þar sem vinningsfjöldi skákmanns táknaður með V, töpin með T, samanlögð stig allra andstæðina með SA, fjöldi andstæðinga með A og stig skákmannsins fyrir mótið með S. Í sérhverju kerfi til stigaútreikninga er ein grundvallarregla sambærileg við þá sem að ofan er sýnd, slík regla dugir þó ekki ein sér. Áki notaði hjálparreglur til að reikna út stig nýrri skákmanna og stig skákmanna sem ekki höfðu tekið þátt í skákmótum í langan tíma. Einnig gilti sérstök regla ef mismunur á stigum skákmanna var mikill.Stigabreyting = 50 * (V – T) + (SA – A*S)/20,

- Skákmenn verða að hafa teflt að minnsta kosti 5 skákir sem reiknast til stiga.
- Skákmenn verða að hafa að minnsta kosti 1200 stig.
- Skákmenn sem hafa teflt 16 eða færri skákir hætta að birtast á listanum ef 3 ár líða án þess að þeir taki þátt í skákmóti sem reiknast til stiga.
- Skákmenn sem hafa teflt fleiri en 16 skákir hætta að birtast á listanum ef 8 ár líða án þess að þeir taki þátt í skákmóti sem reiknast til stiga.
Rc | Meðalstig andstæðinga. |
Ro | Stig skákmanns fyrir mót. |
Rn | Stig skákmanns eftir mót. |
W | Vinningafjöldi sem viðkomandi fékk í mótinu gegn andstæðingum með stig. |
We | Ætlaður vinningafjöldi leikmanns á móti. |
K | Margföldunarstuðull sem ákvarðast einkum af reynslu og aldri skákmanns. |
P | Vinningshlutfall 0.00-1.00. |
D(P) | Stigamismunur, lesinn úr töflu hér fyrir neðan. |
- Rp = Rc + D(P)
- Rn = Ro + K(W - We)
- Stigalausum skákmönnum reiknuð forstig. Forstigin eru reiknuð samkvæmt formúlu 1, það er sem frammistaðan í mótinu. Eins og fyrr er getið fær skákmaður því aðeins stig að hann tefli 3 eða fleiri skákir við andstæðinga með stig og nái 1/3 vinningshlutfalli.
- Reiknuð stig þeirra sem höfðu teflt 5-16 skákir fyrir mótið. Þessi stig eru reiknuð sem frammistaðan í öllum tefldum skákum samkvæmt formúlu 1. Ef skákmaður hafði minna en 1200 stig fyrir mótið og teflir að minnsta kosti 5 skákir við andstæðinga með stig þá er reiknuð út frammistaðan í mótinu, Rp. Ef Rp er hærra en forstigin þá eru forstigin hækkuð í Rp. Hámarkshækkun forstiganna er þó í 1200 stig. Á þennan hátt er komið til móts við þá sem af einhverjum orsökum fá mjög lág stig í fyrstu mótunum sem þeir taka þátt í. Að þessu loknu eru stigin reiknuð á þann hátt sem að ofan var lýst.
- Reiknuð endanleg stig þeirra sem voru stigalausir fyrir mótið með tilliti til breytinga úr skrefum 1 og 2. Með þessu móti er reynt að treysta betur grundvöll nýju stiganna.
- Forstig endurmetin hjá þeim sem teflt höfðu fleiri en 16 skákir fyrir mótið og hafa minna en 1200 stig. Hér er um nokkurs konar aukabónus að ræða fyrir þá stigalægstu. Nauðsynlegt er að tefla að minnsta kosti 5 skákir í mótinu gegn andstæðingum með stig til að eiga kost á þessum bónus. Með þessari reglu er tryggt að skákmenn ná að minnsta kosti 1200 stigum í fyrsta mótinu sem þeir tefla af þeim styrkleika. Reiknuð eru stig fyrir frammistöðuna í mótinu samkvæmt formúlu 1. Ef Rp er hærra en forstig skákmannsins, þá eru forstigin sett jafnt og Rp. Hámarkshækkun er þó í 1200 stig.
- Bónusstig reiknuð hjá þeim sem teflt höfðu fleiri en 16 reiknaðar skákir fyrir mótið. Bónusstigin eru reiknuð á sama hátt og í skrefi 6 að öðru leyti en því að stuðullinn K er hækkaður um 15. Nauðsynlegt er að tefla að minnsta kosti 5 skákir í mótinu við andstæðinga með stig til að eiga kost á bónusstigum.
Tafla 1 sýnir hvaða árangri þarf að ná í 5-12 umferða mótum til að hljóta bónusstig.
