Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2482 svör fundust
Gáta: Hvaða rofi gengur að hvaða ljósaperu?
Maður stendur frammi á gangi þar sem þrír tölusettir rofar (1, 2 og 3) eru á veggnum. Í lokuðu herbergi rétt hjá rofunum eru þrjár ljósaperur merktar með bókstöfunum A, B og C. Verkefni mannsins er að finna hvaða rofi gengur að hvaða ljósaperu. Maðurinn hefur endalausan tíma en þegar hann hefur opnað dyrnar verður...
Hvað gerist í líkamanum eftir dauðann? Er það þá sem dauðahryglur heyrast og hvað eru þær eiginlega?
Dauðahrygla er hósti eða snörl deyjandi manns. Það er þess vegna ekki tengt þeim ferlum sem fara af stað í líkamanum eftir dauðann. Það sem gerist eftir dauðann er að líkaminn rotnar. Annars vegar fyrir tilstilli svonefndra efnakljúfa sem eru í vefjafrumum okkar en hins vegar vegna gerla sem eru í líkama okkar ...
Hvað stendur „band“ fyrir í bandbrjálaður?
Band- í orðum eins og bandvitlaus, bandbrjálaður, bandóður er svokallaður herðandi forliður. Hann er leiddur af nafnorðinu band ‛eitthvað til að binda með, snæri, fjötur, haft’ og vísar til þess er menn, sem misstu stjórn á sér og urðu alveg ærir voru settir í bönd, fjötraðir, þar til æðið rann af þeim. Í da...
Hvernig virkar bitcoin og aðrar rafmyntir?
Spurningin var upphaflega: Hvernig virkar bitcoin og aðrar rafmyntir og má eiga þær á Íslandi þrátt fyrir gjaldeyrishöftin? Hver er munurinn á rafmynt eins og bitcoin og venjulegum peningum? Tæknin sem rafmyntir byggja á er oft kennd við ‘blockchain’ á ensku. Engin íslensk þýðing á þessu hugtaki hefur ná...
Hvaða kenningar hafði John Dewey um menntun og skóla?
John Dewey (1859-1952) var einn áhrifamesti heimspekingur og menntunarfræðingur Bandaríkjanna á fyrri hluta 20. aldar. Raunar náðu hugmyndir hans langt út fyrir landsteina Bandaríkjanna, því hann hafði mikil áhrif víða í Evrópu og í Kína, og þær hafa lifað góðu lífi eftir hans daga; enn í dag má telja hann einn áh...
Er eitthvað til í því að samstaða pláneta á beinni línu geti valdið umróti og jarðskjálftum víða um heim?
Svarið er nei; kraftarnir sem um ræðir eru alltof litlir í þessu tilviki. Þessar hugmyndir eru til komnar af því að svokallaðir sjávarfallakraftar geta vissulega látið til sín taka í náttúrunni. Þessir kraftar frá sól og tungli valda sjávarföllum og stórstreymi og smástreymi í höfum jarðarinnar eins og við þekk...
Hver er NEP-stefnan?
NEP stendur fyrir enska hugtakið „New Economic Policy” sem þýðir „ný stefna í efnahagsmálum”. Vitaskuld hafa mörg ríki breytt um stefnu í efnahagsmálum, jafnvel margoft, en þessi skammstöfun er yfirleitt notuð til að tákna efnahagstefnu þá sem reynt var að fylgja í Sovétríkjunum frá 1921 til 1928. Sovétríkin hö...
Er mögulegt að umlykja ljósaperu með sólarrafhlöðum og framleiða þannig umframorku?
Svarið við þessu er nei, það er ekki hægt. Til þess að lýsa áfram þyrfti peran að breyta allri raforkunni sem hún fær frá sólarrafhlöðunum í ljósorku. Sólarhlöðin þyrftu líka að breyta allri ljósorkunni sem þau fá frá perunni í raforku. Í rauninni er hvorugt mögulegt. Einhver orka tapast alltaf sem varmaorka þe...
Hvernig nær maður tveimur bjórglösum í sundur?
Spurningin í heild var sem hér segir:Hvernig nær maður tveimur bjórglösum í sundur? Hita þau undir heitu vatni? Eða er e.t.v. eina leiðin að brjóta annað þeirra?Við skiljum spurninguna svo að hún eigi við tvö bjórglös sem mjókka niður og annað þeirra sé fast innan í hinu. Þá er reynandi að kæla innra glasið varleg...
Hvað tákna stjörnurnar í fána Evrópusambandsins?
Á fána Evrópusambandsins eru tólf gull-litaðar stjörnur sem mynda hring á bláum fleti. Það er almennur misskilningur að stjörnurnar tákni aðildarlönd sambandsins en það er ekki rétt enda eru löndin nú 28 talsins. *** Fáninn á að tákna sameiningu Evrópu en ekki aðeins aðildarlandanna. Hringurinn er tákn eini...
Gáta: Hvernig kemst bóndinn yfir ána?
Á litlum bæ í Skagafirði bjó bóndi nokkur ásamt konu sinni og börnum. Bærinn stóð í litlum dal sem var einangraður frá umheiminum af á sem rann í gegnum dalsmynnið. Á ánni starfaði hins vegar ferjumaður sem ferjaði fólk yfir ána í litlum tveggja manna bát. Í bænum hinumegin við ána var haldinn markaður hálfsmá...
Eigið þið uppskrift að góðri drápu eða vísu?
Með drápu er átt við kvæði af sérstakri tegund. Megineinkenni drápunnar eru stefin, sem geta verið eitt eða fleiri, og eru endurtekin með jöfnu millibili. Að formi til er drápunni skipt í þrennt. Fyrsti hluti er án stefja og er eins konar inngangur á undan fyrsta stefi. Þá taka við stefjabálkar eða stefjamál og er...
Myndi áttaviti á suðurpólnum snúast í hringi?
Svarið er í aðalatriðum já; áttaviti á syðra segulskauti jarðar mundi snúast í hringi og ekki stöðvast við neina sérstaka stefnu. En vert er að taka eftir því að þetta á við segulskautið en ekki heimskautið sjálft, en alllangt er þar á milli. Það sama á við um norðurskautið. Ef við erum stödd á norðurpólnum lig...
Hve langt erum við komin með súrefni á Mars?
Spyrjandi á líklega við það að uppi hafa verið hugmyndir um að súrefni geti bæst við lofthjúpinn á Mars og þannig gæti orðið lífvænlegra þar en nú er. Súrefnið í loftthjúpi jarðar er einmitt komið til á svipaðan hátt, löngu eftir að hún og lofthjúpur hennar urðu til. Það fór að vaxa í lofthjúpnum eftir að plöntur ...
Hvort er hættulegra að leika fótbolta eða handbolta?
Í svari Árna Árnasonar við spurningunni Eru íþróttameiðsl algeng meðal barna og unglinga? er sagt frá svissneskri rannsókn sem kannaði meiðslatíðni í nokkrum algengum íþróttagreinum hjá unglingum á aldrinum 14-20 ára. Þá kom í ljós að hún var hæst í ísknattleik, því næst kom handbolti og svo fótbolti. Samkvæmt þe...