Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2361 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Þurfa sæskjaldbökur að anda?

Öll dýr þurfa á súrefni að halda til þess að bruni, sem myndar orku, geti átt sér stað í frumum þeirra. Dýr ná sér í súrefni með öndun en hafa þróað með sér ólíkar leiðir í þeim efnum, eins og lesa má í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um öndunarfæri dýra? Hægt er að skipta leiðum súrefn...

category-iconLögfræði

Gildir stjórnarskrá Íslands bara fyrir Íslendinga eða fyrir alla þá sem eru staddir á Íslandi?

Stjórnarskráin, líkt og önnur íslensk lög, gildir um alla þá sem staddir eru á íslensku yfirráðasvæði. Sum réttindi og skyldur samkvæmt lögum og stjórnarskrá eru hins vegar bundin tilteknum skilyrðum og getur íslenskt ríkisfang verið þeirra á meðal. Á það til dæmis við um kosningarétt við kosningar til Alþingis, s...

category-iconNæringarfræði

Er franskbrauð óhollara en heilhveitibrauð? Og þá hversu miklu?

Út frá næringargildi þessara afurða má fullyrða að heilhveitibrauð sé hollara en franskbrauð. Heilhveitibrauð inniheldur meira en franskbrauð af ýmsum B-vítamínum og steinefnum auk trefjaefna. Munurinn á þessum brauðum liggur í því hveiti sem notað er. Í franskbrauð, eða hvítt brauð, er notað hvítt hveiti sem e...

category-iconHugvísindi

Hvaða arkitekt hannaði Colosseum í Róm, hve stórt er það og hve gamalt?

Colosseum, hringleikahúsið í Róm, var reist á árunum 70-82 e.Kr. Vinna hófst við það undir stjórn Vespasíanusar keisara en Títus keisari vígði það árið 80 með hundrað daga kappleikjum. Tveimur árum síðar lýkur Dómitíanus, þriðji keisarinn sem að byggingunni kom, við efstu hæð mannvirkisins sem þá er fullgert. Ark...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heita hillur „hillur” en ekki „ujkur”?

Þegar orð eru búin til eru oftast notaðir til þess orðstofnar sem fyrir eru í málinu. Þeir eru ýmist teknir beint án hljóðbreytinga eða orðin eru mynduð með hjálp þeirra möguleika, sem málið ræður yfir, til dæmis hljóðvarpi. Orðið hilla er eitt slíkra orða. Orð sömu eða svipaðrar merkingar eru til í grannmálunu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er betra fyrir tannheilsuna að neyta sykurskertra gosdrykkja í stað sykraða, þá í sambandi við tannátu?

Tannáta er það sama og tannskemmd. Tennur skemmast vegna þess að bakteríur í munni gerja sykurinn í matvælum sem við neytum og mynda sýru sem brýtur tönnina niður. Sykurlausir drykkir eru því betri fyrir tennurnar með tilliti til tannskemmda. Hins vegar er annar tannsjúkdómur sem er að ryðja sér til rúms og ne...

category-iconUnga fólkið svarar

Geta mýs stokkið og - ef svo er - hversu hátt?

Já, mýs geta stokkið. Húsamús getur stokkið um 30 cm. Hún getur hlaupið níu metra upp vegg og stokkið niður 2,4 metra án þess að meiða sig. Húsamýs eru um 5-8 cm langar fyrir utan skottið og þær vega um 15-25 g. Húsamús líkist hagamúsinni en er minni og hefur lengra skott. Húsamús getur troðið sér í gegnum...

category-iconMálvísindi: almennt

Af hverju er öfugt spurningarmerki á undan spurningu á spænsku?

Hversu oft höfum við ekki lent í því þegar við erum að lesa upphátt fyrir aðra að athuga ekki fyrr en í lok setningar að um spurningu er að ræða? Slíkt gerist ekki í spænsku því þar er lesandinn ávallt varaður við með spurningarmerki á hvolfi í upphafi spurningar ¿. Almenn fullyrðingarsetning getur hæglega ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvaðan kemur orðtakið "að koma út úr skápnum"?

Íslenska orðtakið „að koma út úr skápnum” er einfaldlega þýðing úr ensku, „coming out of the closet,” og er notað yfir það þegar fólk sem af einhverjum ástæðum hefur talið sig þurfa að fela kynhneigð sína gerir hana opinbera. Á íslensku er líklega oftar talað um að koma „úr felum.” Vegna fordóma í þjóðfélag...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju er notuð kynlaus æxlun til að búa til plöntu af alaskavíði eða ösp?

Kynlaus æxlun er fjölgun án blöndunar erfðaefnis. Þeir einstaklingar sem verða til við kynlausa æxlun eiga aðeins eitt foreldri og eru því erfðafræðilega eins og það. Annað nafn yfir einstaklinga sem verða til á þennan hátt er „klónar“. Kynlaus æxlun er algeng í náttúrunni þó hún sé tiltölulega sjaldgæf með...

category-iconLögfræði

Má ég syngja inn á geisladisk lög eftir aðra og selja innan fjölskyldunnar?

Á Íslandi gilda tiltölulega skýr og nákvæm höfundalög. Þar má finna upplýsingar um þá vernd sem höfundar hinna ýmsu verka, eins og bókmennta, kvikmynda og tónlistar njóta. Ein af skýrustu reglunum er að finna í 46. grein þar sem segir orðrétt: Óheimil er eftirgerð og hvers kyns dreifing til almennings á myndritum ...

category-iconHeimspeki

Hvað er valkreppa?

Orðið valkreppa á við kreppu með tilliti til valkosta. Orðið kreppa á almennt við um einhvers konar þröng eða erfiðleika og þar með er sá í valkreppu sem stendur frammi fyrir erfiðu vali. Þarna er yfirleitt átt við að þeir valkostir sem bjóðast eru jafnálitlegir og af þeim sökum erfitt að gera upp á milli þeirra. ...

category-iconLæknisfræði

Til hvers eru hálskirtlarnir fyrst það er alltaf verið að fjarlægja þá?

Hálskirtlar eru gamalt heiti á líffærum úr eitilvef sem heita réttu nafni gómeitlur (e. palatine tonsils) en eru einnig nefndir kverkeitlur. Eitlur (e. tonsils) tilheyra ónæmiskerfi líkamans og taka því þátt í vörnum hans gegn sýklum. Eitlur eru alls fimm, tvær gómeitlur, tvær nefeitlur og ein kokeitla, og raða...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig býr maður til teiknimyndir?

Það er auðvelt að búa til teiknimyndir án flókins búnaðar. Það eina sem þarf er blýantur og bók. Myndir eru teiknaðar á spássíu bókarinnar, ein á hverja síðu, alltaf á sama stað. Þegar bókinni er flett hratt virðast kyrrstæðu myndirnar hreyfast, eins og í teiknimyndum. Til þess að teiknimyndir virðist raunveru...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðatiltækið "sorrý Stína"?

Óvíst er um uppruna orðasambandsins "sorrý Stína". Flestir, sem undirrituð hefur talað við, segjast ekki hafa heyrt það lengi þótt þeir kannist vel við það og hafi þekkt það í allnokkra áratugi. Sumir geta sér þess til að rekja megi orðasambandið aftur til stríðsáranna. Sú saga virðist vel þekkt að hermaður ha...

Fleiri niðurstöður