Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3168 svör fundust

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hvað er strætóbílstjórinn gamall?

Í dag er fyrsti dagurinn þinn sem strætóbílstjóri. Þú byrjar á Hlemmi en þar eru 12 inni í vagninum. Á fyrstu stöð fara 3 út og 5 inn. Á annarri stöð fara 7 inn og 3 út. Á þriðju og síðustu stöðinni fara 5 inn og 2 út. Hvað er strætóbílstjórinn gamall? Og hvernig kemstu að þeirri niðurstöðu? Hvað ætli þessi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er best að undirbúa sig undir nám í verkfræði?

Verkfræðideild Háskóla Íslands veitir inngöngu öllum þeim sem lokið hafa stúdentsprófi. Reynslan hefur þó sýnt að nemendur geti helst gert sér vonir um viðunandi námsárangur í verkfræðideild ef þeir hafa að minnsta kosti lært þá stærðfræði og eðlisfræði sem kennd er á náttúrufræðibrautum. Á undanförnum árum he...

category-iconMálvísindi: íslensk

Í hvaða átt er humátt?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Í hvaða átt er humátt? Af hverju er það dregið að fara í humátt á eftir einhverjum?Humátt er eitt af nokkrum afbökunum úr orðinu hámót. Hámót merkir 'hælfar, spor' og orðasambandið var upphaflega að fara í hámót á eftir einhverjum 'læðast á eftir e-m'. Fyrri liðurinn há- kem...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til fleirtala af bókstafnum A?

Bókstafirnir eru oft notaðir í fleirtölu en þá að jafnaði með töluorði á undan, til dæmis „Orðið pabbi er skrifað með tveimur béum, orðið þátttaka er skrifað með þremur téum.” Stafurinn A hefur dálitla sérstöðu þar sem hann getur hljóðverpst (a>ö) ef skilyrði eru fyrir hendi. Ef við segjum: „Margir vilja s...

category-iconHugvísindi

Hvaðan var Leifur heppni?

Leifur heppni var sonur Eiríks rauða sem er talinn einn af landnámsmönnum Íslands. Hann bjó á Eiríksstöðum í Haukadal í Dölum en hrökklaðist þaðan og var dæmdur í þrjú ár af landinu. Hann hóf landnám á Grænlandi árið 986. Leifur er yfirleitt talinn vera íslenskur en samkvæmt Grænlendinga sögu fór hann í landale...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað þýða litirnir í þýska fánanum?

Í þýska fánanum eru þrír litir, svartur, rauður og gylltur. Til eru tvær kenningar um uppruna þeirra. Önnur þeirra segir að litirnir séu komnir frá búningum Lützow Free Corps, sem var hreyfing stúdenta og menntamanna sem hafði það markmið að frelsa Þýskaland undan oki Napóleóns. Hin kenningin segir að litirnir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir 'stútungskerling' og er sambærilegt orð til um karla?

Stútungur er algengt heiti á meðalstórum þorski, 45–70 cm stórum en ekki fullvöxnum. Í yfirfærðri merkingu er orðið notað um konur og þá ýmist sem fyrri liður á undan -kerling eða -kvenmaður. Átt er við allstóra eða fyrirferðarmikla konu, oftast á miðjum aldri. Ef -kerling er síðari liðurinn er orðið stútungskerl...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er merking og uppruni orðsins "hósanna"?

Orðið hósanna, einnig skrifað hósíanna er lofgerðarhróp guði til dýrðar. Það má til dæmis sjá í 11. kafla Markúsarguðspjalls í versi 9 og 10:Þeir sem á undan fóru og eftir fylgdu hrópuðu: „Hósanna. Blessaður sé sá sem kemur, í nafni Drottins! Blessað sé hið komandi ríki föður vors Davíðs! Hósanna í hæstum hæðum!S...

category-iconHugvísindi

Fyrst margt getur farið úrskeiðis getur þá annað farið skeiðis?

Orðið úrskeiðis er atviksorð sett saman af forskeytinu úr-, nafnorðinu skeið 'tiltekin vegalengd, (ákveðin) tímalengd , hlaup, kapphlaup' og viðskeytinu -is. Hér hafa kappreiðar farið úrskeiðis og nokkrir hestar og knapar fallið á brautinni. Orðið úrskeiðis merkir 'aflaga, úr lagi'. Atviksorð mynduð á þennan há...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gæti Kötlugos mögulega staðið lengi yfir?

Kötlugos hafa staðið frá tveimur vikum upp í fjóra mánuði eða lengur. Kötlugosið 1823, sem telst lítið á mælikvarða Kötlugosa, stóð í 28 daga. Kötlugosið 1918 stóð í 24 daga en stærsta Kötlugosið á sögulegum tíma, sem hófst árið 1755, stóð í um 120 daga. Kötlugosið 1918 stóð í 24 daga. Síðasta gos í Eyjafjall...

category-iconSálfræði

Hvað er dáleiðsla?

Dáleiðsla kallar fram vitundarástand sem unnt er að nýta í lækningaskyni til að bæta almenna líðan og efla ákveðna þætti í fari fólks. Hún er til dæmis nýtt til þess að taka á svefnörðugleikum, erfiðum höfuðverkjum og til að efla einbeitni fólks í námi eða íþróttum. Hvaða áhrif hefur dáleiðsla? Mjög algengt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru til rándýr?

Það er í raun nánast óhugsandi annað en að rándýr komi fram á sjónarsviðið í heimi þar sem jurtaætur eru til. Þetta má útskýra með dæmi. Ímyndum okkur einfaldan heim þar sem aðstæður eru þannig að allar tegundir spendýra eru jurtaætur og drepa ekki önnur dýr. Helstu dánarorsakir eru þá sjúkdómar og elli þar til...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er vitað um eldgos annars staðar en á jörðinni?

Áður en mennirnir fóru að senda geimför til að rannsaka hinar reikistjörnur sólkerfisins, þekktum við aðeins jarðnesk eldfjöll. Nú vitum við að jörðin er ekki eini eldvirki hnöttur sólkerfisins; hvað þá sá eldvirkasti. Til að byrja með skulum við ferðast til Merkúrs. Í dag vitum við einfaldlega of lítið um Merk...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um sebrahesta?

Sebrahestar eru eitt af helstu einkennisdýrum afrískrar fánu. Talið er að uppruna þeirra megi rekja til frumhesta Norður-Ameríku sem bárust yfir landbrúna sem lá yfir Beringssundið og tengdi Alaska við Asíu. Þaðan dreifðust þeir um landflæmi gamla heimsins fyrir hundruðum þúsunda ára. Til eru þrjár tegundir seb...

category-iconStærðfræði

Til hvers notum við frumtölur?

Frumtölur eru aðalviðfangsefni heillar stærðfræðigreinar sem kallast talnafræði. En í öllum greinum stærðfræði og í hagnýtingum á stærðfræði þar sem þarf að nota náttúrlegar tölur að einhverju marki má búast við að hugtakið frumtala stingi upp kollinum fyrr eða síðar. Náttúrleg tala kallast frumtala ef einu tö...

Fleiri niðurstöður