Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1226 svör fundust
Hvert er rúmmál Vatnajökuls talið vera og hversu gott er það mat?
Vatnajökull er víðast hvar 400-700 m þykkur, um 400 m að meðaltali, en mest um 950 m. Alls er rúmmál hans um 3.200 km3 sem jafngildir um 30 m þykku íslagi jafndreifðu yfir allt Ísland. Nákvæmni matsins gæti verið 3%. Vatnajökull 22. september 1973. Mynd frá Landsat gervitungli. Þykkt jökulsins hefur verið mæld...
Hvers konar fluga er 'Bombylius major' og finnst hún á Íslandi?
Tegundin Bombylius major eins og hún nefnist á fræðimáli kallast á íslensku loðfluga eða stóra loðfluga. Loðflugan er ekki býfluga en þróunin hefur búið svo um hnútana að hún líkist humlum. Það kallast hermun (e. mimicry) þegar tegundir líkjast nákvæmlega öðrum tegundum eða jafnvel hlutum og er tilgangurinn oftar ...
Hvað búa margir í Moskvu, höfuðborg Rússlands?
Rússland er stærsta land jarðarinnar að flatarmáli og það níunda fjölmennasta en 143,4 milljónir manna eru búsettar þar í landi. Í Moskvu búa 11,5 milljónir manna eða um 8% af íbúafjölda Rússlands. Kreml-borgarvirkið prýðir Moskvuborg. Stærð Moskvu er 2511 km2 svo að fjöldi íbúa á hvern ferkílómetra er um 4580...
Hver er ber að baki og á hann bróður?
Setningin „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi“ er úr 152. kafla Njáls sögu. Njáll og synir hans höfðu verið brenndir inni en Kára Sölmundarsyni, tengdasyni Njáls, tókst að sleppa úr brennunni. Hann leitaði hefnda og liðsinnis þar sem það var að hafa. Hann kom að bænum Mörk í Þórsmörk þar sem Björn nokkur hví...
Hvers vegna eru mörg vestfirsk fjöll slétt að ofan en ekki tindótt?
Vestfjarðakjálkinn er 10 til 16 milljón ára gamall, myndaður að mestu úr hraunum sem runnu frá rekbelti sem lá um Snæfellsnes og norður í Miðfjörð (Húnaflóa). Á þeim tíma, það er fyrir ísöld, hefur landslag verið fremur flatt og lítt skorið fjörðum og dölum, þannig að stór hraun runnu langar leiðir út úr gosbeltin...
Af hverju eru menn 70% vatn?
Það er rétt hjá spyrjanda að vatn er stór hluti af líkama manna og raunar allra lífvera á jörðinni. Mest er af vatni í líkama okkar þegar við erum nýfædd, þá er talið að allt að 75% líkamans sé vatn. Hlutfall vatns minnkar með árunum, mest á fyrstu 10 árum ævinnar. Yfirleitt er talið að hjá fullorðnum karlmönnum s...
Af hverju er minna andrúmsloft í geimnum en á jörðinni?
Lofthjúpurinn er þunnt gaslag sem umlykur jörðina. Hann er að mestu úr nitri og súrefni en einnig úr öðrum gastegundum. Lofthjúpurinn myndaðist líklega á löngum tíma úr gosgufum frá eldfjöllum. Það sama á reyndar við um hafið, eins og lesa má um í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvaðan kom hafið? ...
Hvaða hvalategund gleypti Jónas?
Það er í raun ekki hægt að ákvarða nákvæmlega hvers lags skepna gleypti Jónas. Í hebreska textanum er einfaldlega talað um „stóran fisk“, dag gadol, en dag hefur almenna skírskotun til hvers konar fisks sem vera kann. Þar með er auðvitað ekki útilokað að höfundurinn hafi haft hval í huga enda ekki ólíklegt að menn...
Hvað er hornskeifa?
Skeifa er íbjúgt járn, sett undir hófa á hestum til að hlífa þeim. Sögnin að járna er höfð um það þegar skeifurnar eru negldar á hófana. Hornskeifa er hins vegar gerð úr horni dýrs, til að mynda hrútshorni. Fyrr á tíð þekktist það hjá fátækum bændum, eða þegar skortur var á járni, að beygja stór hrútshorn og ne...
Af hverju drepa minkar bráð sína til gamans?
Minkar (Mustela vison) eru rándýr sem drepa önnur dýr sér til matar. Það atferli minksins sem spyrjandi vísar til kallast afrán umfram þarfir (e. surplus/superfluous killing) en með því er átt við að dýr drepi meira en það þarf í eina máltíð. Orðalagið að „drepa til gamans“ á þess vegna ekki við hér. Fjölmargar...
Hvernig vann Persaveldi sig upp aftur eftir að Alexander mikli lagði það undir sig?
Hið forna Persaveldi sem Alexander mikli Makedóníukonungur (356-323 fyrir Krist) sundraði er aftur upp risið við lok 2. aldar fyrir Krist, sem veldi Arsakída. Persar taka aftur sjálfir við völdum á 3. öld eftir Krist. Fyrst er að gera greinarmun á Persíu og Persaveldi. Dareios III Persakonungur var ráði...
Hver er þriðji stærsti skógur Íslands?
Frá fornu fari hefur verið talað um þrjá höfuðskóga Íslands: Hallormsstaðaskóg, Vaglaskóg og Bæjarstaðarskóg. Í þeim öllum eru trén óvenjuhávaxin á íslenskan mælikvarða og eru tveir þeir fyrrnefndu allstórir að flatarmáli en Bæjarstaðarskógur talsvert minni um sig. Því hefur verið haldið fram að Hallormsstaðaskóg...
Hvað getið þið sagt mér um rauðpöndur?
Rauðpandan (Ailurus fulgens) sem einnig er kölluð litla panda er smávaxin tegund af ætt rauðpanda (Ailuridae). Hún hefur einnig stundum verið kölluð kattbjörn þar sem hún minnir um margt á kött bæði í útliti og atferli. Hún var áður flokkuð til ættar hálfbjarna, en náttúrufræðingar töldu lengi vel að rauðpandan og...
Veiddi íslenski refurinn geirfuglinn?
Því miður er ýmislegt á huldu um geirfuglinn (Pinguinus impennis), til dæmis vitum við lítið um afræningja hans, aðra en manninn. Ekki er ósennilegt að geirfuglinn hafi verið aðlagaður að varpi á úthafseyjum, skerjum og hólmum. Nánast útilokað er að hann hafi verpt í einhverjum mæli á svæðum þar sem landrándýr, þ...
Hvaða þekkta reikistjarna líkist jörðinni mest?
Það er ekki langt síðan fyrsta reikistjarnan fyrir utan okkar sólkerfi fannst. Síðan þá hafa fjölmargar aðrar fundist. Þessar reikistjörnur eru flestar gjörólíkar jörðinni og ekki er mögulegt að þar þrífist líf eins og við þekkjum það. Nýlega kom hins vegar fram áhugaverð kenning frá rannsóknarhópi sem skoðaði gög...