Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 474 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um hafmeyjar?
Sagnir um hafmeyjar eru gamlar og eiga meðal annars rætur í grískum goðsögum um sírenur. Sírenurnar voru raddfagrar söngmeyjar í fuglslíki að neðanverðu er seiddu til sín menn með yndisfögrum söng og drápu þá. Ýmsum sögum fer af uppruna þeirra en þeim ber þó flestum saman um að sírenurnar hafi hlotið fuglshaminn s...
Hvernig eru reglurnar með stúdentahúfur? Hvenær eiga þær að vera svartar?
Sá siður að skólanemendur (hér áður fyrr einkum skólapiltar) klæði sig með einkennandi hætti og beri þá meðal annars sérstök höfuðföt á sér rætur allt aftur til miðaldaskólanna í Evrópu og jafnvel mætti fara enn aftar í söguna. Oftar en ekki dró þessi einkennisklæðnaður dám af fatatísku embættismanna og yfirstétta...
Hvað getið þið sagt mér um geðhvarfasýki II og að hvaða leyti er hún ólík hringhygli?
Geðhvarfasýki telst til geðrofssjúkdóma þar sem fram koma ýmis geðrofseinkenni, svo sem missir á raunveruleikatengslum, ofskynjanir, ranghugmyndir og truflun á formi hugsana eða tilfinningaflatneskja, framtaksleysi og þunglyndi. Geðhvarfasýki er almennt talin hrjá um 1% þjóðarinnar. Sjúkdómnum er skipt í undirflok...
Hver var Abu Bakr og hvaða áhrif hafði hann á íslam?
Abu Bakr var einn helsti félagi Múhameðs spámanns, ráðgjafi hans og tengdafaðir. Hann fæddist í Mekka árið 573 og var af efnaðri kaupmannafjölskyldu kominn. Fjölskylda hans tilheyrði svonefndum Quyrash-ættbálki. Á sínum yngri árum umgekkst hann Bedúína töluvert og þar kviknaði áhugi hans á kameldýrum. Nafn hans má...
Hver var James Lind og hvert var hans framlag til næringarfræðinnar?
James Lind (1716-1794) var merkur herlæknir sem fæddist í Edinborg í Skotlandi. Hann er helst þekktur fyrir að hafa fundið forvörn og lækningu við skyrbjúg (e. scurvy) en auk þess var hann mikill talsmaður almenns hreinlætis um borð í skipum breska sjóhersins. Á 16. öld var skyrbjúg lýst nákvæmlega og gefið nafn o...
Er salt krydd?
Til þess að geta svarað þessari spurningu er nauðsynlegt að fara yfir það hvað salt er og hvað er krydd. Salt Saltið sem við notum í matinn okkar er steinefni, natrínklóríð NaCl, og hefur verið notað við matargerð allt síðan á steinöld. Samkvæmt Íslenskri orðabók er salt "efni (natrínklóríð) með sérkennilegt ...
Af hverju syngjum við Adam átti syni sjö og Þyrnirós var besta barn um jólin?
Upprunalegu spurningarnar voru: Af hverju syngjum við Adam átti syni sjö á jólunum? Þar er hvorki talað um jólasveina né Jesúbarnið. Af hverju er lagið Adam átti syni sjö jólalag? Hver er uppruni lagsins Þyrnirós var besta barn og af hverju tengist það sérstaklega jólunum? Ýmsir erlendir söngvaleikir, svo sem ...
Geta dýr eins og maurar stundað ræktun?
Landbúnaður er undirstaða samfélags manna og velmegunar. Við mennirnir hagnýtum margar tegundir plantna og dýra til fæðuframleiðslu. En aðrar tegundir dýra geta líka stundað ræktun og eru maurar líklega þekktasta dæmið. Flestar tegundir maura eru rándýr, og talið er að fyrstu maurarnir hafi stundað ránlífi. Maurar...
Hvenær fórum við að nota íslenskar stúdentshúfur?
Stúdentshúfur á Íslandi eiga sér langa sögu en segja má að stúdentshúfan sem flestir nota í dag eigi rætur að rekja til áranna rétt fyrir og eftir 1918, eða til þess tíma sem Íslendingar urðu fullvalda. Saga húfunnar tengist þeim hræringum sem urðu í íslensku þjóðlífi í aðdraganda fullveldis. Eiginlegar stúdent...
Hve margir Íslendingar dóu í seinni heimsstyrjöldinni?
Hér er gert ráð fyrir að spurt sé um fjölda þeirra Íslendinga sem létust af orsökum sem tengja má stríðinu og veru hersins hér á landi en ekki heildarfjölda þeirra sem létust á þeim árum sem stríðið stóð yfir. Vitað er með vissu um 159 Íslendinga sem létu lífið vegna ófriðarins með einum eða öðrum hætti. Af þe...
Hvaðan komu veirur og hvenær urðu þær til?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni veira og hver er saga þeirra? Hafa þær alltaf verið til? Allt líf á jörðinni er af einum meiði. Þetta staðfesta nokkrar staðreyndir, erfðaefnið (DNA) og táknmálið er það sama í öllum lífverum,[1] og örvhentar amínósýrur (e. left handed amino acids) eru ...
Eru eða voru til íslenskir súrrealistar?
Þó að hugtakið súrrealismi nái yfir vítt svið og hann hafi látið að sér kveða í ýmsum greinum bókmennta og lista, svo sem ljóðum, skáldsögum og kvikmyndum, og haft áhrif einnig út fyrir þær, þar sem hann hefur meðal annars bæði þjóðfélagslega og siðferðilega skírskotun, þá er að sumu leyti auðveldara að festa á ho...
Af hverju er öskudagur haldinn hátíðlegur?
Öskudagur er upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars. Öskudagur hefur lengi verið mikilvægur í katólska kirkjuárinu og nafn hans er dregið af því að þá er sums staðar ösku dreift yfir höfuð kirkjugesta, og til þess notaður jafn...
Hverjir áttu mestan þátt í söfnun þjóðsagna á Íslandi?
Líta má á þetta svar sem framhald af svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru þjóðsögur og hverjir söfnuðu þeim fyrst hér á landi? Gagnlegt gæti verið fyrir lesendur að kynna sér það áður en lengra er haldið. Söfnun þjóðfræða á 19. öldMeð rómantík 19. aldar verður skráning þjóðlegs fróðleiks úr munnlegri gey...
Hvað er skáldskapur?
Orðið 'skáldskapur' merkir nánast 'það sem skáldin skapa'. Flestir tengja skáldskap líklega við það sem menn yrkja, til dæmis ljóð. Í Heimskringlu er sagt frá atgervi Óðins og hvers vegna hann var tignaður. Þar segir meðal annars:hann talaði svo snjallt og slétt að öllum er á heyrðu þótti það eina satt. Mælti hann...