Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 400 svör fundust
Hvernig er öruggast að geyma rafræn gögn?
Hér er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum: Hvernig er hægt að framtíðartryggja sig gegn úreldingu sniða? Hvaða aðferðir eru notaðar við varðveislu rafrænna gagna? Hvernig fara þjóðskjalasöfn að því að geyma rafræn gögn? Til að svara spurningu um varðveislu rafrænna gagna er fyrst rétt að skoð...
Hver var Heinrich Hertz og hvert var framlag hans til vísindanna?
Heinrich Rudolf Hertz fæddist í Hamborg í Þýskalandi þann 22. febrúar 1857. Hann var elstur fimm barna Gustav Ferdinand Hertz og Anna Elisabeth Pfefferkorn. Föðurafi Heinrich Rudolfs hafði haft trúskipti frá gyðingdómi til lútherstrúar þegar hann kvæntist inn í lútherska fjölskyldu. Faðir Heinrich var lögfræðingur...
Hver skrifaði fyrstu biblíuna í kristinni trú?
Þessari spurningu er vart hægt að svara þar sem ekki er hægt að tala um fyrstu, aðra eða þriðju Biblíu. Ef við hins vegar spyrjum „Hver skrifaði Biblíuna“, þá má svara því á þann veg að ekki er um einn höfund að ræða heldur eru hin mörgu og mismunandi rit Biblíunnar rituð af fjölmörgum höfundum sem flestir eru óþe...
Ef EES-reglugerð er vitlaust þýdd, gildir þá ranga þýðingin?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ef EES-reglugerð er innleidd í íslensk lög í rangri þýðingu hvort gildir þá upprunalega reglugerðin eða ranga íslenska þýðingin? Lögfræði, líkt og margar aðrar fræðigreinar, leggur mikið upp úr skýringu hugtaka. Úrlausn dómsmála sem varða mikilsverða hagsmuni getur ...
Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum?
Upprunlega spurningin var:Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum, til dæmis á Reykjanesi við Djúp? Hafa Vestfirðir ekki jafnan verið taldir kalt svæði? Reykjanes við innanvert Ísafjarðardjúp er um margt merkur staður í sögu Íslands. Töluverðan jarðhita er að finna á nesinu og er hann í dag bæði nýttur t...
Vissu fornkappar Njálu hvernig ljón litu út?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Í Njálu stendur að Kári Sölmundarson væri með skjöld sem á væri mynd af ljóni. Hvernig átti Kári Sölmundarson að vita hvernig ljón liti út? Spurt er um eftirfarandi stað í Njálu: Skarphéðinn var fremstur. Hann var í blám stakki og hafði törguskjöld og öxi sína reidda ...
Af hverju er hafsbotnsskorpa málmríkari en meginlandsskorpa?
Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju er hafsbotnsskorpa málmríkari, og þar af leiðandi með meiri eðlismassa, en meginlandsskorpa? Réttara væri að snúa spurningunni við: Af hverju er meginlandsskorpa málmsnauðari og þess vegna eðlisléttari en hafsbotnsskorpa? Einfalda svarið er tvíþætt: léttara efni leit...
Hver hagnast þegar stýrivextir hækka?
Öll spurningin hljóðaði svona: Margir kvarta undan því að vaxtakostnaður þeirra hækki með hækkun stýrivaxta. Spurning mín er: Ef ég borga hærri vexti í dag en í gær vegna hækkunar stýrivaxta, hvar lendir þá það fé sem nemur hækkuninni? Sem sagt: hver hagnast? Það er tiltölulega flókið að rekja allar afleiði...
Hvaða upplýsingar er hægt að lesa úr litrófi stjarna?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða upplýsingar er hægt að lesa úr litrófi stjarna? Svo sem hvernig vitum við hitastig, stærð, hreyfingu og efnasamsetningu stjarnanna? Litrófsgreiningar á geislun sem berst frá stjörnum er helsta aðferðin til að afla upplýsinga um eiginleika stjarna á borð við þá se...
Hvað er frétt?
Tilraun til skilgreiningar er á þá leið að frétt er frásögn af atburði eða fyrirbæri sem almenning varðar um og ekki var áður kunnugt um. Einnig þarf að haga hugfast að fréttamaðurinn velur þá atburði sem hann fjallar um og mótar fréttina þó að hann fylgi þá oftast hefðum. Hann velur fréttaefnið eftir mikilvægi og...
Hvers vegna fær maður anorexíu og er hún hættuleg?
Hvað er lystarstol? Lystarstol einkennist af ýktum áhyggjum af offitu og áráttukenndri megrun sem verður að sjálfsvelti. Lystarstolssjúklingar eru haldnir stöðugum ótta um að verða feitir og reyna í sífellu að grenna sig, þrátt fyrir það að vera orðnir lífshættulega grannir. Þeir borða einungis hitaeiningasnauð...
Af hverju eru sumir gáfaðri en aðrir?
Af hverju er hægt að vera gáfaðri en aðrir?Fæðast allir sem eru heilbrigðir með sömu möguleika á að verða jafngáfaðir?Er hægt að auka greind sína á einhvern hátt?Er einhver gáfaðri en annar eða bara alinn upp við jákvæðari skilyrði? Ofangreindar spurningar, sem borist hafa Vísindavefnum, snúast allar um eitt af þr...
Hvað getur þú sagt mér um Júpíter?
Júpíter er fimmta reikistjarnan frá sólu og sú langstærsta. Hún er 11 sinnum stærri en jörðin að þvermáli, 142.984 km við miðbaug, og 318 sinnum massameiri eða 1,899 * 1027 kg. Massi Júpíters er 71% af samanlögðum massa allra reikistjarnanna. Ef Júpíter væri holur að innan, kæmust meira en 1.000 jarðir fyrir inni ...
Hvaða áhrif hafði Herakleitos, hvað gerði hann?
Herakleitos (um 540 – um 480 f. Kr.) var grískur heimspekingur frá borginni Efesos í Jóníu í Litlu-Asíu (nú í Tyrklandi). Lítið er vitað með vissu um ævi Herakleitosar og flestar sögur um hann eru hæpnar. Samkvæmt einni á hann til dæmis að hafa látist í mykjuhaug (McKirahan: 128). Herakleitos ritaði eina bók s...
Hver var Ágúst H. Bjarnason og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Ágúst H. Bjarnason (1875-1952) var skipaður í embætti prófessors í heimspeki við stofnun Háskóla Íslands árið 1911 og gegndi því embætti í 34 ár. Embættið fól meðal annars í sér kennslu heimspekilegra forspjallsvísinda, sem þá var skyldugrein fyrir alla nemendur Háskólans. Þegar Ágúst lét af störfum árið 1945 var ...