er 10-20 kílómetrar. Munurinn á þessum gosum og vúlkönskum er sá að í lágplinísku gosi er streymi upp úr gígnum samfellt en ekki í stökum sprengingum. Lágplinísk þeytigos eru yfirleitt skammæ og standa sjaldan lengur en nokkrar klukkustundir. Kvikan er oftast ísúr eð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru öll íslensk orð sem byrja á bókstafnum p tökuorð?

Íslenska er eitt germanskra mála, nánar tiltekið norðurgermanskt mál eins og danska, færeyska, norska og sænska. Í germönskum málum varð sú hljóðbreyting að indóevrópsk lokhljóð urðu að órödduðum önghljóðum og er eitt það mikilvægasta einkennið, sem skilur germanska málaflokkinn frá öðrum innan indóevrópsku málafj...

category-iconMið-Austurlönd

Hvaða rannsóknir hefur Þórir Jónsson Hraundal stundað?

Þórir Jónsson Hraundal er lektor í Mið-Austurlandafræðum og arabísku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Þórir er stúdent frá MH, lauk BA-gráðu í almennum málvísindum frá Háskóla Íslands 1998, og lagði stund á semitísk mál við Háskólann í Salamanca á Spáni. Hann lauk M.Litt.-gráðu við Cambridge-háskóla 20...

category-iconLífvísindi: almennt

Getur lúpína ekki sáð sér yfir girðingu, samanber myndina sem ég tók?

Öll spurning Atla hljóðaði svona: Vitið þið hvernig stendur á því að lúpínan heldur sig bara vinstra megin við girðinguna, ofar þar fer girðingin aðeins til hægri og svo aftur beint upp eftir og lúpínan eltir girðinguna en fer aldrei yfir hana? Svarið við þessari spurningu er einfalt: Utan girðingar er sauð...

category-iconSálfræði

Hvar í heilanum eru minningar geymdar?

Um þetta er meðal annars fjallað í ýtarlegu svari Jörgens Pind við spurningunni Hvernig fer heilinn í okkur að því að muna? Mynd sem sýnir hvernig mismunandi svæði heilans virkjast eftir því hvort við notum sjón- eða heyrnarsvæði heilans. Þar kemur fram að svokallaður dreki (e. hippocampus) gegnir mikilvægu hlut...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru apar með botnlanga og ef svo er, geta þeir þá fengið botnlangakast?

Svarið við báðum þessum spurningum er já! Apar og reyndar velflest önnur dýr með jafnheitt blóð hafa botnlanga. Botnlangi apa er yfirleitt stærri en botnlangi manna. Í simpönsum (Pan troglodytes) er botnlanginn um 10 cm langur en í mönnum er hann um 7 cm. Botnlangi simpansa er breiðari og snúnari en hjá mönnum. Í ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig er talið að ólíkar kvikugerðir sem koma upp í íslenskum eldstöðvum verði til?

Þessi spurning beinist að kjarna storkubergfræðinnar – uppruna og venslum hinna ýmsu bergtegunda. Á síðasta fimmtungi 20. aldar var orðið ljóst að storkubergi á jörðinni má í aðalatriðum skipta í fjórar meginsyrpur, sem hver um sig tengist tilteknu „jarðfræðilegu umhverfi.“ Á rekhryggjum myndast lág-alkalíska eða ...

Fleiri niðurstöður