Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 695 svör fundust
Af hverju er fólk loðið undir höndunum?
Á kynþroskaskeiði verða miklar breytingar á líkömum bæði pilta og stúlkna. Brjóst og mjaðmir stúlkna stækka og þær byrja á blæðingum, röddin dýpkar hjá báðum kynjum, þó meira hjá piltum en stúlkum, kynfæri þroskast og piltar fara að geta fengið sáðlát, og líkaminn stækkar hratt. Bæði kyn fá einnig hár á ýmsa s...
Er ekki hægt að fá mænudeyfingu ef maður er með tattú á mjóbakinu?
Á undanförnum árum hefur orðið æ algengara að ungar konur fái sér húðflúr eða tattú á neðri hluta baks. Oft eru þessi tattú á lendarhrygg á því svæði sem mænudeyfingar og utanbastsdeyfingar vegna fæðinga eru lagðar. Lyf sem notuð eru við mænu- og utanbastsdeyfingar eru þaulrannsökuð og vitað að þau eru örugg. ...
Hver var Augusto Pinochet?
Augusto Pinochet (1915-2006).Augusto José Ramón Pinochet Ugarte var hershöfðingi og síðar einræðisherra Síle. Hann var giftur Lucía Hiriart de Pinochet og eignuðust þau fimm börn. Pinochet fæddist 25. nóvember 1915 og hann lést 10. desember árið 2006. Pinochet komst til valda árið 1973 eftir byltingu hersins g...
Er hægt að efla hár sem er farið að þynnast með bætiefnum fyrir hárið sem fást í apótekum?
Hárið þynnist ekki vegna þess að það vanti einhver vítamín eða bætiefni nema um sé að ræða alvarlegan og langvarandi skort. Þess vegna er ekki við því að búast að hárkúrar örvi hárvöxtinn en þeir geta hugsanlega gert hárið fallegra. Í lyfjabúðum og víðar fæst aragrúi af bætiefnablöndum sem eiga að bæta og styr...
Hvaða áhrif hefur of mikið estrógen á karlmenn?
Það er eðlilegt að karlar framleiði estrógen í einhverju mæli, bæði örlítið í nýrnahettum en einnig í eistum. Talið er að estrógen sé nauðsynlegt fyrir frjósemi karla og rannsóknir sýna að það hefur áhrif á vatns- og jónajafnvægi í þekjuvef innri æxlunarfæra og þroskun sáðfrumna. Það er aftur á móti ekki eðlilegt...
Er sýking í nýrum hættuleg?
Sýking í nýrum er undirtegund þvagfærasýkinga sem kallast nýra- og skjóðubólga (e. pyelonephritis). Oftast á sýkingin uppruna sinn í þvagrás eða þvagblöðru og kemst þaðan upp í nýrun. Sýking í nýrum er nokkuð algengt vandamál, sérstaklega hjá ungum konum, líkt og almennt gildir um þvagfærasýkingar. Nauðsynlegt er ...
Hver var munurinn á vinnufólki og húsfólki?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hver var munur á vinnumönnum/konum og húsmönnum/konum? Ég tek eftir báðum þessum starfsheitum langt fram á 19. öld. Í íslensku fornmáli koma orðin húsmaður og húskona ekki fyrir í þeirri merkingu sem þessi orð hafa á síðari öldum. Á elsta stigi sem við þekkjum eftir að þr...
Hver var Olympe de Gouges?
Olympe de Gouges (1748-1793) var franskt leikritaskáld sem barðist fyrir lýðræði og réttindum kvenna. Í dag er iðulega vísað til hennar sem fyrsta franska femínistans og hún hyllt sem byltingarhetja. Olympe de Gouges hét réttu nafni Marie Gouze og fæddist 7. maí 1748 í Montauban í Frakklandi. Opinberlega var hú...
Hvað var María Mey gömul þegar hún átti Jesú?
María mey, einnig kölluð María guðsmóðir, var eftir því sem fram kemur í Lúkasar- og Matteusarguðspjöllum Nýja testamentisins móðir Jesú frá Nasaret, sem samkvæmt kristinni trú er sonur Guðs og sá messías sem Gamla testamentið spáði fyrir um að myndi frelsa mannkynið. Í Biblíunni kemur hvergi fram nákvæmlega hv...
Af hverju eru systur jólasveinanna svona fáar?
Það er rétt að jólasveinar frá fyrri tíð sem bera kvenkyns nöfn eru mun færri en þeir sem bera karlmannsnöfn. Eins og segir í svari við spurningunni Hvað eru þekkt mörg nöfn jólasveina og hvað heita þeir allir? er vitað um 78 nöfn jólasveina en aðeins fimm þeirra (6,4%) vísa til kvenkynsvera. Sambærileg tölfræði y...
Hvaða land er það vanþróaðasta í heimi?
Staðlar: GNP og HDI Eins og fram kemur í ritinu Þróun og þróunaraðstoð eftir Jón Orm Halldórsson (1992), hafa flestar forsendur þróunaraðstoðar í heiminum reynst rangar (sjá einnig í Crewe og Harrison, 1999). Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, The Human Development Report 2003, kemur fram að síðastliðin tíu ár hafi ...
Hvaða áhrif getur ófrjósemi haft á andlega líðan og tilfinningar hjá báðum kynjum?
Þegar talað er um ófrjósemi þá er átt við pör sem hafa stundað kynlíf án getnaðarvarna í að lágmarki eitt ár án þess að konan verði barnshafandi.1 Ófrjósemi er ekki sú aðstaða sem fólk kýs sér2 og er talið að hérlendis eigi um 15% para við þetta vandamál að stríða.3 Orsakir má rekja jafnt til karla og kvenna og er...
Hvert fóru Íslendingar til iðnnáms fyrr á öldum og hvaða iðngreinar lærðu þeir?
Framan af sögu Íslendinga var ekki gerður skýr greinarmunur á iðnnámi og hverri annarri þjálfun í að vinna hvers kyns verk við landbúnað eða fiskveiðar. Svolítill vísir að slíkri aðgreiningu birtist þó í Grágás, lagasafni íslenska þjóðveldisins. Þar eru ákvæði um að búlaust fólk á vinnualdri sé skyldugt að eiga he...
Við hvað störfuðu Íslendingar 1918?
Árið 1918 var meirihluti Íslendinga enn bændur og sjómenn sem sóttu af kappi í gögn lands og sjávar, en einnig var talsvert af fólki sem vann við heimilisþjónustu hjá öðrum. Værir þú uppi á þessum tíma er því líklegt að þú ynnir við landbúnaðarstörf, fiskveiðar og fiskvinnslu eða vinnumennsku sem innanhúshjú. Í þe...
Hvernig er launamunur kynjanna reiknaður út?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvernig nákvæmlega er launamunur kynjanna reiknaður út hér heima? Hægt er að reikna launamun launþegahópa með margvíslegum hætti. Alltaf er þó um hlutfall tveggja meðaltala að ræða. Talað er um launamun kynjanna ef laun tiltekins hóps kvenna eru notuð sem efniviður í útreiknin...