Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er hægt að segja að allt hafi þegar verið gert með einhverri vissu?
Upphafleg spurning: Er hægt að segja að allt hafi þegar verið gert með einhverri vissu, gefið að ekki sé verið að velta fyrir sér öllum mögulegum útfærslum hverrar "aðgerðar" (með aðgerð á ég við til dæmis listsköpun, iðnað og svo framvegis)?Nei, vitaskuld er það ekki hægt. Hver einstakur atburður er nýr. Þegar...
Á hvern hátt er ammóníak hættulegt fyrir mann, fyrir utan óþolandi lyktina?
Ammóníak er litlaus daunill lofttegund undir venjulegum kringumstæðum (við staðalaðstæður, en þá er loftþrýstingur 105 Pa og hiti 25°C). Í sameind ammóníaks er ein köfnunarefnisfrumeind (N; einnig kallað nitur) og þrjár vetnisfrumeindir (H) og er hún táknuð með efnaformúlunni NH3. Ammóníak veldur óþægindum og árei...
Hvað notuðu konur í staðinn fyrir dömubindi til dæmis fyrir 1000 árum?
Heimildir um þetta virðast ekki á hverju strái en samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fundið er nokkuð mismunandi hvað konur með blæðingar hafa notað eða tekið til bragðs í tímans rás. Talið er að nokkuð hafi verið um að þær notuðu ekkert sérstakt og hafi einfaldlega látið blóðið leka í fötin sín. Þetta ge...
Lærir maður að kyngja eða er það meðfæddur hæfileiki?
Kynging er flókið, sjálfvirkt taugaviðbragð sem við fæðumst með, þótt við lærum að stjórna því að einhverju leyti með viljanum þegar við verðum eldri. Þetta viðbragð þróast tiltölulega snemma því í lok fyrsta þriðjungs meðgöngu er fóstur farið að kyngja legvatni. Kynging felst í því að koma fæðu eða einhverju ö...
Hvort er betra að hafa einn glugga opinn í bíl eða fleiri, þegar reyklaus maður vill forðast lykt eða angan af fötum sínum?
Þetta er náttúrlega grafalvarlegt mál. Bagalegt er þó að ekki kemur skýrt fram í spurningunni í hvaða hættu reyklausi maðurinn er, til dæmis hvort verið er að reykja í bílnum hjá honum eða hvort einungis hefur einhvern tímann verið reykt í bílnum og lyktin sitji eftir. Svo vantar líka upplýsingar um stefnu og ferð...
Hvaða mánuði er hægt að veiða grjótkrabba til matar við strendur Faxaflóa?
Grjótkrabbi (Cancer irroratus) veiðist í gildrur nánast allt árið um kring við strendur Faxaflóa en þó í mismiklu magni eftir árstíðum og mánuðum. Samkvæmt rannsóknum hjá Rannsóknasetri HÍ á Suðurnesjum, Náttúrustofu Suðvesturlands og Hafrannsóknastofnun, hefur mesta veiðin verið síðsumars og fram eftir vetri. Hel...
Er vitað um útbreiðslu orðanna két og smér, hinsvegar orðanna kjöt og smjör? Er fyrri orðanotkunin tengd hljóðvillu e/i, ö/u?
Myndirnar kjet og smjer tengjast ekki svonefndri "hljóðvillu" heldur er um að ræða hljóðbreytingu sem fram kom á 16. öld, það er afkringingu á -jö-. Þessar orðmyndir munu hafa þekkst víða um land en lengst hafa þær haldist um norðan- og norðvestanvert landið. Til þess benda svör við fyrirspurnum Orðabókar Háskólan...
Hver er stærsti fleygi fugl í heimi?
Þessari spurningu er ekki auðsvarað þar sem nokkrar tegundir eru áþekkar að stærð. Þrjár tegundir koma helst til greina:risadoðra (Ardeotis kori) trölldoðra (Otis tarda)hnúðsvanur (Cygnus olor) Mælingar á meðalþyngd þessara fugla gefa til kynna að risadoðran sé þeirra stærst. Karlfuglinn sem er um þrisvar sinnum þ...
Af hverju heitir árið ekki sólarhringur og sólarhringur ekki jarðarhringur?
Þetta er ágætis spurning og væntanlega finnst spyrjendum að orðin tvö sem þeir leggja til nái betur utan um fyrirbærin sem þau eiga að lýsa. Að sólarhringur í merkingunni sá tími sem það tekur jörðina að ganga umhverfis sólina og jarðarhringur í merkingunni sá tími sem það tekur jörðina að snúast um möndul sinn, s...
Af hverju rennur engin jökulá úr Snæfellsjökli?
Í riti sínu Enarrationes1 frá 1749 taldi Eggert Ólafsson Snæfellsjökul og Glámu merkilega lík fjöll. Bæði væru miklir jöklar en frá hvorugu runnu jökulár. Nú á dögum þykja þetta mjög ólík fjöll. Snæfellsjökull er jökultyppt eldkeila og meðal stæðilegustu eldfjalla landsins en Gláma er tiltölulega flöt háslétta úr ...
Hvað kallast afkvæmi skunka?
Afkvæmi skunka koma sjaldan fyrir í íslenskum textum og þess vegna er ekki augljóst hvað á að kalla þau. Á ensku nefnast afkvæmin kits eða kittens. Bein þýðing á því eru kettlingar. Í 14. bindi ritraðarinnar Undraveröld dýranna er fjallað um skunka og þar eru afkvæmin hins vegar kölluð ungar. Það er til dæmis í sa...
Hvernig hafa fuglar mök?
Áður hefur verið komið inn á þetta efni í svörum sama höfundar við spurningunum Hvernig fjölga fuglar sér? og Hvar geyma fuglar eggin áður en þeir verpa þeim? og er lesendum bent á að kynna sér þau svör. Frjóvgun hjá fuglum verður innvortis en engu að síður hefur karlfuglinn í flestum tilvikum ekki getnaðarlim...
Tala kindur fjármál?
Svarið við þessari spurningu er bitamunur en ekki fjár. Líklegt þykir að fé á fjalli tali ekki aðeins fjármál heldur samþykki það líka fjárlög og fjáraukalög og standi fyrir fjáröflun -- annars væri jú töluverð hætta á fjárþroti! Fé án hirðis er álitin hin versta fjárfesting og kemur heiðvirðu fólki vafningala...
Hvernig geta skíðishvalir étið fisk?
Spurningin hljóðar í heild sinni svona: Oft heyrist alhæft að hvalir éti mikið af fiski, sem sjómenn ella gætu veitt. Skíðishvalir, svo sem langreyður, steypireyður og fleiri, sía plöntu- og dýraörverur úr sjónum, svokallað svif, og virðast því skíðishvalir hafðir fyrir rangri sök. Hvaða tannhvalategundir eru hér ...
Hvað er járnblendi og hvernig er það framleitt?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað er gert í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga? Hvað er járnblendi, til hvers er það notað og hvernig er það framleitt?Í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga er framleitt kísiljárn (e. ferrosilicon). Meginafurðin er svokallað 75% kísiljárn, táknað FeSi75, sem innihe...