Tafla 1. Bónusmörk Umferðir 5 6 7 8 9 10 11 12 W - We 0,9 1,0 1,1 1,2 1,3 1,3 1,4 1,5 - Reiknuð endanleg stig þeirra sem teflt höfðu fleiri en 16 skákir fyrir mótið og fengu ekki bónusstig. Stigin hér eru reiknuð samkvæmt formúlu 2 að öðru leyti en því að sigurvegari mótsins getur ekki tapað stigum.
We er ávallt reiknað skák fyrir skák, en ekki út frá meðalstigum andstæðinganna.
Stuðullinn K er ákvarðaður út frá töflu 2. Hjá skákmönnum 20 ára og yngri er stuðullinn 35 fyrir fyrstu 100 skákirnar, en 30 eftir það.
Ef skákmaður nær 2400 stiga markinu þá er stuðullinn settur 10 (15 hjá 20 ára og yngri) og breytist ekki eftir það, jafnvel þótt stigin lækki aftur niður fyrir 2400.Tafla 2. Stuðullinn K eftir fjölda skáka Skákir 17-100 101-200 201-300 >300 K 30 25 20 15
Tafla 3. Stigamismunur andstæðinga og vinningslíkur | ||||||||||||||
D(p) | P | D(p) | P | D(p) | P | D(p) | P | D(p) | P | |||||
Mism. | L | H | Mism. | L | H | Mism. | L | H | Mism. | L | H | Mism. | L | H |
0-3 | .50 | .50 | 69-76 | .40 | .60 | 146-153 | .30 | .70 | 236-245 | .20 | .80 | 358-374 | .10 | .90 |
4-10 | .49 | .51 | 77-83 | .39 | .61 | 154-162 | .29 | .71 | 246-256 | .19 | .81 | 375-391 | .09 | .91 |
11-17 | .48 | .52 | 84-91 | .38 | .62 | 163-170 | .28 | .72 | 257-267 | .18 | .82 | 392-411 | .08 | .92 |
18-25 | .47 | .53 | 92-98 | .37 | .63 | 171-179 | .27 | .73 | 268-278 | .17 | .83 | 412-432 | .07 | .93 |
26-32 | .46 | .54 | 99-106 | .36 | .64 | 180-188 | .26 | .74 | 279-290 | .16 | .84 | 433-456 | .06 | .94 |
33-39 | .45 | .55 | 107-113 | .35 | .65 | 189-197 | .25 | .75 | 291-302 | .15 | .85 | 457-484 | .05 | .95 |
40-46 | .44 | .56 | 114-121 | .34 | .66 | 198-206 | .24 | .76 | 303-315 | .14 | .86 | 485-517 | .04 | .96 |
47-53 | .43 | .57 | 122-129 | .33 | .67 | 207-215 | .23 | .77 | 316-328 | .13 | .87 | 518-559 | .03 | .97 |
54-61 | .42 | .58 | 130-137 | .32 | .68 | 216-225 | .22 | .78 | 329-344 | .12 | .88 | 560-619 | .02 | .98 |
62-68 | .41 | .59 | 138-145 | .31 | .69 | 226-235 | .21 | .79 | 345-357 | .11 | .89 | 620-735 | .01 | .99 |

Heimurinn:
- Garry Kasparov (RUS) 2838
- Vladimir Kramnik (RUS) 2807
- Viswanathan Anand (IND) 2755
- Michael Adams (ENG) 2752
- Veselin Topalov (BUL) 2745
- Ruslan Ponomariov (UKR) 2743
- Evgeny Bareev (RUS) 2726
- Peter Leko (HUN) 2717
- Alexander Morozevich (RUS) 2716
- Vassily Ivanchuk (UKR) 2711
- Jóhann Hjartarson 2634
- Hannes Hlífar Stefánsson 2588
- Margeir Pétursson 2543
- Jón L. Árnason 2517
- Helgi Áss Grétarsson 2505
- Karl Þorsteins 2486
- Helgi Ólafsson 2476
- Guðmundur Sigurjónsson 2463
- Friðrik Ólafsson 2452
- Þröstur Þórhallsson 2443
- Alfræðiorðabókin um skák eftir Dr. Ingimar Jónsson.
- Ítarlegar reglur FIDE um stigaútreikning
- Um íslenska stigaútreikninginn eftir Daða Örn Jónsson
Mynd af Dr. Elo: Chesmayne - Chess Dictionary Myndir af skákmönnum: Chessbase.com - Spielerdatenbank