Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4718 svör fundust
Hvað heitir hæsta fjall Rússlands?
Hæsta fjall Rússlands heitir Elbrus (á rússnesku Gora El’brus) og er það í Kákasusfjallgarðinum, nálægt landamærum Georgíu. Tindar þess eru tveir, hinn vestari og hærri er 5.642 metrar á hæð en sá eystri 5.621 metri á hæð. Elbrus er jafnframt hæsta fjall Evrópu, 835 metrum hærra en Mt. Blanc sem lengi vel var hæst...
Er öll nöfn í Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien að finna í íslensku riti?
Upphafleg spurning var: Ég hef heyrt að öll nöfn í Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien séu að finna í íslensku riti. Eftir hvern er ritið og hvað heitir það? Nöfn persóna í Hringadróttinssögu eru sótt víða en ekki öll á sama stað. Sum eru þannig búin til af höfundi frá grunni, önnur eru sótt í fornenskan men...
Hvað er eins karats demantur þungur?
Eins karats demantur er 200 milligrömm. Punktakerfi er einnig notað til að lýsa þyngd demanta en einn punktur jafngildir 0,01 karati. Þyngsti demantur sem hefur fundist var kallaður Cullinan. Hann fannst árið 1905 í Transvaal í Suður-Afríku og var 3.106 karöt eða rúm 600 grömm. Demanturinn var síðar skorinn nið...
Af hverju heitir keisaraskurður þessu nafni?
Samkvæmt gömlum sögnum er nafnið keisaraskurður (e. cesarean/cesarian/caesarean section, cesarean; da. kejsersnit) komið til af því að hinn rómverski Júlíus Sesar var tekinn með slíkum skurði þegar hann fæddist. Vísbendingar eru þó um að móðir hans hafi enn verið á lífi þegar hann var fullorðinn. Þar sem nær ...
Hvernig hljóðar starfslýsing umboðsmanns Alþingis?
Um umboðsmann Alþingis fjalla lög nr. 85/1997, en 2. gr. þeirra laga hljóðar svo:Hlutverk umboðsmanns er að hafa í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga á þann hátt sem nánar greinir í lögum þessum og tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins. Skal hann gæta þess að jafnræði ...
Hver fann upp sjónaukann?
Talið er að hollenski gleraugnasmiðurinn Hans Lipperhey (1570-1619) hafi fundið upp sjónaukann. Elstu heimildir um sjónaukann eru í bréfi frá árinu 1608 en það ár var sótt um einkaleyfi á honum til hollenska þingsins. Því var hafnað en þingið réði Lipperhey til að smíða allmarga sjónauka. Lesa má meira um Lipper...
Hvernig segir maður 'ég elska þig' á álfamáli?
Í sögum Tolkiens er að finna tvö álfamál, annars vegar Quenya sem þýðir einfaldlega mál á álfamálinu og hins vegar Sindarin. Á Veraldarvefnum má víða finna orðalista úr málunum, til dæmis hér fyrir Quenya og hér fyrir Sindarin. Samkvæmt síðunni I Love You hljóma orðin ‘ég elska þig’ svona á Quenya: Tye-mela'ne....
Í hvaða landi urðu kettirnir til?
Heimiliskötturinn nefnist á fræðimáli Felis silvestris catus en til sömu tegundar teljast einnig evrópski villikötturinn (Felis silvestris silvestris) og afríski villikötturinn (Felis silvestris lybica). Þessar þrjár deilitegundir geta allar átt saman frjó afkvæmi. Afríski villikötturinn er talinn vera forfaðir...
Hvaðan kemur orðið karafla sem við notum yfir flöskur. Úr hvaða máli er það komið og hvað þýðir það?
Karafla er borðflaska undir vín eða vatn. Fleirtöluorðið er karöflur. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er það tökuorð úr dönsku, 'karaffel'. Á ensku og frönsku heitir þetta 'carafe', á ítölsku 'caraffa' og á spænsku 'garrafa'. Orðsifjabókin og aðrar heimildir á Netinu telja að orðið sé upprunalega komið úr arabí...
Af hverju er ekki i í sögninni mega eins og í sögninni eiga?
Sagnirnar eiga og mega eru báðar núþálegar sagnir en höfðu upprunalega ekki sama sérhljóð í rót. Í eiga hefur rótarsérhljóðið líklegast verið -ai-, samanber gotneska orðið aigan sem merkir ‘eiga’ (á fornnorrænni rúnaristu kemur fram orðmyndin aih = á). Í öðrum germönskum málum má nefna færeyska og nýnorska orðið ...
Hversu oft andar maður á sólarhring?
Fullorðinn einstaklingur andar að meðaltali á milli 12 og 20 sinnum á hverri mínútu. Börn anda venjulega hraðar en fullorðnir, en ungbörn draga andann um 40 sinnum á mínútu. Þetta þýðir að fullorðinn einstaklingur dregur andann um það bil 17.000 – 29.000 sinnum á sólahring. Ungbarn andar hins vegar um 60.000 ...
Hvað er Werdnig-Hoffman veiki?
Werdnig-Hoffman veiki (e. Werdnig Hoffman disease, infantile spinal muscular atrophy) er arfbundinn vöðvarýrnunarsjúkdómur. Hann orsakast af hrörnun hreyfitaugafrumna í mænu og heilastofni. Veikin kemur yfirleitt í ljós í móðurkviði eða fyrstu mánuðina eftir fæðingu. Á síðustu mánuðum meðgöngu gætu fósturhreyfi...
Hver var Elektra sem elektruduld er kennd við?
Elektra var dóttir Agamemnons, konungs í Mýkenu, og Klýtæmnestru. Hennar er ekki getið í kviðum Hómers en tveir forngrískir harmleikir um Elektru eru varðveittir, annar þeirra er Elektra Sófóklesar en hinn er Elektra Evripídesar. Auk þess kemur Elektra fyrir í þríleiknum Óresteiu eftir Æskýlos. Teikning af Elektr...
Hver er uppruni orðsins kerling eða kelling í íslenskri tungu?
Orðið kerling er til í öllum Norðurlandamálum, færeysku kerling, nýnorsku kjerring, sænskum mállýskum käring, källing, dönsku kælling. Kerling er leitt af nafnorðinu karl með viðskeytinu -ing. Kerling er leitt af nafnorðinu karl með viðskeytinu -ing sem veldur hljóðvarpi þar sem skilyrði eru til. Hér er um ...
Er hægt að skipta um kennitölu?
Í stuttu máli, nei. Kennitala er 10 tölustafa auðkennisnúmer sem við notum til að auðkenna okkur í viðskiptum og samskiptum við hvert annað. Hver kennitala er því einstök. Þegar einstaklingi hefur verið úthlutuð kennitala fylgir hún honum um alla ævi. Undantekning á þessu getur verið ef einstaklingurinn hefu...