Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7649 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um Carl von Linné?

Carl von Linné (1707-1778), einnig þekktur sem Carl Linnaeus eða Carolus Linnaeus, hefur oft verið kallaður faðir flokkunarfræðinnar. Hann fann upp svokallað tvínafnakerfi (e. binomial nomenclature) sem nú er notað til flokkunar á öllum lífverum. Linné fæddist 23. maí árið 1707 í suðurhluta Svíþjóðar. Frá unga...

category-iconStærðfræði

Hvað getið þið sagt mér um Henri Poincaré og framlag hans til stærðfræðinnar?

Henri Poincaré (1854-1912) var franskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur og vísindaheimspekingur. Hann kom víða við á ævi sinni, og er meðal annars minnst fyrir vinnu sína við afleiðujöfnur, stjarnfræði, afstæðiskenninguna, og grannfræði. Best þekkta verk Poincaré er sennilega Poincaré-tilgátan í grannfræði, sem stó...

category-iconHagfræði

Hvað er lögmál um framboð og eftirspurn í hagfræði?

Hagfræðingar verja drjúgum tíma í að skoða tvíburana framboð og eftirspurn og er oft rætt um lögmál í því samhengi. Er því þannig haldið fram að um eftirspurn gildi það lögmál að því hærra sem verð tiltekinnar vöru eða þjónustu sé því minni verði eftirspurnin. Sömuleiðis er því iðulega haldið fram að því hærra sem...

category-iconHeimspeki

Hvernig er best að skilgreina hið vonda?

Spurningin er viðamikil. Við leiðum hugann frá atriðum sem eru fólgin í orðalagi þó að vert sé að taka eftir þeim. Sér í lagi hljótum við að benda á að hér er beðið um bestu skilgreiningu en nokkrar eru sannarlega mögulegar og hvorki ljóst hvað mundi gera einhverja þeirra besta – er það sú nothæfasta eða sú rétta?...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær verður næstu kynslóð geimsjónauka skotið á loft?

Frá árinu 1990 hefur verið hægt að rannsaka mörg fegurstu og um leið dularfyllstu fyrirbæri alheimsins með aðstoð Hubblesjónaukans. Vegna þeirrar þekkingar sem aflað hefur verið með honum hafa heilu kennslubækurnar í stjörnufræði verið endurskrifaðar. Áætlað var að næstu kynslóð geimsjónauka yrði skotið á loft...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Íslenskar gæsalappir eru „svona“, en hvar finn ég '„' á íslenska lyklaborðinu?

Athugasemd ritstjórnar: Glöggur lesandi benti okkur á hvernig fá má fram íslenskar gæsalappir í Macintosh OS X. Fyrri gæsalappirnar („) fást með því að halda inni ALT-hnappi lyklaborðsins og ýta um leið á 'Ð'. Hinar seinni (“) má fá með því að gera slíkt hið sama, en halda einnig inni skiptihnappi (e. shift). S...

category-iconSálfræði

Af hverju verðum við ástfangin?

Spurningin af hverju við verðum ástfangin er tengd spurningunni Hvað er ást? Í stuttu máli er þörfin og hæfileikinn til að verða ástfanginn manneskjunni eðlislægur. Forsendur hvers einstaklings eru þó misjafnar hvað varðar hvort tveggja. Þessar forsendur eru félagslegar, persónulegar, tilfinningalegar, kynferðisle...

category-iconStærðfræði

Hvaða gagn er að prímtölum?

Prímtölur eru tölur sem er ekki hægt að leysa upp í eiginlega þætti. Engin tala gengur upp í prímtölu nema hún sjálf og 1, sem er hlutleysa og hefur engin áhrif í margföldun. Oft getur verið þægilegt að fást við tölur sem margar aðrar tölur ganga upp í. Það á til dæmis við töluna 60. Tölurnar 2, 3, 4, 5, 6, 10...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er rétt að segja Kúbverjar í stað Kúbanir eins og áður var gert?

Lítið hefur verið skrifað um myndun þjóðaheita og reglur sem um hana gilda. Þó er hægt að benda á tvennt: Í blaðið Tungutak, sem var um skeið húsblað Ríkisútvarpsins og vettvangur umræðna um málfar, skrifaði Árni Böðvarsson, þáverandi málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, í desember 1987:Til þessa hefur ekki þótt ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju haldast hlutir eins og atóm og sameindir saman í heilu lagi?

Í þessu samhengi ber fyrst að nefna rafstöðukrafta. Flestir hafa séð hvað gerist ef blöðru er nuddað upp við hár manns. Þá er hægt að festa blöðruna upp í loft og hárin sem blöðrunni var nuddað upp að standa upp í loft og hvert út frá öðru. Núningurinn hefur þá framkallað krafta sem láta hárin fjarlægjast hvert an...

category-iconMálvísindi: almennt

Á hverju byggja Danir talningu sína með orðum eins og 'halvtreds' og 'tres'?

Spyrjandi bætir því við að hann hafi spurt Dani um þetta og ekki fengið nein svör. Skemmst er frá því að segja að danska töluorðið 'tres' sem þýðir sextíu er stytting á orðinu 'tresindstyve' eða 'þrisvar sinnum tuttugu'. Orðið 'firs' stendur á sama hátt fyrir 'firsindstyve' eða 80. Við Íslendingar könnumst ...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna líta rastafarar upp til Haile Selassie sem eins konar hálf-guðs?

Rastafarar líta ekki á Haile Selassie sem hálf-guð heldur sem guð að fullu, líkt og kristnir líta á Jesú sem guð en ekki hálf-guð. Haile Selassie I (1892-1975) var keisari Eþíópíu. Hann var sonur Ras Makonnen sem var ráðgjafi Meneliks keisara II og hlaut upphaflega nafnið Tafari Makonnen. Tafari giftist barnab...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað þýðir táknið µ til dæmis í skammstöfunum eins og µm og µA?

Heiti gríska bókstafsins µ er borið fram 'my'. Þegar stafurinn er notaður í heitum eininga táknar hann forskeytið 'míkró-'. Þannig er 'µm' lesið sem 'míkrómetri' (stundum raunar sem 'míkron') og 'µA' er 'míkróamper'. Forskeytið táknar einn milljónasta hluta á sama hátt og 'millí-' táknar einn þúsundasta og 'kíló-'...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Úr því að tunglið getur valdið sólmyrkva getur Venus ekki eins gert það?

Þessari spurningu má svara á ýmsa vegu. Einfaldast er að leiða hugann að því hvernig sólin, tunglið og Venus birtast okkur á himninum. Þegar tunglið myrkvar sólina er það í sömu stefnu og hún frá okkur að sjá. Nauðsynlegt skilyrði þess að Venus geti myrkvað sólina er á sama hátt að hún gangi einhvern tímann fy...

category-iconJarðvísindi

Hvar eru helstu jarðhitasvæði í útlöndum og eru þau nýtt eins og hér?

Kraftmestu jarðhitasvæði heims eru í löndum þar sem eru virk eldfjöll. Hér á landi eru kraftmestu jarðhitasvæðin, sem við köllum háhitasvæði, á gosbeltum landsins þannig að hvert háhitasvæði tengist ákveðinni eldstöð í gosbeltunum. Í eldfjallalöndum eins og Indónesíu, Japan, Papúa Nýju-Gíneu, Filippseyjum, Mexík...

Fleiri niðurstöður