Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 438 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr eru hreisturdýr og hvað eru til margar tegundir af þeim?

Hreisturdýr eru spendýr í ættbálknum Pholidota. Aðeins ein ætt tilheyrir þeim ættbálki: Manidae eða hreisturdýraætt. Ættin skiptist í þrjár ættkvíslir, Manis-ættkvíslina í Asíu sem telur fjórar tegundir og afrísku ættkvíslarnar Phataginus og Smutsia sem hvor um sig greinist í tvær tegundir. Manis culionensis...

category-iconHeimspeki

A: Setning B er lygi. B: Setning A er sönn. Getur þetta nokkurn tímann gengið upp?

Flestir heimspekingar eru sammála um að þetta geti ekki gengið upp ef það að ganga upp þýðir að báðar setningar hafi ákveðið sanngildi, það er að hvor setning um sig sé annað hvort sönn eða ósönn. En skiptir svona lagað einhverju máli? Er það eitthvert vandamál að setningar eins og(A) Setning B er lygi (B) Set...

category-iconVísindi almennt

Hvernig eru Elo stig í skák reiknuð út?

Mönnum hefur lengi verið hugleikið að fá úr því skorið hver sé besti skákmaður heims og ekki síður að leggja mat á það hvar einstakir skákmenn standa hvor gegn öðrum. Áður en Elo-stigin komu til sögunnar var ekki til neitt samræmt kerfi til stigaútreikninga. Á Ísland fann skákfrömuðurinn Áki Pétursson (1913-1970) ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvers vegna sýnast sól og máni stærri lágt á himni?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvers vegna er tunglið stærra við sjóndeildarhringinn en hátt á lofti? (Ragnar Sverrisson)Ég hef tekið eftir því að tunglið sýnist mun stærra þegar það er við sjóndeildarhring en þegar það er í hvirfilstöðu. Eru þetta sjónhverfingar eða er firð tunglsins svo mismunandi að fjarlægð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru helstu líffæri dýra- og plöntufrumu og hvaða hlutverki gegna þau?

Dýra- og plöntufrumur eru kjarnafrumur. Eins og nafnið gefur til kynna er helsta einkenni þeirra svokallaður kjarni. En ýmis önnur frumulíffæri eru sameiginleg báðum þessum megingerðum kjarnfrumna og verður greint frá þeim helstu og hlutverkum þeirra hér á eftir. Frumukjarni.Kjarni er stórt frumulíffæri sem get...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Var Betlehemstjarnan raunverulega til?

Betlehemstjarnan er dularfullt tákn og hún hefur valdið stjörnufræðingum, sagnfræðingum og guðfræðingum miklum heilabrotum í tæp tvö árþúsund. Í þessu svari ætlum við skoða fjóra möguleika:Stjarnan var einstakt tilvik, hún hafði aldrei sést áður og hefur ekki sést síðan. Guð lét hana birtast til að opinbera fæð...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig lýsir fæðingarþunglyndi sér?

Tímabilið eftir fæðingu er tími aukinnar hættu á þunglyndi og oflæti hjá konum. Konur sem leggjast inn á spítala vegna geðsjúkdóma eftir fæðingu eru langoftast annaðhvort með þunglyndi eða oflæti. Þunglyndi og oflæti á meðgöngu og eftir fæðingu lýsir sér svipað og hjá óþunguðum konum. Þær konur sem eru í mestr...

category-iconHeimspeki

Hver var Averroes og hvert var framlag hans til fræðanna?

Ibn Rushd (1126–1198) eða Averroes, eins og hann nefndist á latínu eftir spænskum miðaldaframburði (Aven Ruiz), var læknir, dómari og heimspekingur í borginni Cordoba á Spáni og var uppi á 12. öld. Cordoba tilheyrði þá arabískumælandi ríki sem nefndist Al-Andalus og var á fyrri hluta aldarinnar undir stjórn fursta...

category-iconStærðfræði

Hvernig er hægt að leggja saman kvaðratrætur og draga þær hvora frá annarri?

Upphaflega spurningin var sem hér segir: Hvernig leggur maður saman rætur (til dæmis $\sqrt{52}+\sqrt{32}$) og hvernig dregur maður þær frá hvor annarri (til dæmis $\sqrt{21} - \sqrt{7}$)? Kvaðratrótum af heilum tölum má skipta í tvo flokka: Ef talan undir rótinni er ferningstala, sem er annað veldi heillar...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Geta karlar orðið óléttir og geta konur framleitt sæðisfrumur?

Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Af hverju getur karlinn ekki átt barnið? Væri hægt að setja sæði í konuna og eggið í karlinn? (Sólrún Agla) Af hverju fæða strákar ekki börn? (Guðni Oddsson) Geta karlmenn verið óléttir? Það er, geta þeir gengið með börn alveg eins og konur? (Guðni Leifur) Geta karlar orð...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig virka orgel?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvernig virka kirkjuorgel? Í íslensku er orðið orgel bæði notað um hljóðfærið sem hefur pípur og gömlu fótstignu hljóðfærin. Erlendis er orðið orgel ekki notað um fótstignu hljóðfærin heldur eru þau nefnd harmóníum enda er virkni þeirra allt önnur. Í þessu svari er fyrst o...

category-iconVísindi almennt

Hvenær varð vefnaður til og hvað er vitað um hann?

Vefnaður er eitt elsta listhandverkið sem ennþá er stundað á jörðinni. Hann varð ekki til á einum stað heldur þróaðist sjálfstætt í ýmsum heimshornum og er samofinn fastri búsetu mannkynsins á jörðinni. Fundist hafa leifar af allt að 7000 ára gömlum teppum eða efnum í Egyptalandi og við fornleifauppgröft í Tékklan...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða yfirráðarétt hefur Ísrael á hernumdum svæðum Palestínu? Hvernig hefur alþjóðasamfélagið tjáð sig um þessi yfirráð?

Spurningunni er í raun fljótsvarað því að Ísraelsmenn hafa nákvæmlega engan rétt til yfirráða á hernámssvæðunum í Palestínu. Til þess að skilja betur um hvað málið snýst er hins vegar nauðsynlegt að líta nokkuð aftur í tímann. Ísraelsmenn lögðu svæðin undir sig í stríði sem þeir hófu gegn nágrannaríkjum sínu...

category-iconJarðvísindi

Hvernig er talið að ólíkar kvikugerðir sem koma upp í íslenskum eldstöðvum verði til?

Þessi spurning beinist að kjarna storkubergfræðinnar – uppruna og venslum hinna ýmsu bergtegunda. Á síðasta fimmtungi 20. aldar var orðið ljóst að storkubergi á jörðinni má í aðalatriðum skipta í fjórar meginsyrpur, sem hver um sig tengist tilteknu „jarðfræðilegu umhverfi.“ Á rekhryggjum myndast lág-alkalíska eða ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Léon Foucault?

Franski eðlisfræðingurinn Jean Bernard Léon Foucault, sem yfirleitt gekk undir nafninu Léon Foucault, fæddist í París 18. september 1819. Hann hlaut ekki þjálfun í vísindastörfum en var óvenju næmur að skilja náttúruna og jafnframt gæddur rómaðri handlagni. Þessar gáfur gerðu honum kleift að gera krefjandi og nákv...

Fleiri niðurstöður