Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 914 svör fundust
Hvað er sjálfræði og hver er skilgreiningin á sjálfræði einstaklings?
Sjálfráða maður ræður einn öðru en fé sínu, nema lög mæli á annan veg.Svo segir í 2. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Þannig verður ekki tæmandi talið hvað í sjálfræði felst heldur er þar um að ræða öll þau lagalegu réttindi og skyldur sem fullorðnir menn bera í samfélaginu, þó með þeim mikilvægu takmörkunum sem geti...
Ef málfrelsi ríkir og allir mega tjá skoðanir sínar, má ég þá predika hið gagnstæða?
Hægt er að skilja þessa spurningu á tvo vegu: Annars vegar getur þetta verið spurning um hvort halda megi fram skoðunum sem eru andstæðar skoðunum annarra. Hins vegar getur spurningin verið um hvort leyfilegt sé að predika skoðun sem er gagnstæð málfrelsi, til dæmis þá skoðun að málfrelsi skuli skert eða afnumið. ...
Hversu oft er kosið um forseta?
Í lögum um framboð og kjör forseta Íslands númer 36 frá 1945 segir að forsetakjör skuli fara fram síðasta laugardag í júnímánuði fjórða hvert ár. Ef aðeins einn er í kjöri til forseta þá telst sá kjörinn forseti án atkvæðagreiðslu. Ef forseti deyr eða lætur af störfum, áður en kjörtíma hans er lokið, þá segir í lö...
Hvers vegna er innflutningur skriðdýra til Íslands bannaður?
Almennt bann hefur ríkt við innflutningi skriðdýra á borð við slöngur, skjaldbökur og eðlur frá því snemma á 9. áratug síðustu aldar. Bannið byggði upphaflega á alvarlegum sjúkdómstilfellum í fólki af völdum salmonellusmits sem rekja mátti með ótvíræðum hætti til þessara gæludýra. Árið 1983 kom upp sýking af v...
Hvenær máttu konur fyrst kjósa á Íslandi?
Þann 19. júní 2015 er haldið upp á það að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu rétt til að taka þátt í kosningum til Alþingis. Í nokkra áratugi þar á undan höfðu konur þó haft kosningarétt til sveitarstjórnarkosninga (í sýslunefnd, hreppsnefnd, bæjarstjórn og á safnaðarfundum) samkvæmt lögum sem Danak...
Hvað hefur vísindamaðurinn Þorvaldur Gylfason rannsakað?
Þorvaldur Gylfason, fæddur 1951, er prófessor í hagfræði í Háskóla Íslands. Hann er jafnframt rannsóknarfélagi við CESifo-stofnunina í Háskólanum í München. Eftir hann liggja 20 bækur, um 300 ritgerðir og kaflar í erlendum og innlendum tímaritum og bókum, nálega 1.000 blaðagreinar og um 100 sönglög. Þorvaldur ...
Hvaða rök liggja á bakvið bann á mannáti?
Fá viðmið eru eins geirnegld í siðferðislíf okkar og bannið við að leggja sér manneskjur til munns. Listir og dægurmenning hafa lengi nýtt sér þetta viðhorf til að skapa eftirminnilegar en um leið viðurstyggilegar persónur. Persóna Hannibals Lecter sem margir muna eftir er til dæmis sérlega ógeðfelld. Óviðjafnanle...
Eru rangar fullyrðingar verndaðar af málfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Er rangt mál verndað af málfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar? Væri t.d. hægt að refsa mér fyrir að segja að reykingar séu hollar, smokkar séu gagnslausir, mamma mín sé 150 ára, og Kringlan sé lokuð á miðvikudögum? Eða myndi það brjóta gegn stjórnarskránni? Skoðana- og tjánin...
Hvers vegna eru sumir með svona mikil læti eða hávaða?
Hegðun manna ræðst bæði af skapgerð og aðstæðum. Úthverft fólk leitar frekar í hávaða en aðrir, jafnvel til að viðhalda eðlilegu örvunarástandi; slík er skapgerð þeirra. En hávaði og ærslagangur getur átt upp á pallborðið hjá flestum við einhverjar aðstæður og vísar ekki á skapgerðareiginleika. Haldið fyrir eyr...
Á hvern hátt er ammóníak hættulegt fyrir mann, fyrir utan óþolandi lyktina?
Ammóníak er litlaus daunill lofttegund undir venjulegum kringumstæðum (við staðalaðstæður, en þá er loftþrýstingur 105 Pa og hiti 25°C). Í sameind ammóníaks er ein köfnunarefnisfrumeind (N; einnig kallað nitur) og þrjár vetnisfrumeindir (H) og er hún táknuð með efnaformúlunni NH3. Ammóníak veldur óþægindum og árei...
Hvernig er best að vísa í efni á Veraldarvefnum?
Reglur og hefðir um tilvitnanir í efni á Veraldarvefnum hafa verið í mótun. Þegar vísað er frá efni á vefnum í aðra staði á honum er það að sjálfsögðu gert með tenglum eins og notendur vefsins þekkja; engin önnur aðferð er fljótvirkari eða þægilegri fyrir notandann. En hins vegar er það almenn kurteisi að hafa kri...
Er það innbyggt í mennina að trúa á yfirnáttúruleg öfl?
Spurningin í heild var sem hér segir:Það virðist sem allt fólk á jörðinni trúi á einhverja yfirnáttúrulega krafta. Er eitthvað innbyggt "element" í mönnum sem veldur þessu?Í öllum hópum fólks sem fundist hafa er útbreidd trú á einhver öfl, máttarvöld, guði eða anda sem hafi áhrif á líf manna og gang náttúrunnar. H...
Er leyfilegt að hljóðrita símtal án leyfis og útvarpa því svo?
Spurningin er tvíþætt. Annars vegar er spurt hvort leyfilegt sé að hljóðrita símtal án leyfis. Hins vegar er spurt um hvort heimilt sé að útvarpa slíku símtali. Varðandi heimild til hljóðritunar á símtölum þá segir í 44. gr. laga um fjarskipti:Sá aðili að símtali sem vill hljóðrita símtalið skal í upphafi þe...
Getum við munað eftir einhverju sem gerðist í lífi okkar fyrir þriggja ára aldur?
Ólíklegt er að fullorðið fólk muni eftir atburðum sem gerðust fyrir þriggja eða fjögurra ára aldur. Þetta kallast bernskuóminni (e. infantile amnesia, childhood amnesia) og hefur lengi verið þekkt. Á seinni árum hafa bæði hugrænir sálfræðingar (e. cognitive psychologists) og hugfræðingar (e. cognitive scientis...
Er jafnvægisskynið ef til vill sjötta skilningarvitið?
Upphaflega hljómaði spurningin svona: Oft hefur verið talað um fimm skynjanir okkar, þ.e. lykt, sjón o.s.frv. En er ekki hægt að tala um jafnvægisskynið sem sjötta skilningarvitið? Eins og spyrjandi bendir réttilega á er hefð fyrir því að tala um að menn hafi fimm skilningarvit, eða sjónskyn, heyrnarskyn, lykta...