Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2360 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað heitir stærsta pláneta í heimi?

Þessari spurningu getur enginn svarað eins og hún er fram sett. En stærsta plánetan sem við þekkjum vel heitir Júpíter og er langstærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar. Menn hafa hins vegar lengi getað gert sér í hugarlund að reikistjörnur væru líka við aðrar sólstjörnur eða fastastjörnur. Á síðasta áratug eða s...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Verður hægt að sjá nýju alþjóðlegu geimstöðina frá Íslandi?

Spurningin í heild var þessi:Sagt er að nýja alþjóðlega geimstöðin verði bjartasti hluturinn á næturhimninum á eftir Tunglinu og stjörnunni Síríus. Verður hægt að sjá geimstöðina frá Íslandi? Bjartur hlutur langt frá jörð er í stórum dráttum ekki síður sýnilegur frá Íslandi en annars staðar á jörðinni. Hæð geimst...

category-iconFöstudagssvar

Eru kindur í Færeyjum með mislangar lappir, til að geta staðið betur í hlíðunum þar?

Í Færeyjum eru tvö sauðfjárkyn. Annað er með lengri vinstri lappir, hitt með lengri hægri lappir. Það fyrra snýr alltaf hægri hliðinni upp í hlíðina, hitt vinstri hliðinni. Það fyrra fer í sífellu réttsælis kringum eyjuna, hitt rangsælis. Þetta er kallað aðlögun í þróunarfræðinni. Bændur þurfa að gæta þess vel ...

category-iconJarðvísindi

Getur "jaði" (á ensku jade) myndast á Íslandi?

Jaði er samheiti steinefnis sem er eftirsótt ýmist sem skrautsteinn eða til útskurðar. Um er að ræða tvær fölgrænar steindir, jaðeít og nefrít. Fyrrnefnda steindin er af flokki pýroxena, samsetning NaAlSi2O6, en hin síðarnefnda er sérlega hart og massíft afbrigði af aktinólíti, af flokki amfibóla (samsetning Ca2(M...

category-iconLæknisfræði

Eru góðkynja heilaæxli krabbamein?

Ef æxli er kallað góðkynja felst í því að það sýni ekki af sér þá afbrigðilegu hegðun sem einkennir illkynja frumur, það er að ryðjast inn í heilbrigðan vef og æðar og mynda meinvörp. Frumurnar í góðkynja æxlum halda nokkurn veginn eðlilegu útliti þótt þær hafi fjölgað sér óeðlilega. Góðkynja heilaæxli telst þ...

category-iconLögfræði

Hvað er réttarregla?

Samkvæmt skilgreiningu Netlögbókarinnar er svarið við spurningunni þetta:Réttarreglur eru þær reglur sem taldar eru tilheyra ákveðnu réttarkerfi, t.d. réttarkerfi ríkis. Það fer eftir réttarheimildum hvers réttarkerfis hvaða reglur eru taldar tilheyra því kerfi. (Stefán Már Stefánsson, Úlfljótur 1971, bls. 299). S...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Lendir einhvern tímann loftsteinn á jörðinni?

Svarið er í stuttu máli það að margir loftsteinar hafa lent á jörðinni og engin ástæða er til að ætla annað en þeir haldi því áfram. Þann 9. október 1992 lenti 12 kg loftsteinn á skottinu á þessum bíl. Á Veraldarvefnum er hægt að lesa meira um Peekskill-loftsteininn á síðunni Peekskill Meteorite Car. En lofts...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er sagt að maður sé örvhentur en ekki bara vinstrihentur?

Við viljum gefa öllum hlutum einhver nöfn en oft getur verið erfitt að segja til um, af hverju hluturinn hafi þetta heiti en ekki hitt. Við gætum til dæmis spurt hér á móti, af hverju spyrjandinn stingi upp á heitinu 'vinstrihentur' en ekki einhverju enn öðru. Þeir sem nota heldur hægri höndina eru kallaðir rétthe...

category-iconStærðfræði

Hvort hækkar maður 44,444444444 í 44,45 eða lækkar í 44,44?

Við námundun er alltaf farið eftir síðasta tölustafnum á eftir þeim sem ætlunin er að námunda að. Hér ætti sem sagt að horfa á þriðja fjarkann á eftir kommunni: 44,444444444. Ef þessi tölustafur er 0, 1, 2, 3 eða 4 á að námunda niður, það er lækka töluna. Það á við í þessu tilfelli, svo svarið er 44,44. Ef töl...

category-iconTölvunarfræði

Hversu mikið er hægt að þjappa gögnum? - Myndband

Í stuttu máli er svarið að það eru engin sérstök neðri mörk á því hversu mikið hægt er að þjappa gögnum. Það er þó ekki hægt að þjappa þeim niður í ekki neitt, því að gögnin verða að komast til skila. En það fer eftir eðli gagnanna og þeim forsendum sem við gefum okkur, hversu mjög við getum þjappað. Hægt e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju kallast auli stundum aulabárður? Hvaðan kemur orðið?

Orðið aulabárður er samsett úr auli ‛kjáni, flón; (afkastalítill) vesalingur’ og hugsanlega karlmannsnafninu Bárður. Annað orð sambærilegt er klaufabárður ‛klaufi’. Aulabárður þekktist þegar í lok 18. aldar í þeirri merkingu sem notuð er nú. Líklegast er að einhver saga um Bárð, sem þótti kjáni, liggi ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru ljóseindir í öllu ljósi og er hægt að nota ljóseindir sem orkugjafa?

Þessi spurning virðist byggja á þeirri hugmynd að ljós og ljóseindir séu tvennt aðskilið. Svo er ekki. Segja má að ljós sé straumur ljóseinda, þótt í sumum tilvikum sé betra að lýsa því sem bylgju (sjá nánar í þessu svari eftir Kristján Leósson). Varðandi seinni hluta spurningarinnar má benda á að í grunninn er...

category-iconHeimspeki

Gerist það sama aftur ef allar aðstæður verða aftur þær sömu? Er þá ekki allt ákveðið fyrir fram og hægt að reikna það út?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Gerist það sama aftur ef við endursköpum nákvæmlega sömu aðstæður alls staðar, til dæmis spólum tímann afturábak? Er þá ekki í rauninni allt fyrirfram ákveðið, það er að segja ræðst af aðstæðum, og hægt að reikna það út?Þetta eru í rauninni þrjár ólíkar spurningar:Gerist það sa...

category-iconHugvísindi

Hverrar ættar var Axlar-Björn og hver var kona hans?

Raðmorðinginn Axlar-Björn hét Björn Pétursson og var fæddur um miðja 16. öld og tekinn af lífi 1596. Kona hans hét Þórdís Ólafsdóttir en önnur heimild telur hana þó hafa heitið Steinunni. Um svokallaða framætt Axlar-Bjarnar, það er að segja forfeður hans og formæður, er lítið vitað annað en að faðir hans hefur ...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna þarf sá sem fær flest atkvæði í forsetakosningum í Bandaríkjunum ekki endilega að verða fyrir valinu?

Meginástæðan fyrir þessu er sú að kosningarnar eru óbeinar. Heildarmagn atkvæða ræður ekki úrslitum eins og við eigum að venjast, heldur kjósa ríkin hvert um sig kjörmenn sem koma síðan saman og velja forsetann. Þar við bætist að kjörmönnum hvers ríkis er ekki úthlutað í hlutfalli við atkvæðatölur í ríkinu heldur ...

Fleiri niðurstöður