Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 617 svör fundust
Hvað er RNA-inngrip?
Almennt er litið svo á að DNA geymi upplýsingar, þá sérstaklega um byggingu prótína. Prótín sjá svo um byggingu og starf fruma. Í frumum berast erfðaupplýsingar frá DNA, til ríbósóma með hjálp RNA, sem gegnir þannig hlutverki boðbera. Lesa má nánar um kjarnsýrurnar DNA og RNA í svari Guðmundar Eggertssonar við spu...
Hver var Presta-Jón konungur í Indíalöndum eða Afríku?
Presta-Jón konungur í Indíalöndum eða Afríku var mikilvæg persóna í hugarheimi kristinna manna á miðöldum og allt fram á 17. öld og er víða fjallað um hann í landfræðiritum þess tíma. Hann var þó afurð lærðs ímyndunarafls og óskhyggju fremur en að hægt sé að tengja hann við raunverulegar persónur. Í Chronicon e...
Hvenær var ákveðið að Greenwich-tíminn skyldi vera staðaltími á Íslandi og með hvaða rökum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:Þegar horft er á veraldarkortið með tímabeltunum merktum inn á, þá virðist í fljótu bragði rökrétt miðað við legu Íslands, að landið ætti í raun að vera einni klst. á eftir GMT. Væri fróðlegt að vita hvenær og hverjir ákváðu að GMT skuli vera tíminn á Íslandi og hver rökin ...
Hvað er Fibonacci-talnaruna?
Fibonacci-runan er talnarunan 1, 1, 2, 3, 5, 8, 13, 21, 34, 55, 89, 144, 233, 377, 610, ... Hún ákvarðast af því að fyrstu tvær tölurnar eru báðar 1 en eftir það er sérhver tala í rununni summa næstu tveggja á undan. Runan er kennd við ítalska stærðfræðinginn Leonardo Fibonacci, sem fæddist á 12. öld. Hann no...
Er hægt að troða sér um tær?
Já, það er hægt, en til þess þarf bæði þjálfun og viljastyrk, fimi og útsjónarsemi. Augljóst er hvað það merkir að troða öðrum um tær. Best er þá að fórnarlambið teygi fótinn dálítið fram en láti hann þó liggja flatan á gólfi eða öðru undirlagi. Sömuleiðis er gott að lambið sé berfætt til þess að árangur verði ...
Er til jurt í íslenskri flóru sem ekki vex villt annars staðar á jörðinni?
Ef við göngum út frá því að orðið jurt vísi hér til plöntutegundar í venjulegri merkingu þess orðs, þar sem tegundarhugtakið er notað í nokkuð víðri merkingu, er svarið við spurningunni nei. Allar íslenskar tegundir plantna eru til í öðrum löndum en Íslandi, einkum þó í norðlægum nágrannalöndum eins og Skandinaví...
Eru lík smurð á Íslandi?
Forn-Egyptar, Inkar og aðrar fornþjóðir fundu leið til að verja lík rotnun. Eftir andlát ristu Egyptar líkamann upp á vinstri hliðinni og fjarlægðu flest líffæri. Hjartað var þó vanalega skilið eftir, enda töldu Egyptar það vera miðju skynsemi og tilfinninga. Heili hins látna var hins vegar skafinn út í gegnum nas...
Hvað er þroskasálfræði og hvað er fjallað um í greininni?
Þroskasálfræði er sú fræðigrein sem leitast við að skýra þær breytingar sem verða á huga, heila og hátterni samfara aldri. Breytingarnar eiga rætur að rekja til líffræðilegra þátta (eins og erfða), líffræðilegs þroska (bæði háður erfðum og næringu), sálfræðilegra þátta (til dæmis greindar og tilfinninga) og síðast...
Hvaða hlutverki gegnir tönn náhvalsins?
Náhvalurinn (Monodon monoceros) er hánorræn hvalategund. Náhvalir eru algengastir við strandlengjur Kanada og Grænlands og austur eftir strönd Norður-Rússlands. Þeir sjást einnig undan ströndum Norðaustur-Síberíu og Alaska, en þó mun sjaldnar. Náhvalir finnast sjaldan sunnan við 70. breiddargráðu. Þó hafa náhvalir...
Hvaðan kemur sá siður að heilsa að hermannasið?
Uppruni hefða og siða er oft ansi óljós. Vitanlega eru til margar skýringar á hinum ýmsu siðum sem okkur kann að virðast sennilegar en það sem þykir „eðlilegt“ nú þarf ekki að hafa viðgengist fyrir hundruðum ára. Að heilsa að hermannasið virðist upprunlega tengjast nokkuð þeirri hefð að heilsa með hægri hendi....
Hvernig er hægt að láta hvítu kúluna fara aðra leið en lituðu kúlurnar þegar hún fer ofan í holu á biljarðborði?
Biljarður eða ballskák er samheiti yfir nokkrar tegundir leikja þar sem kjuði er notaður til að skjóta kúlum á sérstöku biljarðborði. Til þessara leikja heyra til dæmis snóker og pool, sem er útbreiddasti biljarðleikurinn. Pool má síðan flokka í nokkra undirleiki eins og nine ball og eight ball, sem er líklega vin...
Hvernig starfar mannsheilinn? Hverjar eru helstu heilastöðvarnar?
Mannsheilinn er geysilega flókið líffæri og ekki þekkt fullkomlega. Hins vegar hafa menn í aldanna rás lært mikið um starfsemi þessarar stjórnstöðvar mannslíkamans. Heilabörkurinn er sá hluti heilans sem er þróunarlega yngstur og þar liggja meðal annars stjórnstöðvar fyrir hreyfingar og skynjun. Heilabörkurinn lig...
"Niður" er ávallt í átt að miðju jarðar svo að þar er þá botninn á skalanum. Hvar er þá toppurinn?
Forsenda spurningarinnar er sett fram samkvæmt jarðmiðjukenningunni sem svo er kölluð. Hún mótaðist á árunum 500-300 fyrir Krists burð og flestir höfðu hana fyrir satt fram á nýöld. Samkvæmt henni er jörðin kúlulaga og miðja hennar er um leið miðja heimsins. "Niður" var alltaf inn að miðju jarðar eins og spyrjandi...
Hvort mæla vogir massa eða þyngd og hvernig kemur aðdráttarafl jarðar við sögu á baðvog?
Þessu hefur í rauninni verið svarað að mestu í einu af allra fyrstu svörunum sem birt voru á Vísindavefnum: Er massi hlutar ekki sama og þyngd hans? eftir Tryggva Þorgeirsson og Þorstein Vilhjálmsson. Við skulum þó reyna að gera enn betur hér og koma þá beint að efninu. Vogir mæla ýmist massa hluta eða þyngd. V...
Hvenær var slátur fyrst búið til á Íslandi?
Þegar talað er um að taka slátur er venjulega átt við allan innmat, svið og blóð. Hins vegar merkir orðið oft bara lifrarpylsa og blóðmör nú, til dæmis þegar talað er um að sjóða slátur eða borða slátur. Í elstu tíð merkti orðið einfaldlega allt kjötmeti af sláturdýrum. Ef við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé a...